blaðið - 15.03.2007, Síða 10

blaðið - 15.03.2007, Síða 10
FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 bla6i6 létust í árás létust eftir árás byssumanna á rútu í suðurhluta Taílands í gær. Lögregla grunar múslímska uppreisnar- menn, en rútan var á leið frá Yala-héraði til borgarinnar Hat Yai. Um tvö þúsund hafa látist í landshlutanum frá þvi að átök brutust þar út að nýju í byrjun árs 2004. ísrael E Eurovision-lag fær að keppa Stjórnendur Eurovision-söngvakeppninnar hafa heimilað þátttöku ísraelska framlagsins „Push the Button" í keþþninni í ár. Margir eru ósáttir og hafa bent á að texti lagsins sé of pólitískur. Han fjalli um við kjarnorkuáætlunum Irana. Tsvangirai heldur baráttunni áfram Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simb- abve, segist ætla að halda baráttu sinni áfram eftir að hann og tólf samstarfsmenn sættu barsmíðum í haldi lögregl- unnar. Læknar telja að höfuðkúpa Tsvangirai hafi brákast en hann var tekinn um helgina í höfuðborginni Harare. ichelle* fcrotwear • fashion • accessories ATH! opið til kl 21:00 fimmtudag ISI léttir og liprir ‘VafrnM Skóverslun Kringlunni 8-12 Sigurboginn Laugaveg 80 Sími 5611330 www.sigurboginn.is Nokkur mikilvæg atriði um póstkassa og bréfalúgur Samkvæmt byggingareglugerð nr. 441/1998, grein 80.2 með síðari breytingum. eiga bréfalúgur að vera minnst 2,5 x 26 cm að stærð í 1 til 1,2 metra hæð frá gólfi. Sama gildir um einstaka póstkassa. Póstkassar og bréfalúgur eiga að vera á eða við útihurðir á ein-, tví- eða fjölbýlishúsum. Þar sem fleiri en þrjár íbúðir hafa sameiginlegan aðgang verða húseigendur að setja upp póstkassasamstæður. Póstkassasamstæður skulu festará vegg þanníg að neðsta bréfarifa sé að lágmarki 70 cm frá gólfi og efsta bréíarifa ekki ofar en 175 cm frá gólfi. Gætið þess að bréfberar eigi ávallt greiða leið að bréfalúgum og póstkössum. næg lýsing sé og póstkassar tæmdir reglulega. Þjónustuver | sími 580 1200) postur@postur.is | www.postur.is S- i.Sl •. /•' Útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz Talið e r að á aðra milljón gyðinga hvaðanæva úr Evrópu hafi verið myrtir íAuschwitz á striösárunum. Hetju úr síðari heimsstyrjöldinni heiðruð: Bjargaði þús- undum barna ■ Kom börnunum fyrir hjá pólskum fjölskyldum og í klaustrum ■ Lítur ekki á sig sem hetju Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Pólska þingið heiðraði í gær hina 97 ára gömlu Irenu Sendlerowu sem bjargaði vel á þriðja þúsund gyðingabarna á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Senderowa starfaði sem félagsráð- gjafi á stríðstímanum og skipulagði björgunaraðgerðirnar í gyðinga- hverfinu í Varsjá, höfuðborg Pól- lands, með hjálp pólsku andspyrnu- hreyfingarinnar. Sendlerowa lifir nú rólegu lífi á hjúkrunarheimili í Varsjá. Gestapo, öryggislögregla nasista, tók Sendlerowu höndum á sínum tíma og pyntaði, en þrátt fyrir það kom hún ekki upp um aðgerðir sínar eða félaga sinna. Sendlerowa var dæmd til dauða árið 1943 en tókst með naumindum að komast hjá því að vera leidd fyrir aftökusveit, eftir að félagar hennar mútuðu öryggis- verði sem sleppti henni lausri. Vegna starfs síns sem félagsráð- gjafi var henni leyfður aðgangur inn í gyðingahverfi borgarinnar. Þegar hersveitir nasista hófu að flytja gyð- inga í dauðabúðir, setti hún saman sérstaka sveit manna sem tókst að koma miklum fjölda gyðingabarna í öruggt skjól. Sumum börnunum var smyglað út í sjúkrabílum og verkfæratöskum verkamanna, en öðrum tókst að flýja um holræsi eða leynigöng. Við upphaf stríðsins bjuggu 1,3 milljónir manna í Varsjá. Þar af voru 380 þúsund gyðingar, sem gerði gyðingasamfélag borgarinnar hið stærsta í heimi ef frá er talið það sem var í New York-borg í Bandaríkj- unum. Nasistar byrjuðu fljótlega að vinna í því að hafa uppi á og einangra gyðinga í borginni. Múrar voru Irena Sendlerowa Skipulagði sveit manna sem tókst að koma að minnsta kosti 2.500 börnum. reistirtil að skiljagyðingahverfiborg- arinnar frá öðrum borgarhlutum og neyddust gyðingar til að ganga um merktir armböndum með Davíðs- stjörnu. Tæplega fjögur hundruð þúsund gyðingum var komið fyrir í litlu hverfi í borginni þar sem sjúk- dómar grasseruðu og fólkið bjó við gríðarlegan skort. Talið er að um fjögur þúsund manns hafi látist í hverjum mánuði á þessum upphafs- árum stríðsins. Dauðarefsing lá við því að aðstoða gyðinga í Póllandi á þessum tíma og tóku Sendlerowa og samverkamenn hennar mikla áhættu á degi hverjum. I viðtali við BBC segir Sendlerowa að hún hafi gert sér fulla grein fyrir áhættunni. „Ég var hins vegar alin upp þannig að það eigi að bjarga þeim sem eru að drukkna, óháð trú- arbrögðum eða þjóðerni." Eftir að börnunum hafði verið komið út úr gyðingahverfinu voru þau sett í sérstök skjól til bráðabirgða þar sem þeim var kennt að hegða sér eins og pólskir kaþólikkar, áður en þeim var komið fyrir í klaustrum eða hjá pólskum fjölskyldum. Glæsilegar Yfirhafnir - Ný Sending Nýtt kortatímabil VEPÍdísfÍlUl við Laugalæk • sími 553 3755

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.