blaðið - 15.03.2007, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007
bla6ið
INNLENT
BRUNI
Eldur í byggingu Landsnets
Eldur kviknaði í tengibyggingu Landsnets skammt
frá Hellisheiðarvirkjun rétt fyrir miðnætti í gær.
Engan sakaði og lítið var um skemmdir, og segir lög-
reglan á Selfossi að rétt viðbrögð starfsmanns hafi
valdið því að ekki fór verr.
SKÝRSLA FRÁ UMHVERFISSTOFNUN
Óleyfilegt magn koffíns í orkudrykkjum
Að minnsta kosti þrír orkudrykkir sem fást hér á landi inni-
halda óleyfilegt magn koffíns, en leyfilegt magn er 150 mg
í hverjum lítra. Drykkirnir eru Bomba, Cult og blár Magic.
Þetta kom fram I mælingu matvælasviðs Umhverfisstofn-
unar sem gerð var í lok árs 2005. sambærileg rannsókn.
DÓMSMÁL
280 þúsund fyrir að sparka í bílstjóra
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann til að
greiða 180 þúsund króna sekt í ríkissjóð og tæþlega
100 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa sparkað
tvívegis í strætisvagnabílstjóra við Hlemm með þeim
afleiðingum að hann marðist á vinstri handlegg.
Bagdad í írak:
Færri dauðsföll
Iraski hershöfðinginn Qassim
Musawi segir að hert sókn banda-
rískra og íraskra öryggissveita
gegn uppreisnarmönnum í Irak
hafi skilað miklum árangri í höf-
uðborginni Bagdad. Þrátt fyrir að
sjálfsvígsárásir séu enn daglegt
brauð, hefur tala látinna frá upp-
hafi sóknarinnar þann 14. febrúar
lækkað í 265, samanborið við
1.440 mánuðinn áður. Þá fækkaði
bílsprengjum úr 56 í 36 á sama
tímabili.
Fjöldi látinna hefur hins vegar
aukist á mörgum svæðum utan
höfuðborgarinnar þó að hershöfð-
inginn hafi ekki gefið upp neinar
tölur þar að lútandi.
Baugsmalið:
Poppstjarnan Jón
Frank Williams, eigandi Willi-
ams Fi-liðsins, skrifar grein í
Morgunblaðið í gær þar sem hann
hrósar Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
í hástert. Segir hann meðal ann-
ars Jón Ásgeir vera heiðarlegan og
ákveðinn, og líkjast frekar á popp-
stjörnu en viðskiptajöfri.
Williams segist eiga bágt með
að trúa því að Jón Ásgeir sé viðr-
iðinn viðskiptaglæpi og að hann
hafi verið mjög undrandi þegar
Baugsmálið svokallaða kom upp.
Og hann endar greinina á að segj-
ast vona að Jón Ásgeir fái vinnu-
frið þannig að „íslenska þjóðin
geti notið hinna frábæru hæfi-
leika sem Jón Ásgeir býr yfir“.
Breska leikfangakeðjan
Hamleys sem Baugur á selur
leikfangabíla með merkjum
Williams-liðsins.
Félag dúldagninga- og
veggfóðrarameistara
LÁTIÐ FAGMANN
VINNA VERKIÐ!
- Dúkalögn
- Veggfóörun
- Teppalögn
dukur@simnet. is - www.dukur.is
veiá/utevtmi.óá
• y/Z/ar ferftn- d/ef/r/k"//(eejr)f
RYMINGARSALA!
VERSLUNIN HÆTTIR í DAG!
Opnum LAGERÚTSÖLU í Síóumúla
3-5 mánudaginn 19. mars kl. 12
CARO
Ásnum @ Hraunbæ 119 © sími 567 7776 Opið kl. 12-18
Varaformaður Samfylkingarinnar um auðlindafrumvarpið:
Bastarðurinn
illa skilgreindur
■ Óskýrt frumvarp að mati sérfræðinga ■ Reynt að keyra í gegn með hraði
■ Stjórnarflokkarnir eru samstiga
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ég get alveg staðfest að það var
samdóma álit sérfræðinga að frum-
varpið er ekki nægjanlega skýrt,
bæði í orðalagi og efnisinnihaldi,"
segir Eiríkur Tómasson, prófessor í
lögfræði við Háskóla íslands.
Sérnefnd um stjórnarskrármál
fundaði stíft í fyrrakvöld og allan
gærdag um frumvarp ríkisstjórn-
arflokkanna um auðlindir þjóðar-
innar. Fyrir nefndina hefur komið
fjöldi sérfræðinga. Ein helsta gagn-
rýnin er á þá vegu að frumvarpið
sé óskýrt og að það kunni að treysta
núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi
frekar í sessi.
Talsverðar efasemdir
Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-
formaður Samfylkingarinnar og
nefndarmaður í sérnefnd um stjórn-
arskrármál, telur frumvarpið skapa
óvissu eins og það liggur fyrir nú.
Hann segir stjórnarandstöðuna
einhuga um að tryggja þjóðareign
á auðlindunum. „Sérfræðingar
hafa talsverðar efasemdir um frum-
varpið og telja að réttaróvissa muni
aukast. Efasemdir sérfræðinganna
eru mjög svipaðar og í þá veru að nú-
verandi kerfi myndi styrkjast,“ segir
Ágúst Ólafur.
„Vinnubrögðin eru gagnrýnd þar
sem reynt er að keyra í gegn róttækar
breytingar á stjórnarskránni með
hraði. Mér finnst skilningur stjórn-
arflokkanna vera mismunandi og
það er í raun ótækt. I mínum huga
er þetta illa skilgreindur bastarður
af áður vel unnum hugmyndum
auðlindanefndar."
Ólíkar athugasemdir
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
sérnefndarinnar, segir verkið
hálfnað og að í dag muni nefndin
halda áfram að kalla til sérfræðinga.
Hann þvertekur fyrir ósamstöðu
milli stjórnarflokkanna í málinu
þó að einstaka þingmenn geti verið
ósammála.
„Það hafa komið margar og ólíkar
Reynterað keyra í gegn rót-
tækar breytingar
p« *'* með hraði
Ágúst Ólafur Ágústsson,
varaformaður
Samfylkingarinnar
Mikið ofsagt að
mKmjL ýÖ stjórnarflokk-
arnir séu ekki
Ky ’ ^.r samstiga
BirgirÁrmannsson,
! þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
athugasemdir, það er ekkert laun-
ungarmál. Nefndin hefur markvisst
leitað til þeirra sem hafa verið að
setja fram athugasemdir í umræð-
unni,“ segir Birgir. „Ég er eðlilega
bjartsýnn á að lending náist. Við
erum í miðjum nefndarstörfum
en það er mikið ofsagt að stjórn-
arflokkarnir séu ekki samstiga.
Sá ágreiningur hefur að minnsta
kosti ekki komið fram í störfum
nefndarinnar."
Abbas og Haniyeh 1 Palestínu funda:
Kosið um nýja stjórn
Ahmed Bahar, forseti palestínska
þingsins, segir að þingið muni koma
saman, ræða um og greiða atkvæði
um nýja þjóðstjórn Palestínumanna
á laugardaginn næstkomandi.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu,
og Ismail Haniyeh forsætisráðherra
náðu samkomulagi um skipan stjórn-
arinnar og stjórnarsáttmála á fundi
sínum í gær. Abbas og Haniyeh
munu hittst aftur í dag til að ganga
frá lausum endum samkomulagsins.
Á heimasíðu fréttastofunnar Ha-
aretz kemur fram að liðsmenn úr
röðum Hamas-samtakanna muni
skipa níu ráðherrastóla, en Fatah sex.
Lengri tíma tók að ná samkomulagi
milli fylkinganna en vonast var til í
fyrstu.
Haniyeh og Abbas Þing kýs um ný)
á laugardaginn.
þjóðstjórn Palestlnumanna
NordicPhotos-AFP