blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 39

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 39
blaðið LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 39 sjónvarpið. Síðan vorum við beðnir um að halda áfram með þessa hug- mynd en Pálmi Gestsson kom í stað- inn fyrir Ladda þegar hann þurfti að hverfa til annarra starfa. Við höfum því verið saman í tæp tuttugu ár. Það getur verið erfitt en hefur gengið átakalaust. Við höfurn ekki þurft að rífast mikið enda frekar rólegir og hógværir menn. Okkur hefur sem betur fer komið ágætlega saman í gegnum árin annars hefði þetta sam- starf ekki gengið.“ Erum stjórnarandstaða Randver segir að vikan fari nánast öll í vinnu við Spaugstofuna en fimm- menningarnir hittast á mánudögum og þriðjudögum. „Þá vinnum við hug- myndavinnuna saman en síðan tekur hinn frábæri rithöfundur, Karl Ágúst, við og skrifar handritið. Við tökum þættina upp á fimmtudögum og föstu- dögum og það geta verið mjög langir dagar. Velgengni okkar er að mildu leyti falin í því að hjá Ríkissjónvarp- inu er frábært starfsfólk sem hefur unnið með okkur í gegnum árin og er orðið gott í þessari vinnu. Ég hugsa að við hefðum aldrei getað gert þetta án þeirra,“ segir Randver og bætir við að vitanlega reyni Spaugstofan alltaf að vera ferskir með fréttir og annað sem liggur á þjóðinni. „Við erum stjórn- arandstaða, höfum alltaf verið það og viljum vera það. Ég vona að við tölum fyrir hönd þjóðarsálarinnar, sennilega gerum við það stundum og stundum ekki. Stundum hneyksl- ast þjóðarsálin á okkur og finnst við ósanngjarnir og stundum leiðinlegir en stundum tölum við máli hennar." Gjöful þjóð Hvort heldur sem er virðast Spaug- stofumenn gera ansi margt rétt því áhorfið á þættina hefur alltaf verið mjög gott. „Það er alveg með ólík- indum hvað við höfurn alltaf verið með gott áhorf. Spaugstofan hefur verið vinsælasti þátturinn undan- farin ár og við erum mjög stoltir af því. Það gleður okkur mikið að þjóðin skuli taka okkur svona vel og vilji hafa okkur fyrir augunum á laug- ardagskvöldum. Við reynum hvað við getum að gera þetta að þátt sem allir geta horft á og ég held að áhorf- endahópur okkar sé mjög breiður,“ segir Randver sem tekur fyrir að erfitt sé að vera með ferskt efni viku- lega. „Stundum er þjóðin voða gjöful og er að gera einhverja tóma vitleysu, þá er gaman að vera til. Stundum koma tímar þar sem lítið gerist en þá reynum við að búa eitthvað til. Það er ekkert erfitt, maður bara reynir það sem hægt er.“ Erum ekki svo slæmir Þrátt fyrir að flestir þættir Spaug- stofunnar falli í kramið hjá land- anum varð einn þáttur efni mikillar umræðu í þjóðfélaginu. Eftir þátt sem sýndur var um páskana árið 1997 voru Spaugstofumenn sakaðir um guðlast og málið fór alla leið til lög- reglunnar. „Það átti að dæma okkur fyrir guðlast en varð aldrei af. Ég held að þjóðin sé viðkvæm fyrir öllu sem snýr að kirkjunni og trúmálum. Ætli þjóðin sé ekki svolítið tvöföld í roðinu með þetta en hún verður voða- lega viðkvæm þegar tekið er á ein- hverju í Biblíunni. Eins og það sé guð- last að vera með aðra sýn á Biblíuna en þessa venjulegu og hátíðlegu. Við erum ekki einir um að hafa gert það og það eru meira að segja til heilu bíó- myndirnar sem fjalla á gamansaman hátt um Biblíuna. Það var svo sem ekkert þægilegt að standa í þessu því okkur fannst ekki að það þyrfti að taka þáttinn svona alvarlega. Það er til dæmis ofsalega lítið um það að stjórnmálamenn verði ósáttir við okkur, ef það er nokkuð. Ég held að menn verði að minni ef þeir reyna að finna að svona, ekki nema að það sé eitthvert persónulegt níð sem ég held að við höfum alveg verið lausir við. Það er kannski ekkert þægilegt að horfa á einhvern herma eftir sér í sjónvarpinu og láta þjóðina hlæja að sér. En þetta er víða gert og við erum ekki svo slæmir.“ Stoltur af Ijölskyldunni Randver segist vera mikill fjöl- skyldumaður, enda á hann góða fjöl- skyldu sem hann er stoltur af. „Ég er giftur Guðrúnu Þórðardóttur sem er leikkona. Við eigum tvö börn, Halla Björg sem er nýútskrifaður bók- menntafræðingur og Árni Þórður sem er að fara í samræmdu prófin í vor. Ég held að góð fjölskylda sé grunn- urinn að öllu en ég kynntist Guð- rúnu árið 1974 vestur á Bolungavík þar sem hún var í sumarvinnu og ég var í heimsókn.“ Þegar Randver er inntur eftir því hvernig hægt sé að viðhalda hamingjusömu sambandi svona lengi segist hann hreinlega ekki vita það. „Felst það ekki bara í því að bera virðingu fyrir makanum, sýna honum trúnað og reyna að láta hana umbera mann? Það hefur virkað hjá mér hingað til." svanhvit@bladid.net eso dekor BÆJARLIND 12 - S: 544 4420 Tilboðsvörur í mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.