blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 10
j Vellcominn á kynningu í j Green appie Laugavegi 20 í í dag £rá klukkan 14:00 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaðið Lögreglumenn drepnir fyrir mistök Talsmaður afgönsku lögreglunnar segir að hermenn á vegum alþjóðlega herliðsins í Afganistan hafi fyrir mis- tök skotið fimm afganska lögreglumenn til bana í hinu róstusama Helmand-héraði í gær. Hermennirnir skutu á menn sem þeir töldu uppreisnarmenn talibana. Tsvangirai útskrifaður af sjúkrahúsi Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, yfirgaf sjúkrahús í höfuðborginni Harare í gær. Sagt er að Tsvangirai hafi höf- uðkúpubrotnað og orðið fyrir öðrum meiðslum eftir að hafa þurft að þola barsmíðar í haldi lögreglunnar. Tsvangirai var handtekinn um síð- ustu helgi eftir að lögregla leysti upp fjöldafund stjórnarandstæðinga. Englatár - www.englatar.is - 551 8686 Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill simi 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Athugasemd í Blaðinu í gær var fjallað um kyrrsetningu eigna fyrrum forsvarsmanna Byrgisins. Meðal eignanna var sumarhús Guðmundar Jónssonar, fyrrver- andi forstöðumanns Byrgis- ins. Myndin sem birtist við fréttina var ekki af sumarhúsi Guðmundar. Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Sverrir Einarsson Hermann Jónasson Geir Harðarson Bryndís Valbjamardóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Sumarefnin komiiLM úrval Höfum einnig opnað barnafatadeild með hágæða barnafatnaði Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424 i ® töframassinn Án skaðlegra efna • Fitu- og kýsilleysandi Húðvænt • Náttúrulegt • Mjög drjúgt Ótrúlega góður árangur Svampur fylgir með Eftir Hreinsar, fægir og verndar samtímis. Hentar vel til þrifa á blöndunartækjum, vöskum, ryðfríu stáli, silfri, áli, gulli, kopar, messing, gleri, plasti, lökkuðum flötum, krlstal, keramiki, postulíni ofl. ofl. Sölustaðir: Húsasmiðjan - Byko - FJarðarkaup - Verslanlr Rönning - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Rafsjá Sauðárfcróki ■ Verkfæralagerinn - Skipavfk Stykkishólmi - Áfangar Keflavfk Helldsöludreifing: Ræstivörur ehf. Bandarískur hermaður ákærður fyrir morð á óvopnuðum írökum: Hryggur en myndi endurtaka leikinn ■ Átta hermenn ákærðir fyrir morð á 24 írökum Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Bandarískur hermaður sem er ákærður fyrir að hafa drepið óvopn- aða Iraka segir að hann harmi dauða tnannanna, en að hann myndi taka sömu ákvarðanir stæði hann aftur frammi fyrir sömu aðstæðum. Frank ýVuterich, 26 ára liðsstjóri, sagði í við- tali að hann hefði skotið fimm óvopn- iða Iraka þar sem hann taldi þá ógna félögum sínum í herdeildinni. Irösk /itni segja hins vegar að drápin hafi rerið hefndaraðgerð hermannanna regna sprengjuárásar sem hafði drepið félaga þeirra nokkrum klukku- stundum fyrr. Átta hermenn hafa verið ákærðir [ málinu fyrir þátt sinn í morðum á »4 óbreyttum íröskum borgurum í Haditha í nóvembermánuði árið 2005. Fjórir þeirra eru ákærðir fyrir morðin sjálf og fjórir til viðbótar fyrir að hafa tekið þátt í að reyna að hylma yfir drápin. Wuterich hefur sjálfur verið ákærður fyrir að hafa drepið tólf Ir- ika og fyrirskipað félögum sinum að drepa sex til viðbótar. Verði menn- irnir fundnir sekir eiga þeir á hættu að verða dæmdir í lífstíðarfangelsi. Wuterich biðst afsökunar á dráp- unum í viðtalinu sem birtist í frétta- skýringaþættinum 60 mínútur í bandarísku sjónvarpi á morgun. „Ég get ekkert sagt til að bæta fyrir dauða þessara barna og kvenna, og ég er mjög hryggur vegna þess sem gerðist þennan dag.“ Wuterich sagðist hins vegar geta réttlætt það að hafa skotið karlmenn- ina, þar sem þeir væru menn á her- skyldualdri í bíl nærri stað þar sem sprengja hafði drepið bandarískan hermann skömmu áður. Hann sagði Irakana hafa reynt að flýja í stað þess að fara eftir skipun bandarísku her- mannanna um að gera það ekki. „Ég myndi taka sömu ákvörðun í dag. Þetta eru ákvarðanir sem þarf að taka í miðri orrustu og ég trúi því að ég hafi neyðst til að taka þær ákvarð- anir sem ég tók.“ Eftir að hafa skotið írösku karl- mennina í bílnum sendi Wuterich menn sina inn í tvö hús í nánd við staðinn þar sem írakarnir voru drepnir. I viðtalinu segir hermaður- inn að þeir hafi ráðist til atlögu eftir að hafa heyrt skothríð úr öðru húsinu, þó að íraskir sjónarvottar segi að svo hafi ekki verið. Hermennirnir hentu handsprengju inn í eitt herbergi húss- ins áður en þeir héldu inn. Þrjár konur og sex börn létu lífið í þeirri árás. Wuterich segir að þrátt fyrir að hann hafi séð konurnar og börnin deyja í árásinni hafi það ekki stöðvað Frank Wuterich Viðurkennir að hafa skotið fimm Iraka til bana. árásina inn í það næsta. „Ég sá að bak- dyrnar voru opnar og ég gerði ráð fyrir að leyniskyttan hefði flúið út um þær og inn í næsta hús. Það var á mína ábyrgð að enginn minna manna léti lífið, og á þeirri stundu var ég fullviss um að ég hefði ekki átt að hætta við árásina í seinna húsið.“ I þeirri árás létust karl, tvær konur og fjögur börn á aldrinum tveggja til fjórtán ára. I viðtalinu segist Wuterich hafa farið eftir settum reglum hersins um inn- rás i hús til að tryggja ákveðið svæði. Mál Wuterich og hinna sjö her- mannanna er einungis eitt af fjöl- mörgum málum þar sem bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa drepið óbreytta Iraka með ólöglegum hætti. Barnaníðingurinn úr Vogahverfi: Stúlkurnar fá stuðning Barnavernd Reykjavíkur hefur yfirumsjón með málefnum þeirra stúlkna sem karlmaður á þrítugs- aldri áreitti kynferðislega í Voga- hverfi í janúar og febrúar. I samstarfi við Barnahús hefur stúlkunum, og ekki síst foreldrum þeirra, verið veittur stuðningur undanfarið og sú vinna mun halda áfram næstu mán- uði. „Þessi mál taka langan tíma og við reynum að vinna slík mál í sam- fellu með Barnahúsi. Þar hafa börnin og foreldrar þeirra fengið aðstoð við áföllunum," segir Vilborg Þórarins- dóttir, verkefnastjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur. „Það fer eftir aldri barn- anna hversu vel þau eru í stakk búin til að takast á við svona. Foreldrar yngstu stúlknanna hafa helst þurft á stuðningi að halda.“ Niu kærur hafa verið lagðar fram hjá höfuðborgarlögreglunni. Stúlk- urnar eru á aldrinum fimm til tólf ára en maðurinn er kærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur yngstu stúlkunum. Hinar kærurnar lúta að tilraun til kynferðisbrots. Maðurinn situr í gæsíuvarðhaldi fram til 28. mars. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn höfuðborgarlögregl- unnar, telur líklegt að tíunda kæran verði lögð fram á næstunni. Hann segir öll málin hafa átt sér stað á áður- greindu tímabili og öll beri þau svipuð einkenni. „Brotin eru öll á svipuðum nótum. Rannsókn málsins stendur yfir og til að forðast að fólk í hverfinu fyllist skelfingu er best að segja sem rninnst," segir Björgvin. í Barnahúsi Barnahús hefur veitt stúlkunum, sem kaert hafa karlmann fyrir kynferðislega áreitni í Voga- hverfi, stuðning. Þar fá foreldrar stúlknanna einnig aðstoö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.