blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 43

blaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 43
blaöið LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 43 Bíó um helgina KvikmyndaklúbburinrTFjalakött- urinn stendur fyrir kvikmyndasýn- ingum í Tjarnarbíói á morgun og á mánudag. Klúbburinn hefur það að markmiði að stórauka kvik- myndaúrval hér á landi með því að bjóða upp á sýningar á annars konar myndum en hefur tíðkast í kvikmyndahúsum borgarinnar undanfarin ár. Að þessu sinni verða eftirfarandi myndir sýndar: 11. mars Kl. 15 Dauðinn áferð Kl. 17 Trönurnar fljúga Kl. 19 Syndir feðranna Kl. 21:15 Solaris 12. mars Kl. 17 Andrei Rublev Kl. 20 I fyrir Indland Kl. 22 Austan við Eden Félagsgjald á vormisseri Fjalakatt- arins er 4000 krónur sem veitir aðgang að öllum sýningum á tímabilinu (um 30 myndir). Einnig eru í boði stakir miðar á 900 krónur. Nánari upplýsingar um Fjalaköttinn má nálgast á filmfest.is. UM HELGINA Kammermúsík í Bústaðakirkju Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari, Nina Kavtaradze píanó- leikari og Einar Jóhannesson klarínettuleikari koma fram á tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins í Bústaðakirkju sunnudaginn 11. mars klukkan 20. Afmælistónleikar kammerkórs Kammerkór Reykjavíkur heldur afmælistónleika í Laugames- kirkju í dag klukkan 17. Flutt verða sönglög sem kórinn hefur flutt á þeim fimm árum sem hann hefur starfað. Tónsprotinn í Háskólabíói Tónsprotinn er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói í dag klukkan 15. Flutt verða verk eftir Mozart, Berlioz, Atla Heimi og fleiri. Stjórnandi er Bernharður Wilkin- son og einsöng syngur Guðrún Ingimarsdóttir. Myndlist á Akureyri Myndlist- arkonan j.. Karen Dúa Kristjáns- dóttir opnar sýningu sína „Draugurinn - ég“ á Café Karólínu í dag klukkan 14. Pönk í Hljómalind Pönktónleikar verða haldnir í Hljómalind á morgun, sunnu- dag, klukkan 19.30. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitirnar Innvortis, Death- metal Supersquad, The Best Hardcore Band in the World og The Brat Pack. Aðgangseyrir er 500 krónur. Frægur fjallagarpur Hinn víðfrægi fjaHagarpur Steve House heldur fyrirlestur og veröur með myndasýningu um ævintýri sín (sal Ferðafélags íslands, Mörkinni 6, mánudag- inn 12. mars klukkan 20. Hann er staddur hér á landi í tilefni af 30 ára afmæli (slenska Alpafé- lagsins. Fatamarkaður menntskælinga Hópur nemenda í Menntaskólan- um í Kópavogi mun í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða kross íslands halda fata- og nytjamarkað um helg- ina til styrktar ferðasjóðs Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Markaður- inn er haldinn í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg n í dag og á morgun og stendur frá kl.n til 16 báða dagana. Allur ágóði af fata- og nytjamarkað- inum rennur í ferðasjóð Dvalar. Þar verða notuð föt og ýmis varn- ingur til sölu á vægu verði. Meðal annars verða á boðstólum föt á kon- ur og karla á öllum aldri, barnaföt, skór, handtöskur, leðurjakkar, úlp- ur, borðbúnaður, bækur og dúkar. Fötin flokkuð Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi flokka föt fyrir markað sem haldinn verður um helgina til styrktar ferðajóði Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða. Markaðurinn er lokaverkefni Rauða krossins sem boðið er upp á í áfanga um sjálfboðaliðastarf í Menntaskólanum í Kópavogi. MK var fyrsti framhaldsskóli landsins sem kennir slíkan áfanga en þetta er þriðja önnin í röð sem hann er kenndur við skólann. Auk þess að skipuleggja markað- inn vinna nemendurnir sjálfboðin störf fyrir Kópavogsdeild Rauða krossins í um einn til tvo tíma á _ viku hverri. Meðal annars starfa þeir með ungum innflytjendum, að- stoða aldraða og langveik börn og veita geðfötluðum í Dvöl stuðning. Markmiðið með starfsemi Dval- ar er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífs- gæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Athvarfið er nú að hefja sitt níunda starfsár. $ SUZUKI —er lífsstíll! I BILAR HF. ’. Sími 568 5100. ilbúinn fyrir útivistarfólkið! Suzuki Swift 4x4 Verð 1.799 þús. Afborgun á mánuði* kr. 19.676
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.