blaðið - 15.03.2007, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 1S. MARS 2007
blaöið
fólki
folk@bladid.net
HEYRST HEFUR
SAMKVÆMT fréttum er Jude Law
á leiðinni aftur til landsins. Að
þessu sinni verður hann einn á
ferð og heimsóknin því miðuð að
skemmtun frekar en fjölskyldusam-
veru eins og síðast. Islenskar konur
mega því fara að gera sig klárar
því síðast sátu þær um piltinn
svo tugum skipti á Hótel Nordica.
Þó er það ein sem á væntanlega
meiri séns en
aðrar, Halla
Vilhjálmsdóttir.
Spurningin er
aðeins hvort hún
sé sátt við piltinn,
sem ku hafa gert
sér dælt við
aðrar yngis-
meyjar í
millitíð-
inni...
BAUGSBÁTURINN Thee Viking
var fullur af Bítladiskum eins og
kom fram í vitnisburði í Baugsmál-
inu. Tryggvi Jónsson, sá er keypti
diskana, virðist því smekkmaður
á tónlist. Eflaust hefði
Jón Ásgeir getað
fengið þá Paul
McCartney og
Ringo Starr
til að koma og
spila um borð
en gárungar segja
þóknun þeirra
dekka
kostnað
geisladiska-
kaupanna
hjá
Tryggva...
COCA COLA kynnir nú nýjan
gosdrykk, Zero, eða núllið. Drykk-
urinn er sykurlaus
og verður markaðs-
setningin á honum
sú stærsta sinnar
tegundar að sögn
Vífilfells. Flaskan
skartar meðal
annars fáklæddri
konu og ten-
ingum sem gætu
staðið fyrir fjár-
hættuspil. Má
þvívænta orða
í belg frá femín-
istum og SÁÁ á
næstunni...?
HVAÐ Fundust engin fingraför
Fir^NST eftir hitalampaþjófinn?
ÞER?
„Nei, en hann hlýtur að vera með græna fingur."
Helga Braga Jónsdóttir
Verður með uppistand i
kvöld Mynd/Ámi Sæberg
H -á A. ... \ fflfl
■K.. ^ - •v^P'
Franskar konur fitna víst!
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Helga Braga Jónsdóttir er ein fyndn-
asta kona landsins. Hún hefur líka
nóg að gera og mun skemmta áhorf-
endum í kvöld á Fyndnasta manni
íslands. En hún sinnir einnig öðru.
Hún kennir daður, sjálfstyrkingu og
er fararstjóri í Frakklandi, nánar til-
tekið í París.
„Já, ég og Edda Björgvins leikkona
erum með kvennaferðir til Parísar
og það er orðið uppselt! Þetta er
svakalega gaman og mikið fjör hjá
okkur. Ég þekki París ágætlega
síðan ég var þar sem au pair eftir að
ég útskrifaðist með stúdentsprófið.
Ég kann líka frönsku - Parlez vous
francais?“
Blaðamaður svaraði þvi neitandi.
Helga varð vör við mikinn ágang
franskra karlmanna á sokkabands-
árum sínum í París.
„Já, Guð! Þegar ég var þarna fékk
ég mér alltaf rauðvín og ís og fitn-
aði svolítið. Svo er sagt að franskar
konur fitni ekki! Ég fitnaði í Frakk-
landi en það var bara til að verjast
ágangi karlmanna! Ég át bara á mig
aukakíló til að hrinda þeim í burtu,
eitthvað verður maður að gera, skil-
urðu! “
Helga segir Islendinga geta lært
að daðra betur.
„Þegar ég varþama þá
fékk ég mér alltaf rauðvín
og ís og fitnaðí svolítið.
Svo ersagtað franskar
konur fitni ekki! En ég fitn-
aði í Frakklandi en það var
bara til að verjast ágangi
karímanna!“
„Ég kenni ýmis námskeið, t.d.
listina að verða dama, förðun, sjálf-
styrkingarnámskeið ýmiskonar
og svo daður. Islendingar eru pínu
feimnir í daðri og kenni ég því um
hversu norðarlega við erum á jarðar-
kringlunni. Ég bendi á fleiri aðferðir
í daðri en við höfum notað hingað
til og við mættum taka Itali til fyr-
irmyndar sem kyssast 10 sinnum
og eru miklu opnari, kunna að tjá
sig betur. Við erum svo lokuð oft á
tíðum. Nema þegar við dettum í það.
Þá bresta allar flóðgáttir. Þannig að
við mættum finna einhvern meðal-
veg í þessu, sem ég reyni að miðla.“
Helga segir daginn í dag, V-dag-
inn, mikilvægan í baráttunni gegn
ofbeldi á konum.
„Tvímælalaust. Ég sá heimildar-
mynd um daginn um konuna sem
byrjaði með Píkusögurnar. Þar var
innslag með afrískri konu sem hjálp-
aði ungum stúlkum sem áttu að gang-
ast undir umskurð. Stúlkunum er
útskúfað úr samfélaginu ef þær neita
aðgerðinni og þessi kona helgaði
sig þeim algerlega og skaut yfir þær
skjólshúsi ásamt því að fræða þær
um afleiðingar umskurðarins. Þar
notaði hún stóra mynd af risastórri
svartri píku og var kennslan mjög
myndræn en áhrifarík. Þessi kona
ferðast fótgangandi og berfætt um
alla Afríku og er hörkudugleg. Síðan
þegar hún varð spurð hvað væri hægt
að gera til að hjálpa henni svaraði hún
því til að það eina sem hana vantaði
væri jeppi! Annars trúi ég því að hver
og ein kona þurfi að byrja á sjálfri sér
og sínu nánasta umhverfi og reyna
að uppfylla drauma sína í stað þess
að hjakka í einhverju fari sem aðrir
ákveða. Það er raunverulegt frelsi,“
sagði Helga að lokum.
BLOGGARINN...
Samfylkingar-
sjálfsvig
„Hrun Samfylkingarinnar er hastar-
legra en nokkur álitsgjafi hafði þoraö
að spá. Tæplega er það Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur að kenna, að
önnur hver íslenzk kona er komin yfir
í Vinstri græna. Líklegra er,
að Samfylkingin hafi
misst af umhverfis-
lestinni og framið
sögulegasta
sjálfsvíg íslenskra
stjórnmála."
Jónas Kristjánsson
www.jonas.is
Kynferðisofbeldi
í auglýsingum
„Nú hefur Dolce and Gabbana
ákveðiö að hætta að auglýsa á Sþáni.
Ástæðan? Jú, auglýsing frá þeim var
bönnuð á Spáni og til varnar tjáning-
arfreisinu ákvað fyrirtækið að hætta
alfarið að auglýsa á Spáni. Dolce og
Gabbana eru sem sagt móðgaðir
af þvíað þeir máttu ekki auglýsa
föt meö þeim hætti að sýna konu
sem haldið var niðri af karimanni á
meðan aðrir karlmenn stóðu i kring
og horfðu á.“
Katrín Anna Guðmundsdóttir
hugsadu.blog.is
Kyntáknið Davið Þór
„Það erunun að fylgjast með
því hvernig hann klæðirsig og svo
eru hnyttin tilsvörhans eitthvað sem
fær mig til að sitja pikkföst við
skjáinn yfir spurningakeppni fram-
haldsskólanna Gettu betur. Býst
líka stöðugt við að hann
komi mér á óvart því
það er greinilega
lítill prakkari í dóm-
aranum. Stelpurnar
eru sammála mér
þó við séum ekki endi-
lega á því að þarna sé
löðrandi kynþokki
á ferð heldur
eitthvað allt ,
annað og (\1 '
jafnvel enn A j
betra!" |
jTs
ir
Elly Ármanns
ellyarmanns.blog.is
Su doku
1 2 4 3 8 6
5 3 1 7 2
2 5 1
8 3 6 1 9
5 9 4
6 7 8 3
3
4 6 5
7 9
Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
HERNIAN
eftir Jim Unger
C LaughlngSlock Inlomattonal lnc./dist. by Unilod Medía, 2004
Við erum búin að borða heima. Við vildum
bara sjá hversu mikið við spöruðum.