blaðið - 15.03.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007
blaöið
VEÐRIÐ I DAG
Lægir
Dregur úr vindi síðdegis. Slydduél
eða skúrir á vestanverðu iandinu og
rigning eða slydda um tíma suðaust-
anlands. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast á
Austfjörðum.
Á MORGUN
Slydduél syðra
Vestlæg átt, 8-13 m/s og
dálítil snjókoma norðan-
lands, en slydduél fyrir
sunnan. Hiti kringum
frostmark.
VÍÐAUMHEIM 1
Algarve 18
Amsterdam 12
Barcelona 18
Berlín 11
Chlcago 9
Dublln 13
Frankfurt 14
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
11 New York
12 Orlando
s Osló
11 Palma
u París
ífl Stokkhólmur
6 Þórshöfn
10
16
9
22
14
10
9
Ósáttur íbúi í Asparfelli vegna inngöngu verktaka í leyfisleysi:
Ótrúlega mikill
ruddaskapur
Rótuöu í nærfötum ■ Búin aö kæra ■ Vitleysa, segir talsmaöur verktakans
Fóru inn af svölunum
Ung kona segir verktaka
hafa farið inn og rótað í
■■ dóti hennar. mmm
Á FÖRNUM VEGI
TRÚIR ÞÚ Á DRAUGA
OG HULDUFÓLK?
Elna María Tómasdóttir, nemi
Nei, það geri ég ekki.
Ingvar Óskar Sveinsson
Nei, ég hef aldrei gert það.
Elfsabet Jónsdóttir, nemi
Nei.
Halldór Hrafn Erlendsson,
nemi
Neits.
Gunnhildur Pétursdóttir, nemi
Nei, en ég er samt ekki alveg
viss.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Þeir fóru inn í íbúðina mina í leyfis-
leysi og án erindis. Þeir rústuðu öllu
hjá mér og rótuðu meðal annars í
nærfataskúffunni. Þetta er ekkert
annað en nauðgun á heimili mínu
og einkalífi,“ segir Heiðdís Hafdísar-
dóttir, íbúi í Asparfelli í Reykjavík.
Starfsmenn á vegum bygginga-
verktakafyrirtækisins Betri bær
fóru inn um ólæstar svaladyr á
íbúð Heiðdísar fyrir viku. Ibúðin
er á sjöttu hæð. Verktakafyrirtækið
ber því við að starfsmennirnir hafi
skipt um rúðu í íbúðinni en Heiðdís
þvertekur fyrir að það hafi verið
gert. Daginn eftir kærði hún atburð-
inn til lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu sem rannsakar nú málið.
Farið inn án leyfis
HeimirRíkarðsson.aðalvarðstjóri
hverfisstöðvar höfuðborgarlögregl-
unnar í Breiðholti, segir kæruna lúta
að svokölluðu húsbroti þar sem hús-
eiganda hafi ekki verið kunnugt um
að farið yrði inn. I skýrslum lögregl-
unnar liggur ekki fyrir staðfesting
hvort skipt hafi verið um rúðu eða
ekki. „Verktaki ber þvi við að lengi
hafi staðið til að skipta um rúður í
húsinu og að illa hafi gengið að ná
í alla íbúa. Þeir hafi því ákveðið að
fara inn og skipta,“ segir Heimir.
„Málið er til rannsóknar hjá okkur
og er komið í ferli. Mér sýnist málið
snúa að þeirri staðreynd að farið var
inn i íbúðina án leyfis en iðnaðar-
mennirnir töldu sig hafa leyfi.“
Fjárhagslegt tjón
Heiðdís segir umganginn hafa
verið sóðalegan og að skemmdir hafi
verið unnar á gólfum og gólflistum
íbúðarinnar. Hún segist hafa tekið
samstundis eftir því að farið hafi
verið inn í íbúðina. „Um íbúðina
voru fótspor um allt og grátt kítti á
gólfunum sem ég næ ekki af. Síðan
var búið að dreifa einangrunarull út
um alla stofuna, meðal annars yfir
koddann minn og sæng sem voru í
sófanum,“ segir Heiðdís. „Þeir eyði-
lögðu gólflista undir gluggunum
í stofunni og því um fjárhagslegt
tjón að ræða. Verktakinn gaf lögregl-
unni þá skýringu að þeir hafi verið
að skipta um glugga en það er bara
ekki satt.“
Vísar málinu á bug
Guðmundur Hreinsson, tals-
maður Betri bæjar og bygginga-
stjóri verksins, vísar ásökununum
alfarið á bug og segir erindi starfs-
mannanna alveg ljóst. Hann segir
útilokað að atburðirnir hafi átt sér
stað. „Það var bara verið að skipta
um rúðu og það er alveg klárt. Þeir
sem eru í glerskiptingum hjá okkur
eru sextugir menn frá Vestmanna-
eyjum og ég get ekki ímyndað mér
neinn ribbaldagang hjá þeim,“ segir
Guðmundur. „Þeir eru orðnir svo
gamlir að þeir eru örugglega búnir
að missa kynhvötina þessir karlar.
Þetta getur ekki staðist og ég vísa
þessu alfarið til föðurhúsanna.“
Ógeðslegur ruddaskapur
Aðspurð segir Heiðdís að hún
sé í algjöru sjokki eftir atburðinn.
Hún telur nokkurn tíma þurfa að
líða áður en hún jafni sig að fullu.
,Þegar ég kom inn í svefnherbergi
blasti þar við mér galopin nær-
fataskúffa og nærbuxurnar mínar
stóðu þar upp úr. Ég veit að ég
skildi ekki við skúffuna svoleiðis,“
segir Heiðdís. „Þetta er alveg
ótrúlegt. Mig langaði fyrst til að
kveikja í öllum nærbuxunum en
fór með þær allar í þvottavélina.
Mér finnst þetta bara ógeðslegt og
ótrúlega mikill ruddaskapur."
Guðmundur segir útilokað að
við slíkar ásakanir verði unað.
Hann segir alveg klárt að fullkom-
lega hafi verið farið eftir vinnu-
reglum. „Þessar ásakanir eru gjör-
samlega út í hött og ég er alveg
orðlaus. Við erum mjög vanir að
vinna fyrir húsfélög og þar er mis-
jafn sauðurinn auðvitað. Fásinnan
er þvílík og við getum ekki unnið
undir svona ásökunum,“ segir
Guðmundur.
Fjórðungur aldraðra:
30 þúsund
eða minna
Fjórðungur eftirlaunaþega fær
minna en 30 þúsund krónur á
mánuði frá Tryggingastofnun
ríkisins, og 66 prósent þeirra
telja að verslunarstörf henti
eftirlaunaþegum vel. Þetta
var á meðal þess sem viðhorfs-
könnun sem Rannsóknaset-
ur verslunarinnar lét gera í
síðasta mánuði leiddi í ljós.
Samkvæmt upplýsingum frá
Tryggingastofnun er skýring-
in á 30 þúsundunum sú, að
fjármagnstekjur og tekjur úr
lífeyrissjóðum eru farnar að
vega þungt i heildartekjum
margra eftirlaunaþega, og eiga
þeir því aðeins rétt á grunnlíf-
eyri frá Tryggingastofnun.
Roman Abramovich:
Dýrustu slit
allra tíma
Rússneski auðjöfurinn Roman
Abramovich og Irena, kona
hans, hafa náð samkomulagi
um forræði yfir börnum sínum
fimm og þá fjárhæð sem Irena
fær í sinn hlut vegna skilnað-
ar hjónanna. Fjárhæðin hefur
ekki verið gefin upp, en breskir
fjölmiðlar segja hana nema
andvirði rúmlega 700 milljarða
króna og er skilnaðurinn þar
með dýrasti skilnaður sögunnar.
Roman og Irena höfðu verið
gift í sextán ár, en ástæða skiln-
aðarins ku vera sú að Roman
hafi átt í ástarsambandi við
Dariu Zhukovu, 23 ára fyrirsætu.
Roman skipar sextánda sæti á
lista yfir ríkustu menn heims.
Dodge Ram
2500 5,9 L Disel.
1. Janúar verða settar 90 km/klst. hraðatakmarknir.
Eigum enn til bíla ó lager sem verða ón hraða-
takmarkana. Nýtt útlit, Laramie búnaður, leður, allt
rafknúið, klædd skúffa, ofl. Tveggja ára ábyrgð,
þjónustaður af Ræsi.
Sýningarbíll á staðnum.
Oklcar verð: 4.400 þús.
www.sparibill.is
Skúlagötu 17
Sími: 577 3344
Dómur mildaöur vegna óútskýrðra tafa:
Tók rúm tvö ár að ákæra
„Þetta er algjörlega ótækt. Fordæmi
fyrir þessu eru of mörg, ekki síst
í kynferðisbrotamálum, þar sem
mál ýmist falla niður eða vægir
dómar fást. Það er mjög alvarlegt
mál ef rannsókn er ábótavant eða
hún dregst á langinn, sérstaklega í
málum sem ekki alltaf ná alla leið i
kæru,“ segir Sigþrúður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastýra Samtaka
um kvennaathvarf.
Á mánudag var karlmaður
dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands
í tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir líkamsárás. Árásar-
maðurinn réðst að konu og barði
hana í andlitið með þeim afleið-
ingum að hún nefbrotnaði og fékk
heilahristing. Þótti fullsannað að
árásin hefði átt sér stað en rúm tvö
ár liðu hins vegar frá því að brotið
var framið og þar til ákæra var gefin
út á hendur manninum. í dómnum
er sérstaklega tekið tillit til þess
hversu langan tíma málið tók og
tekið fram að engar skýringar sé að
finna á þeim drætti sem varð.
Kolbrún Benediktsdóttir, full-
trúi hjá ríkissaksóknara, bendir
á að ákveðnar vinnureglur séu
gefnar út af embættinu til að tryg-
gja málsmeðferð innan ákveðins
tíma. Hún segir dóm mildaðan
ef um óskýrðan drátt sé að ræða.
„Það er ekki gert upp á milli mála-
flokka en því miður hafa ofbeldis-
mál oft tekið of langan tíma. Þetta
hefur reynst vandamál og eitthvað
sem ákæruvaldið þarf að taka á sig,“
segir Kolbrún.
Lengi að ákæra Karlmaður hlaut
tveggja mánaða skilorðsbundiö
fangelsi eftir að hafa ráðist á konu af
tilefnislausu.