blaðið - 17.03.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaðið
INNLENT
Fimm ungmenni lentu utan vegar
Bíll með fimm ungmennum valt á Ólafsfjarðarveginum
á ellefta tímanum á fimmtudagskvöldið. Eitt ungmenn-
anna var flutt á slysadeild til athugunar, en er ekki
talið alvarlega slasað. Hin sluppu án meiðsla. Lög-
reglan á Akureyri telur að hálka hafi valdið óhappinu.
LOTTÓ
Vinningshaf i fundinn
Um síðustu helgi var einn með allar tölur réttar í get-
raunaleik Islenskrar getspár. Vann hann tæpar 32
milljónir króna. Nokkra daga virðist hafa tekið fyrir
vinningshafann að átta sig, en hann hefur nú gefið
sig fram en vill ekki koma fram í fjölmiðlum.
UMFERÐIN
Töluvert um óhöpp og ölvun
Töluvert var um umferðaróhöpp síðasta sólarhring á höfuð-
borgarsvaeðinu, enda snjór og hálka á vegum. Einnig voru
nokkur óhöpp í kringum Borgarnes, meðal annars var
keyrt á tvö hross. Þá voru þónokkrir teknir fyrir ölvun við
akstur, en sjö voru teknir á höfuðborgarsvæðinu einu.
Nauðgunarákæra:
Tvö ár frá kæru
Fjórir piltar hafa verið ákærðir
fyrir nauðgun á ungri stúlku. At-
vikið átti sér stað fyrir tveimur
árum, og var stúlkan þá aðeins
fjórtán ára gömul en drengirnir á
aldrinum fimmtán til sautján ára.
Fram kom 1 fréttum Stöðvar
tvö að meint brot hafi átt sér stað
í samkvæmi á höfuðborgarsvæð-
inu, og að stúlkan hafi ekki þekkt
drengina fyrir. Einnig kom fram
að drengirnir fjórir hafa allir kom-
ist áður í kast við lögin.
Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í vikunni. Lög-
reglan neitaði að gefa upplýsingar
um málið. Það væri ekki lengur í
hennar höndum.
Ungverjaland:
Óeirðir í Búdapest
Óeirðir brutust út milli hægri
öfgamanna og lögreglu á götum
Búdapest, höfuðborgar Ungverja-
lands, á fimmtudagskvöld. Á frétta-
vef BBC segir að til átaka hafi komið
eftir að Gyorgy Budahazy, leiðtogi
þjóðernissinna, var handtekinn en
handtökuskipun á hendur honum
var gefin út í september. Lögregla
dreifði mannfjöldanum með því
að beita táragasi og vatnsdælum.
Mótmæli stjórnarandstæðinga
höfðu farið friðsamlega fram fyrr
um kvöldið, en kröfur um afsögn
forsætisráðherrans, Ferenc Gyurcs-
any, hafa verið háværar um margra
mánaða skeið. Gyurcsany viður-
kenndi í fyrra að hafa logið til um
stöðu efnahagsmála landsins til
þess að hafa sigur i kosningum.
LÁTIÐ FAGMANN
VINNA VERKIÐ!
- Dúkalögn
- Veggfóörun
- Teppalögn
dukur@simnet. is - www.dukur.is
Félag dúldagninga- og
veggfóörarameistara
Guðmundur Baldvinsson l'oreleiim Elísson EUert tngason
útfaraijijdnusta útfaraijijónusta útfararþjónusta
ffeyar ancfíáí Ser að höncfum
oiDp Önnumsíaíía bcettiútfai-arinnar
•■011* ÚTFARARSTOFA
\ J KIRKJUGARÐANNA
mPtiGMsr ..........................
• www.utfor.is
AmórLPálsson
framkvæmdastjóri
(sleifurjónsson
útfaraistjóri
Frímann Andrfeson
útfaraifijónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Forysta minnihlutans
Hélt blaðamannafund og
firraði sig allri ábyrgð.
BlaÖiÖ/Eyþór
Gunnar Helgi Kristinsson um auðlindafrumvarpið:
Málið lyktar af paník
■ Sjálfstæðisflokkurinn ekki áhugasamur ■ Gátu rætt málið fyrr
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Formenn stjórnarflokkanna lýsa
ábyrgð á hendur flokkum stjórnar-
andstöðunnar fyrir að ákveðið hafi
verið að auðlindafrumvarpið verði
ekki afgreitt á þessu þingi. Ekki
eru formenn stjórnarandstöðunnar
sáttir við ummæli þeirra og segja
þetta vera á ábyrgð stjórnarflokk-
anna þar sem aldrei hafi verið óskað
eftir samstarfi við þá.
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Há-
skóla íslands, segir að vel geti
verið að saka megi stjórnarand-
stöðuna um hitt og þetta en málið
sé ekki á þeirra ábyrgð. Eðlilegast
sé að beina því að Framsóknar-
flokknum og Sjálfstæðisflokknum
séu menn ósáttir við niðurstöðuna.
„Það var náttúrlega ljóst á þessari
. atburðarás allri að Sjálfstæðis-
flokkurinn var ekki áhugasamur
um þessa lagasetningu. Það er
vont fyrir flokk að hlaupa frá því
sem hann er búinn að semja um í
ríkisstjórnarsáttmálanum."
Gunnar segir að það hefði verið
hægt að ræða málið fyrr ef til
þess hefði verið einhver vilji. „Að
hlaupa í þetta mál á síðustu dögum
þingsins lyktar svolítið af paník.
Ég held að framsóknarmenn sitji
svolítið uppi með það að þetta
hafi ekki verið trúverðug aðgerð af
þeirra hálfu til þess að hreyfa við
þessu máli.“
Forsætisráðherra:
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
Niðurstaðan vonbrigði Gengu á bak orða sinna
„Það eru auðvitað vonbrigði að auðlindaákvæðið skyldi ekki ná
lengra heldur en raun ber vitni. Þegar á reyndi kom í Ijós að stjórn-
arandstaðan meinti greinilega ekkert með því þegar hún bauð
okkur upp á samstarf," segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins.
Geir segir að stjórnarflokkarnir hafi tekið
stjórnarandstöðuna alvarlega. „Við sáum
þegar búið var að halda nokkra fundi í
nefndinni að fyrir þeim vakti ekki, og þá
sérstaklega ekki Samfylkingunni, að ná
einhverju samstarfi við ríkisstjórnina um
þetta. Þvert á móti var Framsóknarflokkn-
um í þingnefndinni boðið í samstarf við ___
stjórnarandstöðuna til þess
að reyna að kljúfa
stjórnarflokkana.
Við formaður Fram-
sóknarflokksins
sættum okkur
ekki við svona
vinnubrögð."
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiþtaráðherra og formaður
Framsóknarflokksins, segir það ekki rétt að flokkum stjórnarand-
stöðunnar hafi ekki verið boðið að taka þátt í auð-
lindamálinu. „Þeir voru virkilega með bæði
i þinginu og í nefndinni sem fjallaði um
málið. Þetta er einfaldlega ömurlegt
yfirplott hjá þeim til að reyna að
halda andlitinu sem þeir geta ekki.
Þeir héldu fjölmiðlafund og buðust
til samkomulags og sögðu að það
væri nægur tími til að afgreiða þetta
í samkomulagi. Við tókum það alvar-
lega. Við erum saman í ríkisstjórn og
náðum sameiginlegri niðurstöðu.
Þess vegna vildum við sameig-
inlega vinna með þeim að
lausn málsins. Þeir sviku
það og gengu á bak orða
sinna. Þeir bera ábyrgð
á því hvernig þetta
hefur farið."
Steingrímur J. Sigfússon:
Með ólíkindum
„Mér finnst þessi áburður stjórnarflokkanna
og sérstaklega Jóns Sigurðssonar aldeilis
með ólíkindum", segir
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna.
„Staðreyndin er sú að þetta
mál hefur alfarið verið á
ábyrgð og á vegum stjórn-
arflokkanna. Staðreynd
málsins er sú að ég er
tilbúinn að leggja drengskap minn að veði,
og Ingibjörg Sólrún og Guöjón A. Kristjáns-
son, að þeir hafa aldrei óskað eftir neinu
samstarfi við okkur um þetta mál. Þessi
niðurlæging er alfarið stjórnarflokkanna og
þeir geta engum kennt um nema sjálfum
sér. Það væri miklu heiðarlegra af þeim að
viðurkenna bara mistökin sem þeir gerðu.
Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að
kenna öðrum um eigin afglöp og ófarir."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Sviku kjósendur
.Stjórnarflokkarnir hafa gjörsamlega brugðist.
Þeir hafa svikið kjósendur,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar.
,Þetta var mál fyrir síðustu
kosningar og þeir settu
þetta inn í stjórnarsáttmál-
ann en svo var þeim engin
alvara. Ef þeir hefðu haft
raunverulegan vilja tíl að
setja eitthvert ákvæði sem máli skiptir inn í
stjórnarskrá um þetta þá stóð ekki á stjórnar-
andstöðunni. Hvorki formlega né óformlega
hefur verið boðið upp á samstarf við stjórnar-
andstöðuna þannig að þeir eiga bara þennan
óskapnað sinn sjálfir og urðu sjálfir að ráða
niðurlögum hans. Fyrsti flutningsmaður að
þessu frumvarpi var formaður Sjálfstæðis-
flokksins og forsætisráðherra. Hann verður
að bera fulla ábyrgð á sínum gjörðum."
Guðjón A. Kristjánsson:
Leikrit
Það voru þeir fulltrúar ríkisstjórnarinnar
sem tóku málið út að eigin frumkvæði,"
segir Guðjón A. Krist-
jánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins. „Ég segi
nú bara alveg eins og er
að í raun og veru ætluðu
fulltrúar ríkisstjórnar-
innar aldrei að taka
neina efnislega umræðu
í nefndinni við stjórnarandstöðuna til að
lagfæra málið. Það er ekkert hægt að
gera annað en að visa þessu leikriti beint
á ríkisstjórnina. Það má kannski segja aó
það sé þjóðin sem verði fyrir vonbrigðum
sem upplifir það að menn meini ekkert
með því að reyna að tryggja það að þjóðin
eigi þessa auðlind. Það er niðurstaðan.
Þeir hafa haft fjögur ár og koma svo með
leikritið rétt fyrir kosningar."