blaðið - 15.03.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007
blaAiA
fyrir heilsuna
og bragðlaukana
o
S
l
o
I VOGABÆR
j? Sími 424 6525 www.vogabaer.is
GEKA/ÞIGGJA
UTAN ÚR HEIMI
FRAKKLAND
Le Pen kominn með undirskriftirnar
Jean Marie Le Pen, formaður franska hægri öfgaflokksins Front National,
tilkynnti í gær að hann gæti boðið sig fram í frönsku forsetakosningunum í
næsta mánuði. Le Pen hafði gengið erfiðlega að safna þeim fimm hundruð
undirskriftum kjörinna fulltrúa sem til þarf til að hægt sé að bjóða sig fram.
Sjö frambjóðendum hefur nú tekist að safna nægilegum fjölda undirskrifta.
ísland og Evrópusamband-
ið Evrópunefndin kynnti
niðurstöður skýrslunnar á
þriðjudag. Mynd/Kristinn
Evrópunefnd um hugsanlegar aðildarviðræður við ESB:
ísland fengi sömu
hlutdeild og Malta
■ Breyta þarf stjórnarskránni fyrir inngöngu ■ Aðildarferlið tekur tvö til þrjú ár
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
magnus@bladid.net
Island fær sömu hlutdeild og Malta
innan stofnana Evrópusambandsins
fari svo að Island gangi í Evrópusam-
bandið. Malta er það riki sem
hefur minnsta hlutdeild allra
innan sambandsins. Þetta
kemur fram í skýrslu þver-
pólitískrar nefndar um
Evrópumál sem Davíð
Oddsson, fyrrum forsætis-
ráðherra, skipaði í júlí 2004.
Nefndin var skipuð tveimur
fulltrúum úr hverjum stjórnmála-
flokki, utan Frjálslynda flokksins
sem átti einn fulltrúa i nefndinni.
Þrátt fyrir að Evrópunefndin hafi í
skýrslu sinni ekki tekið sameiginlega
afstöðu um hvort Island ætti að gerast
aðili að Evrópusambandinu, var farið
itarlega yfir ýmis álitamál ðr lúta að
hugsanlegri aðild.
ísland ekki í biðröð
Eitt þeirra mála sem nefndin
kynnti sér var ferli hugsanlegra að-
ildarviðræðna og er niðurstaðan sú
að ísland þyrfti ekki að bíða í biðröð
yrði gengið til aðildarviðræðna. I við-
tali við Olli Rehn, sem fer með stækk-
unarmál innan ESB, kemur fram að
ekki ætti að taka nema tvö til þrjú
< ár fyrir Island að gerast aðili
að sambandinu. Er verið að
tala um tímann frá því að
aðildarviðræður hefjast og
þar til gengið er formlega í
ESB. Þetta kemur til vegna
þess að ísland er lítið ríki og
því þyrfti ekki mikinn mann-
afla af hálfu ESB til viðræðnanna.
Enn fremur flýtir fyrir að ísland er
nú þegar aðili að samningunum um
Evrópska efnahagssvæðið (EES) og
Schengen og því myndu viðræðurnar
að mestu leyti snúast um málaflokka
utan þessara samninga.
Annar hluti ferlisins er að gera
þyrfti breytingar á íslensku stjórnar-
skránni því aðild að Evrópusamband-
inu felur í sér framsal til yfirþjóðlegra
stofnana. Breytingar á stjórnarskrá
krefjast samþykkis tveggja þinga með
þingrofi og almennum kosningum á
milli. Enn fremur hefur komið fram
í máli allra stjórnmálaflokkanna
að aðild að ESB yrði borin undir at-
kvæði þjóðarinnar. I því samhengi
má benda á að Noregur hefur tvívegis
sótt um aðild að Evrópusamband-
inu en í bæði skiptin hafnaði norska
þjóðin aðildinni.
Á sama báti og Malta
Evrópusinnar hafa löngum bent á
að með fullri aðild að ESB fái Island
fullan aðgang að ákvarðanatöku
innan stofnana sambandins og þar
með að taka þátt í mótun löggjafar
innan ESB. Sá aðgangur er í dag undir
EES-samningnum takmarkaður við
upphafsstig löggjafarferlisins.
Hversu mikla hlutdeild ísland
fengi í stofnunum ESB við aðild er
samkomulagsatriði og viðfangsefni
aðildarviðræðna. Þó verður að teljast
líklegt að Island fengi sömu hlutdeild
og Malta þar sem löndin hafa svip-
aðan íbúafjölda.