blaðið - 15.03.2007, Síða 22

blaðið - 15.03.2007, Síða 22
30 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 blaóiö heilsa á heilsa@bladid.net Húðæxlum fjölgar Tíðni húðæxla hefur tvöfaldast hér á landi á síðustu tíu árum og nú greinast að meðaltali 55 manns á ári með sortuæxli í húð, 55 með önnur húðæxli og um 210 manns með svokölluð grunnfrumuæxli. Sortuæxli eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins. Heilsa á vefnum Á vefsvæðinu island.is sem opnað var á dögunum má með- al annars nálgast upplýsingar um ýmislegt sem tengist heilsu og heilbrigðiskerfinu, allt frá almannatryggingum og réttindum sjúklinga til bráðaþjónustu og heilsugæslu. Mikil gosdrykkjaneysla hefur slæm áhrif á heilsuna Tengsl offitu og gosdrykkjaneyslu Gosdrykkir slæmir fyrir heilsuna ÍSamhengi er á milli gosdrykkjaneyslu og slæms mataræðis auk þess sem henni fylgir aukin hætta á offitu samkvæmt niöurstöðum samantektar vísindamanna við Yale-háskóla. T7T r Of mikiö koffín Koffínmagn reyndist yfir leyfilegum mörkum í þremur orkudrykkjum í könnun sem Umhverfisstofnun lét gera í árslok 2005. Koffínmagn annarra drykkja var innan leyfilegra marka. Mældir voru sjö orkudrykkir, tíu almennir gosdrykkir, tveir kakódrykkir og einn jurtadrykkur. Leyfileg mörk eru 150 mg/l en í þremur tilfellum fór magniö yfir það. Drykkirnir Bomba, Cult og blár Magic reyndust allir vera yfir þessum mörkum. Koffínmagn drykkja var einnig mælt árið 1999 og voru mælingarnar nú gerðar á sama hátt og þá. Þegar mælingar á sömu drykkjum eru bornar saman kemur í Ijós að koffín- magn flestra hefur aukist verulega. m MUITI-VIT Náttúruleg fjölvítamín með steinefnum Véhn béctietm tyrir þarfir lilvndmgé 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. CaSpj n9í heilsa ilvii -hafðu þaö gott Skýrt samband er á milli neyslu sykraðra gosdrykkja (ekki diet- gosdrykkja) og slæmr- ar næringar fólks auk þess sem henni fylgir aukin hætta á offitu og sykursýki. Þetta eru niðurstöður samantektar sem vísindamenn við manneldismiðstöð Yale-háskóla gerðu og birt er í nýj- asta hefti ritsins American Journal ofPublicHealth. Vísindamennirnir báru saman og greindu niðurstöður nærri 90 rann- sókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Komust þeir að þeirri niður- stöðu að sterk vísindaleg rök mæli með því að almenningur dragi úr neyslu gosdrykkja. Gosdrykkir og sykursýki Ein rannsóknin náði til meira en 91.000 kvenna sem fylgst var með í átta ár. í ljós kom að þær konur sem drukku meira en einn gosdrykk á dag voru tvisvar sinnum líklegri til að fá áunna sykursýki á þeim tíma „Kannanir á mataræði bama og unglinga á íslandi hafa leitt í Ijós að gosdrykkjaneysla ermikil meðal þeirra, ekki síst hjá drengjum og hefur sú neysla veríð tengd við aukna tíðni offitu og of- þyngdar hér á landi." sem rannsóknin fór fram en þær sem drukku einn gosdrykk eða færri á mánuði. Magn gosdrykkjarins er ekki tilgreint nánar í greininni en tekið er fram að neysla eins gos- drykkjar á dag sé undir landsmeðal- tali í Bandaríkjunum. Þegar konur drukku sykurskerta gosdrykki (diet-gosdrykki) í stað sykraðra jókst ekki hættan á að þær fengju sykursýki. Vísindamennirnir álykta að þessar niðurstöður einar og sér gefi tilefni til að fólk hafi alvar- legar áhyggjur af gosdrykkjaneyslu, ekki síst í ljósi þess hve áunnin sykur- sýki hafi aukist hjá börnum. Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, mat- væla- og næringarfræðingur við Rannsóknastofu í næringarfræði, segir að erfitt sé að sýna fram á að sykurneysla valdi beinlínis sykur- sýki og fáir séu á þeirri skoðun. „Það eru þekkt tengsl á milli of- þyngdar og gosdrykkjaneyslu og ofþyngdin er náttúrlega einn af sterkustu áhættuþáttum fyrir áunna sykursýki þannig að mig grunar að það sé nú líklegri skýring að tengslin séu þar í gegnum offituna en að gos- drykkjaneyslan geti beint haft áhrif á sykursýkina sem slíka,“ segir hún. Mikil gosdrykkjaneysla íslenskra bama Kannanir á mataræði barna og ung- linga á íslandi hafa leitt í ljós að gos- drykkjaneysla er mikil meðal þeirra, ekki síst hjá drengjum og hefur sú neysla verið tengd við aukna tíðni offitu og ofþyngdar hér á landi. Þá hefur þessi mikla neysla slæm áhrif á tannheilsu barna og unglinga. „Við vitum það að gosdrykkjaneysla er mjög sterkur áhættuþáttur fyrir offitu og við sjáum hjá níu ára strák- um að þeir sem eru of þungir drekka meira gos en það er náttúrlega bara þversniðsrannsókn og við vitum ekk- ert hvað kemur á undan og eftir í því samhengi,“ segir Ingibjörg. Samantekt bandarísku vísinda- mannanna leiddi einnig í ljós sam- hengi milli mikillar neyslu á sykruð- um gosdrykkjum og lítillar neyslu á mjólk og öðrum vörum sem eru kalkríkar eða fullar af mikilvægum næringarefnum. Svipaðar niðurstöður komu út úr könnun á mataræði íslenskra barna og unglinga 2003-2004 þar sem neikvæð fylgni reyndist vera milli neyslu gos- og svaladrykkja og mjólk- urdrykkja. Samantektin leiddi enn fremur í ljós að áberandi munur var á niður- stöðum rannsókna á heilsufarsleg- um áhrifum gosdrykkjaneyslu eftir því hvort þær voru fjármagnaðar af gosdrykkjaframleiðendum eða ekki. Þannig voru meiri líkur á að nið- urstöður rannsókna sem nutu fjár- mögnunar framleiðenda væru þeim hagstæðari en niðurstöður óháðra rannsókna. LÆRÐU AÐ NOTA ILMKJARNAOLIUR Námskeið um meðferð og notkun ilmkjamaolia * Áhrif ilmkjarnaolía á líkama og huga * Blöndun og uppskriftir * ítarleg umfjöllun um 20 algengar ilmkjarnaolíur * Vegleg námskeiðsmappa fylgir * Allt efni innifalið Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rúna Björk Smáradóttir, ilmkjarnaolíufræðingur. Palmarosa Upplýsingar og skráning á www.palmarosa.is eða í síma 691 3129 (Rúna) Landsbankinn Traustur bakhjart Islenska dansflokksins VörÖu- og Námufélagar fá 50% afslátt á sýningar íd. SOLITARY r André Gingras IN THE NAME OF THE LAND eftir Roberto Oliván SÝNINGAR: 18.03 - 25.03 - NÆSTSÍÐASTA SÝNING! MIÐASALA: s. 568 8000 - www.id.is -----\ ;____________________ Hvort í sínu herbergi Aðskilin svefnherbergi vinsæl Æ fleiri hjón kjósa að sofa hvort ísinu svefn- herberginu til að bæta hjónabandið. Æ fleiri pör í Bandaríkjunum vilja fá tvö aðskilin svefnherbergi þegar þau láta byggja ný hús. Það gera þau í því skyni að styrkja hjónabandið. I nýlegri könnun sem gerð var á vegum Samtaka húsasmiða í Banda- ríkjunum er því spáð að árið 2015 verði aðskilin hjónaherbergi í sex af hverjum tíu nýjum sérsmíðuð- um húsum. Að baki þessari þróun liggur þörf fólks fyrir góðan nætur- svefn þar sem sérfræðingar segja að skortur á honum geti valdið spennu í hjónabandinu. Þeirsegjajafnframt að aðskilin svefnherbergi hjóna hafi oft bætt hjónabönd. Hagsýni ræður för Hingað til hefur verið litið á það sem merki um að brestir séu komn- ir í hjónabandið þegar hjón kjósa að sofa hvort í sínu herberginu. í mörg- um tilfellum virðist það þó vera gert af nauðsyn og hagsýni. Fullorðinni manneskju er nauð- synlegt að fá sjö til átta tíma næt- ursvefn en ýmislegt getur komið í veg fyrir það svo sem hrotur maka, ótímabærar salernisferðir, umönn- un barna og vaktavinna. Segir ekkert um kynlífið Breytt hlutverkaskipan kynjanna hefur gert það að verkum að enn brýnna er en áður að ráða bót á vand- anum enda taka bæði kynin þátt i barnauppeldi og vinna á óregluleg- um tímum nú til dags. Stephanie Coontz sem er sérfræð- ingur í málefnum fjölskyldunnar sagði í viðtali við bandaríska dag- blaðið New York Times á dögunum að mörg pör hefðu fulla trú á að þau væru í góðu hjónabandi þó að þau væru ekki sérlega hrifin af því að sofa í sama herbergi. „Ég held að það segi ekkert um kynlíf þeirra,‘ bætti hún við.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.