blaðið - 15.03.2007, Page 27

blaðið - 15.03.2007, Page 27
blaöiö FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 35 Pervertískt samband gamlingja og stelpu Maurice (Peter O’Toole) er virt- ur leikari sem er kominn á sín efri ár. Hann sér ekki sólina fyrir hinni ungu Jessie (Jodie Whittaker) sem gæti hæglega verið barnabarn hans. Jessie er frænka vinar Maurice, Ian (Leslie Philips), en hann þolir hana ekki vegna þess að hún kann hvorki að þrífa né elda fisk. Þróast þá sérstakt samband á milli Maur- ice og Jessie sem í fyrstu einkennist af ást hans á henni. Venus Regnboginn. ra Roger Michell. fv ^sr / Nr Peter O'Toole, Jodie Whittaker og Leslie Philips. V T&á Atli Fannar Bjarkason atli@bladid.net | Kvikmyndir ★ ★★^. | Peter O’Toole stendur sig frábær- lega í hlutverki Maurice og það gerir Jodie Whittaker einnig í hlutverki hinnar ungu Jessie. Samband þeirra í myndinni er vandræðalegt og per- vertískt, þar sem hún veitir honum gleði með því að leyfa honum að þefa af sér. Þau túlka furðulegt sambandið vel og maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Aðrir leikarar standa sig einnig með prýði - gömlu karlarnir eru sérstaklega frábærir. Maurice og Jessie Hann verður ástfanginn af henni þrátt fyrir aldursmuninna Langdregin Venus er langdegin mynd. Maður veltir þó fyrir sér hvort það sé vilj- andi, þar sem aðalpersónan Maur- ice á í langvinnri baráttu við ellina. I fyrstu neitar hann að átta sig á aldrinum og þykir ekkert eðlilegra en að ganga á eftir Jessie, sem er rétt um tvítugt. Með puttann á stopparanum Venus snýst um samband Maurice og Jessie. Hún er alltaf með puttann á stopparanum og hleypir honum ekki mjög nálægt sér og hann gefur henni gjafir fyrir að fá að snerta hana eða svo lítið sem þefa af henni. Myndin líður svolítið fyrir hversu langdregin hún er. Hún tekur sinn tíma í atburðarásina og um miðbik- ið var ég farinn að líta á klukkuna. Endakaflinn er þó góður og hádram- atískur. Hann gerir myndina og læt ur dæmið ganga upp. FRUMSÝNINGAR UM HELGINA The lllusionist • Leikstjóri: Neil Burger • Handrit: Neil Burger © Aðalhlutverk: Edward Norton, Paul Giamatti, Jessica Biel • Aldurstakmark: Öllum leyfð • IDMb: 7,7 af 10 • rottentomatoes.com: 76% af 100% • metacritic.com: 7,9 af 10 Snillingarnir Edward Norton og Paul Gia- matti leiða saman hesta sína í magnaðri mynd frá framleiðendum Crash og Side- ways. Myndin hlaut tilnefningu til Óskars- verðlauna, Independent Spirit Awards og gagnrýnendaverðlauna Bandaríkjanna. Epic Movie < Leikstjóri: Jason Friedberg, Aaron Seltzer • Handrit: Aaron Seltzer • Aðalhlutverk: Kal Penn, Adam Camp- bell, Faune A. Chambers, Jayma Mays, Fred Willard, Mary Castro, Qiana Chase, Jennifer Coolidge, Tony Cox • Aldurstakmark: Ekkert aldurstak- mark skráð • IDMb: 2 af 10 e rottentomatoes.com: 2% af 100% 0 metacritic.com: 2,2 af 10 Epic Movie fer í hóp með Scary Movie og Date Movie en í myndinni er gert gróft grín að alvöru kvikmyndum með góðum sögu- þræði. Þessar myndir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Wild Hogs • Leikstjóri: Walt Becker e Handrit: Brad Copeland • Aðalhlutverk: Tim Allen, Tichina Arn- old, Marisa Tomei, John Travolta, Martin Lawrence, Ray Liotta • Aldurstakmark: Öllum leyfö • IDMb: 6 af 10 e rottentomatoes.com: 18% af 100% metacritic.com: 6,8 af 10 Miðaldra karlmenn leggja upp í langferð á mótorhjólum og lenda í töluverðum hrakn- ingum á ferðalagi sínu um Bandaríkin. Síminn „Hvernig kalla eg fram minningar sem hafa fölnað?“ Við gerum minningar þínar ódauðlegar í Safninu Safnið er öruggasti geymslustaöurinn fyrir stafrænu gögnin þín Geymdu stafrænu Ijósmyndirnar þínar og önnur gögn í Safninu, traustum stað þar sem reglulega eru tekin afrit af þeim. í Safninu getur þú valið hvort þú vilt skoða myndirnar þínar í tölvunni eða á sjónvarpsskjánum. Að auki gerir Safnið þér kleift að veita vinum og vandamönnum aðgang að völdum myndum eða senda þær beint í framköllun hjá Hans Petersen. Gerðu þínar minningar ódauðlegar, fáðu þér Safnið. Nánari upplýsingar á næsta sölustað Símans á siminn.is eða í síma 800 7000 Svona er Safnið einfalt Þú tekur mynd með farsíma eða myndavél. Scndir hana í tölvuna og þaðan beint í Safnið. Þú hefur aðgang að Safninu I Þú getur sent myndir úr Safninu til gegnum SJónvarp Símans. | Hans Petersen sem framkallar þær.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.