blaðið - 10.03.2007, Side 55

blaðið - 10.03.2007, Side 55
blaðið LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 55 Stöð 2 kl. 20.25 Lengi lifi suðrið The Dukes of Hazzard er eldhress gamanmynd um frændurna Bo og Luke Duke sem komast að því að spilltur embættismaður áformar að rífa sveitabæ fjölskyldunnar. Söngkonan Jessica Simpson er hér í sinu fyrsta kvikmyndahlut- verki. Kvikmyndin er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum sem nutu mikilla vinsælda í Banda- ríkjunum. Fyrir utan hlut Jessicu Simpsons í myndinni þá leika þeir Sean William Scott og Johnny Knoxvilee aðalhlutverkin en einnig bregður gamla brýnið Willie Nel- son fyrir í myndinni. Leikstjóri myndarinnar er Jay Chandrasekhar en hann er hluti af Broken Lizard genginu sem hefur meðal annars gert myndirnar Super Troopers og Beerfest. SkjárEinnkl. 21.50 Raunir framtíðar Framtíðarþáttaröðin Battlestar Galactica á dyggan hóp aðdá- enda. f þáttunum er fylgst með klassískri baráttu góðs og ills eftir að hinir iilskeyttu Cylons réðust á jarðarbúa og tortímdu milljörðum manna. Aðeins örfá geimskip komust undan og eru sfðasta von jarðarbúa. Cylons elta þau uppi en áhöfn Galactica-orrustugeimskipsins gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Þetta er lokaþáttur þannig að von er á mikilli spennu og látum. Upphaflegu þættirnir um Battlestar Galactica hófu göngu sína árið 1978 og hafa síðan þá verið í miklu uppáhaldi hjá vissum hópum. Stöð 2 Bíó kl. 00.00 Elskan, ég er njósnari Kvikmyndin True Lies er hörku- spennandi. Hún fjallar um njósnarann Harry Tasker sem er karl í krapinu. Hann starfar sem njósnari en telur fjölskyldu sinni trú um það að hann sé í raun og veru sölumaður. Hann þreytist ekki á að bjarga landsmönnum frá hryðjuverkamönnum en getur hann bjargað hjónabandi sínu? Eiginkona hans þráir spennu sem hinn leiðinlegi lífstíll eig- inmanns hennar getur engan veginn veitt henni og fer þá af stað atburðarás sem er í senn spennandi og bráðfyndin. Með aðalhlutverk fara Arnold Schwarzenegger og Jamie Lee Curtis en á meðal annarra leik- ara eru Tom Arnold, Bill Paxton, Tia Carrere og Eliza Dushku. Spielberg tryggir sér réttinn aö Tinna Teiknimyndapersónan Tinni, sem ætti að vera íslendingum góð- kunnur, mun kannski innan tíðar birtast á hvíta tjaldinu. Svo mikið er víst að margir bíða eflaust spennt- ir eftir því að geta geta barið Tinna, Tobba, Kolbein Kaptein, Prófessor Vandráð og treggáfuðu lögreglu- þjónana Skafta og Skapta augum á hvíta tjaldinu. Það er enginn annar er stórleik- stjórinn Steven Spielberg sem hef- ur tryggt sér kvikmyndaréttinn af ævintýrum Tinna. I gær var það formlega tilkynnt að Herge Studios hefði afsalað sér réttinum til fyrir- tækis Spielberg. Ólíklegt er talið að Spielberg muni sjálfur setjast í leik- stjórastólinn heldur framleiði þess í stað myndinna. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Spielberg hefur verið að eltast við kvikmyndaréttinn að Tinna síðan á níunda áratugnum. Ekki en enn ljóst í hvaða formi myndin verður en heimildir herma að hundurinn Tobbi verði tölvuteikn- aður og hefur Spielberg undir hönd- um myndefni frá Weta fyrirtæki Pet- er Jacksons þar sem Jackson sjálfur er að leika við tölvuteiknaðan Tobba. Svo mikið er víst að margir bíða eflaust spenntir eftir ævintýrum Tinna en svo er það bara spurning hvort einhver af hinum 23 Tinnabók- um verði kvikmynduð eða hvort að skrifuð verði alveg ný saga. Kaffið frá Te & Kaffi Te & Kaffi býður nú þrjár gæðablöndur í hagkvæmum 400 g umbúðum. Þú finnur kaffi við þitt hæfi frá Te & Kaffi í verslunum um land allt. stimdin - bragðið - stemningin

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.