blaðið - 10.03.2007, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007
blaðið
hag Islendinga". í staðinn fóru
þeir í vörn og voru sífellt að reyna
að má af sér rasistastimpilinn. Ég
held að þeir muni ekki ná árangri
í kosningum. Það sama held ég að
gildi með framboð Margrétar Sverr-
isdóttur. Margrét Sverrisdóttir er
lúser. Jakob Frímann Magnússon,
sá góði Stuðmaður og yndislegi tón-
listarmaður, er lúser. Ómar Ragn-
arsson er orðinn lúser. Það er margt
gott í Ómari og hann meinar vel en
hann er barnslega einfaldur. Hann
gerði íslendinga að umhverfis-
sinnum en gerðist síðan öfgamaður
þegar hann fór að berjast fyrir því
að ekki yrði fyllt í Hálslón.“
Hver er uppáhaldsstjórnmála-
maðurinn þinn?
„Geir Haarde er einhver best
menntaði stjórnmálamaður sem
við höfum átt. Ég vann með honum
á Mogganum og fékk strax mikið
álit á honum. Hann er vinnusamur
og samviskusamur, harður af sér og
fylginn sér en um leið býr hann yfir
mýkt. Ef honum mislíkar eitthvað
þá lætur hann vita af því en gerir
það á sinn hátt. Ég hef líka mikið
álit á Össuri Skarphéðinssyni. Það
er alltaf glampi í augunum á Össuri
og hann er skemmtilegur. Ég hef
gríðarlega mikið álit á Guðlaugi
Þór Þórðarsyni sem er klár strákur
og vinnusamur. Duglegir menn
uppskera yfirleitt alltaf. Sá stjórn-
málamaður sem ég hef minnst álit
á er bekkjarsystir mín úr barna-
skóla, Jóhanna Sigurðardóttir. Ég
hef aldrei fyrirgefið henni að hafa
hlaupið úr félagsmálaráðuneytinu
á sínum tíma. Hún fór á taugum,
ég veit ekki hvað annað er hægt að
kalla það, og yfirgaf skjólstæðinga
sína. Síðan þá hefur mér fundist
hún vera lýðskrumari.“
The Great White God
Erþér alltafjafn illa viðforseta
íslands, Ólaf Ragnar?
„Ég hef ítrekað sagt að þegar
kemur að útrásinni, viðskiptum
og því að kynna ísland út á við þá
finnst mér Ólafur Ragnar ekki eiga
sinn jafnoka. Ég á heiðbláa vini
sem hafa farið með honum til út-
landa og þeir segjast munu fylgja
honum til heimsenda ef þörf væri
á. Þetta eru menn sem fóru með
honum til Asíu og landa þar sem
Ólafur Ragnar nýtur gríðarlegrar
virðingar. Þar er litið á hann sem
The Great White God.
Athyglissýki hans fer hins vegar
í taugarnar á mér. Hann er athyglis-
fíkill og ég veit að hann viðurkennir
það sjálfur. Þegar ekkert hefur verið
um hann talað í einhverja mánuði
þá dettur hann í það og gefur út yf-
irlýsingar um fátækt á Islandi eða
sest í indverskt þróunarráð. Hann
fyllist óþoli og fer að skipta sér af
pólitík. Mér finnst að hann eigi
ekki að gera það. Það hefur ekki
áður gerst í sögu forsetaembættis-
ins. En menn máttu vita það þegar
þeir kusu Ólaf Ragnar Grímsson að
ekkert yrði eins og það var.“
Er það ekki einkenni sterkra
stjórnmálamanna að þurfa sinn
skammt af athygli?
„Ekki spurning. Sjáðu Jón Bald-
vin. Hann hleypur á milli funda,
hvort sem það er á Þjórsárbökkum,
Hafnarfirði eða Mosfellsbæ. Hann
gerir allt vitlaust í Silfri Egils
og Ingibjörg Sólrún rekur hann
frá hirð sinni. Davíð Oddsson er
annað dæmi um fyrrverandi stjórn-
málamann sem minnir reglulega
á sig. 1 sporum Geirs Haarde væri
ég brjálaður yfir þessu endalausa
stýrivaxta-uppistandi Davíðs Odds-
sonar. Ég ber virðingu fyrir Davíð
og Jóni Baldvini en ég ber ekki virð-
ingu fyrir því hvernig þeira haga
sér sem fyrrverandi stjórnmála-
menn. Gamlir hershöfðingjar eiga
að draga sig rólega í hlé.“
Niður veisældarhjólsins
Hvernig horfir klámumrœðan
við þér?
„Mér fannst engin ástæða til að
bjóða þetta fólk sem vildi gista á
Hótel Sögu velkomið. Þótt ekki hefði
verið nema einn linkur á heimasíðu
þessa fólks sem vísaði á barnaklám-
síðu þá var það nóg til að segja: Við
viljum ekki sjá þetta fólk. Mér fannst
flott hjá Vilhjálmi bo'rgastjóra að
segja: Þetta fólk passar ekki hér á
landi. Og allar kvennahreyfingar og
öll jafnréttissamtök sögðu: Hallelúja.
Svo kom gamli bóndinn á sauðskinn-
skónum, Bændasamtökin, og sagði:
Lok, lok og læs og allt í stáli.
Það er mikið framboð á klámi og
klámneysla hér á landi frá tólf ára
til áttrætt er landlæg. Ef Islendingar
stæðu fyrir framan spegil og segðu
„Ég ber virðingu fyrir
Davíð og Jóni Baldvini en
ég ber ekki virðingu fyrir
því hvernig þeira haga sér
sem fyrrverandi stjórn-
málamenn. Gamlir hers-
höfðingjar eiga að draga sig
rólega í hlé."
,ég hef aldrei skoðað klám“ þá er
ég hræddur um að svartur blettur
kæmi á tunguna á mönnum um
landið þvert og endilangt. En menn
læsa að sér, fara í tölvuna og lækka
í henni svo stunurnar heyrist ekki.
Þegar ég var að alast upp skoðuðu
litlir strákar frönsk póstkort með
fáklæddum konum og þar sást í
geirvörtu og nælonsokkur var upp á
læri. Við strákarnir vorum froðufell-
andi yfir þessu. Þetta er bara hluti af
lífinu.“
Finnst þér gott að vera íslend-
ingur í dag?
„Við höfum það rosalega gott. Ég
er óskaplega bjartsýnn. Mér finnst
ég heyra niðinn í velsældarhjólinu.
Þesi þjóð er ekki hnípin og ekki í
vanda. Sjálfum finnst mér ákaflega
gaman að lifa. Ég segi að ég eigi
ío.ooo Hrafnaþingsaðdáendur og
auk þess eru cirka 20. þúsund sem
elska að hata mig. Ég fæ sendan póst
þar sem stendur: Þú ert svo ógeðs-
legur... Þú ert svo leiðinlegur... Þú
ert svo brjálaður. Þá svara ég: Takk
fyrir að horfa - Takk fyrir að hlusta.
Svo hitti ég fólk á förnum vegi og
það tekur í höndina á mér og segir:
,'fakk fyrir þættina þína. Ég er ekki
alltaf sammála þér en helvíti ertu
góður...“. Það er óskaplega gaman af
þessu. Ég verð 65 ára í sumar og er
ekkert unglamb lengur. Það er erfið-
ara en áður að halda dampi í 15 -20
mínútna inngangi að þáttunum. En
þegar ég sest niður við tölvuna og
finn fyrstu setninguna þá kemur
hitt af sjálfu sér. Ég held að það sé
svipað með kollega mína, hvort
sem það er Stymir Gunnarsson, Þor-
steinn Pálsson, Sigurjón M. Egilsson
eða Trausti Hafliðason. Þegar menn
þurfa að setjast niður og skrifa leið-
arann þá gera þeir það.“
kolbrun@bladid.net
„Óskaríkisstjórnin mín hefði, undir eðlilegum
kringumstæðum, verið Samfylking og Sjálfstæð-
isflokkur. Ég hefbara ekki trú á því eins og Sam-
fylkingin er núna að slík stjórn gæti gengið."
PÓSTURINN
allur pakkinn
&
M':
Bítur hundurinn?
Við hjá Póstinum biðjum hundaeigendur að sýna bréfberum
tillitssemi og gæta þess að þeim standi ekki ógn af heimilis-
hundinum. Æskilegt er að hundurinn sé hafður í bandi
utandyra og að honum sé haldið frá bréfalúgunni.
Það auðveldar okkur að koma póstinum til ykkar
hratt og örugglega.
Þjónustuver | sími 580 12001 postur@postur.is | www.postur.is