blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 36

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 blaöiö Hann fann lítil skæri inni á bað- herberginu. Hann faldi þau í hægri hendi sem_hann hélt fyrir aftan bak og fór aftur inn. IR KARLMENN TÓKU TAL SAMAN ^LI OG FÓRU ÞAÐAN TIL HEIMILIS ANNARS ÞEIRRA. Af geðdeildinni á Óðal c >g þaðan... Gestur Sigurbjörnsson var laus af geðdeild Landspítalans. Kvöldið eft- ir að hann gekk þaðan út fór hann á Óðal, þrátt fyrir að hann væri enn þá miður sín, vansvefta, leiður í skapi og upptrekktur. Á Óðali fékk hann sér í glas. Hann þekkti fáa á Óðali, reyndar bara einn gestanna en sá starfaði sem gæslumaður á geðdeildinni. Guðjón spjallaði við gæslumanninn um stund en ráfaði síðan um húsið. Hans Wiedbusch, Þjóðverji, sem búið hafði á íslandi um nokkurt skeið, var líka á Óðali þetta kvöld. Að því kom að Hans ávarpaði Gest. Hann talaði ekki lýtalausa íslensku. Þegar kom að því að barnum var lokað bauð Hans Gesti með sér heim, sagðist eiga þar vín. Gestur þáði boðið og stakk upp á því að þeir næðu sér í stelpur en Hans vildi það ekki. Eftir að þeir höfðu náð i leigubíl fóru þeir saman heim til Hans en hann bjó í húsi við Grenimel. Ertu hommi? Þegar þeir voru sestir inn bauð Hans í glas. Hann gaf Gesti viskí- blöndu en drakk sjálfur eitthvað úr staupi. Hans setti plötu á fón- inn og þeir hlustuðu, spjölluðu og drukku. „Ertu hommi?“ Þessa spurningu setti Gestur fram þar sem honum þótti einkennilegt að Hans vildi ekki að þeir næðu sér í stelpur. Hans þverneitaði að hann væri hommi. „Viltu marijuana?" Það var Hans sem bauð og Gestur þáði. Gestur hafði aldrei áður reykt marijuana og reyndar hafði hann heldur ekki áður neytt neinna fíkniefna. Hans sótti pípu sem hann setti eitthvert brúnt efni í og kveikti síðan í og Gestur reykti. Hans fékk sér tvo smóka eða þrjá en annars reykti Gestur úr pípunni meðan efnið ent- ist. Hann fann greinileg áhrif, varð undarlegur og slappur. Hans bauð honum að gista um nóttina sem Gestur þáði. Vaknað upp við vondan draum Hans bauð Gesti að leggjast í rúm í borðstofunni sem var inn af stofunni, þeirri sem þeir höfðu ver- ið í. Gestur háttaði sig úr öllu nema nærbuxum og bol. Hann gat ekki sofnað og kallaði í Hans og sagði honum að sér liði ekki vel. Hans kom með vatnsglas og tvær hvítar töflur. Gestur tók töflurnar og sofn- aði fljótlega. Hans svaf vært þar til hann vakn- aði upp við vondan draum. Hans, sem var allsnakinn, var kominn of- an á hann og var að hafa við hann mök. Hans hafði afklætt Gest svo hann var einnig allsnakinn. Hans hafði náð að setja liminn á sér inn í endaþarm Gests. Gestur fann mik- ið til og brá mjög og varð reyndar skelfingu lostinn. Honum fannst hann verða að gera út af við Hans. Gestur sagðist þurfa að fara á sal- ernið og þá fór Hans ofan af hon- um. Gestur fór inn á salernið og leitaði þar að vopni. Hann fann lítil skæri inni á baðherberginu. Hann faldi þau í hægri hendi sem hann hélt fyrir aftan bak og fór aftur inn til Hans sem var sestur upp. Án þess að hika reiddi Gestur upp skærin og ætlaði að stinga þeim í hjartastað Hans en hitti ekki og skærin fóru í brjóst hans. Gestur kippti skær- unum úr sárinu og hörfaði. Hans stóð upp og gekk að Gesti, tók um úlnlið hans og sagði: „Biddu Guð að hjálpa þér.“ Þeir tókust á og leikurinn barst fram á gang. Að því kom að Gestur hafði betur og Hans hneig niður. Gestur sá að skærin höfðu brotn- að þegar hann stakk þeim í Hans og hljóp því fram í eldhús og sótti þangað brauðhníf. Gestur lagði hnífnum í brjóst hans og hreyfði hann í sárinu sem mest hann mátti. Næst dró hann Hans inn í stofuna og tók fyrir vit hans til að stytta honum aldur en Hans gaf frá sér hryglukennd hljóð og braust um. Gesti þótti ekki nóg að gert. Hann náði í önnur skæri og stakk þeim í auga Hans. Hann stakk Hans líka nokkrum sinnum í brjóstið og neðan við naflann. Að því loknu tók hann peninga úr veski Hans, kvikmyndavél, nokkr- ar filmur og segulbandstæki Varð ekki svefnsamt Gestur gekk heim til sín. Hon- um varð ekki svefnsamt um nótt- ina og gekk um gólf þar til hann varð að mæta í vinnu um morg- uninn. Þegar hann kom heim um kvöldið ákvað hann að losa sig við það sem hann hafði stolið. Hann fór út með myndavélina, filmurn- ar og segulbandið og kom því fyrir í leirleðju við enda Tjarnarinnar. Gestur gat enn ekki sofið og fór ekki í vinnu daginn eftir. Hann gekk um borgina og sú hugsun leitaði stöðugt á hann hvort hann ætti að gefa sig fram en hann gerði það ekki. Um kvöldið drakk hann en gat ekki sofið. Það var ekki fyrr en undir morgun, eftir að hafa tek- ið eina lyfjatöflu, sem hann festi svefn. Hann vaknaði við að bank- að var harkalega. Hann fór til dyra. Rannsóknarlögreglan var komin. Dómurinn Það var að morgni 18. septemb- er 1981, rúmum sólarhring eftir morðið sem lík Hans fannst í íbúð- inni. Fingraför Gests voru víða í íbúðinni. Lögreglan lét rannsaka plöntur sem fundust í íbúðinni. Niðurstaðan varð sú að þær væru kannabisjurtir. Við leit í Tjörninni fundust filmurnar, kvikmynda- vélin og segulbandið. Filmurnar reyndust vera klámspólur en á þeim voru karlmenn að hafa mök hver við annan Gestur var dæmdur til að sæta fangelsi í tólf ár fyrir morð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.