blaðið - 17.03.2007, Side 16

blaðið - 17.03.2007, Side 16
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaöi Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Árog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Ráðherra með eigin verðskrá Samkvæmt lögum eiga foreldrar að fá 75 prósent af tannlæknakostnaði barna og unglinga upp í 18 ára aldur endurgreidd. Það segir þó ekki neitt því Tryggingastofnun ríkisins greiðir einungis 75 prósent af þeirri upphæð sem ráðherra telur að tannlækningar kosti. Tryggingastofnun hefur sína eigin verðskrá og eftir henni er farið í endurgreiðslunni en ekki hinum raunveru- lega taxta. Ráðherrataxtinn hefur ekki hækkað í mörg ár á meðan allnokkrar hækkanir hafa orðið hjá tannlæknum, eins og í öðrum þjónustugreinum. Tann- læknar mega ekki hafa samráð heldur eiga að starfa á samkeppnisgrundvelli. Ráðherra hefur hins vegar aðeins einn taxta. Foreldrum bregður því oft í brún þegar þeir fá kannski aðeins 10 prósent tannlæknareikningsins endurgreidd. Tannheilsu barna hefur hrakað stórlega hér á landi á undanförnum árum. í könnun sem gerð var af Munnís og birt var í lok janúar kom fram að tann- heilsa íslenskra barna væri verst á öllum Norðurlöndum. Á hinum Norðurlönd- unum er allur tannlæknakostnaður greiddur af hinu opinbera allt upp í 20 ára aldur. Tíðni tannskemmda fer vaxandi hér á landi og stór hópur barna og ung- linga fer ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlækni. I fréttum Ríkisútvarpsins í fyrradag sagði dósent í tannlækningum við Háskóla íslands að sum leikskóla- börn væru jafnvel með allar tennur skemmdar. Skólatannlækningar voru aflagðar fyrir nokkrum árum, enda þóttu þær koma í veg fyrir eðlilega samkeppni tannlækna. Sú ákvörðun hefur leitt til þess að börn og unglingar fara mun sjaldnar til tannlæknis með þeim afleið- ingum að tannheilsu hefur hrakað mjög. Mun minni þátttaka almannatrygg- inga í tannlækningum á hér auðvitað líka sök að máli. Tannlæknar segja að foreldrar hafi ekki lengur efni á að fara með börn sín til tannlæknis og það getur vel verið rétt, enda eru tannviðgerðir dýrar. Sú spurning vaknar þó óneitanlega hvernig geti staðið á því að leikskólabörn séu með svo margar skemmdar tennur? Er sökina kannski líka að finna í mata- ræði barnanna? Eru börn hætt að bursta tennurnar? Þótt reglubundið eftirlit með tannheilsu sé afar nauðsynlegt verða foreldrar auðvitað að sjá til þess að börnin hugsi vel um tennurnar. f könnun Munnís kom fram að glerungseyðing finnst hjá 30 prósentum 15 ára unglinga. Strákar eru þar stærri hópur en stelpur. Komið hefur fram í könnunum að strákar drekka meira af gosdrykkjum en stelpur en staðfest hefur verið að gosdrykkjaneysla hefur mjög slæm áhrif á tennur. Það eru því ekki eingöngu færri ferðir til tannlæknis sem útskýra lélega tannheilsu heldur líka óhollar neysluvenjur barna og unglinga. Alls kyns sykraðir ávaxtasafar eru einnig mjög óhollir fyrir tennur svo og sætindaát. Tannlæknar eru vel tækjum búnir og geta greint glerungsskemmdir á byrj- unarstigi og þannig stöðvað frekari þróun sjúkdómsins. Reglulegt eftirlit hjá tannlækni kemur því í veg fyrir erfiðar og dýrar tannlækningar. Varla viljum við hafa komandi kynslóðir tannlausar, eða er það nokkuð, Siv? Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins blaöi Auglýsingasíminn er 510 3744 16 blaöiö Ör ^ * Nefndanefndanefndin Það er merkilegt þetta með nefndirnar. Ég var í einni slíkri hjá menntamálaráðherra sem skil- aði niðurstöðu árið 2004 um að langvarandi skort á stuðningi við blind og sjónskert skólabörn þyrfti að bæta. Einkum skyldi það gert með því að stofna þekkingarmið- stöð sem hjálpað gæti skólum og kennurum að kenna þessum nem- endum. Síðan þetta var eru liðin þrjú skólaár. Hingað hafa komið erlendir sérfræðingar og staðfest mikla þörf fyrir þjónustuna og við- töl hafa birst við foreldra sem tekið hafa sig upp með rótum og flutt til annarra landa til að fá viðunandi þjónustu við börnin sín. Blindra- félagið var farið að spyrja hvort blindir þurfi menntun og ég ákvað því að inna hæstvirtan mennta- málaráðherra eftir því hvað þekk- ingarmiðstöð liði. Og viti menn. Ráðherra upplýsti að nærri þremur árum eftir að hennar eigin nefnd skilaði tillög- unni hafi hún skipað aðra nefnd! Síðast þegar fréttist voru 246 nefndir starfandi á vegum mennta- málaráðuneytisins og í þeim sátu 2052 nefndamenn, eða um 1% af vinnuafli á Islandi. Nú skortir hvorki góð orð, fundi, skýrslur, nefndir og velvilja menntamálayfirvalda í þessu máli. Það skortir bara aðgerðir. Enda um smámál að ræða fyrir mennta- málaráðherra, en stórmál fyrir þá sem þjónustuna þurfa. Þetta er eitt af þessum málum þar sem kerfin benda hvert á annað og þrátt fyrir hverja nefndina á fætur annarri gerist ekkert nema ráðherra taki sjálfur af skarið. Það mun sú ágæta kona eflaust gera og vonandi fyrir kosningar enda þverpólitísk sam- staða um þetta litla mál. En það er umhugsunarefni hve langan tíma það hefur tekið og var afhjúpandi í svari ráðherra að hún tók skýrt fram að nýja nefndin sem hún væri að skipa væri ekki bara enn ein nefndin, svo notuð séu hennar eigin orð, heldur ætti þessi sem sagt að gera eitthvað í málinu! Helgi Hjörvar VestQarðanefndanefndin Enn ein nefndin, af þeirri gerð sem ekkert gerir og á bara að svæfa málin var svar ríkisstjórnar- innar við ákalli almennings á Vest- fjörðum. Ráðþrota stjórnvöld sem gáfu vinum sínum fiskinn á Vest- fjarðamiðum skipa nefnd um vand- ann. Ég er löngu hættur að muna hvað þeir hafa skipað margar nefndir um vanda Vestfjarða, en það voru bara enn einar nefnd- irnar. Enn einu nefndirnar virðast vera skipaðar til að láta líta út fyrir að menn séu að gera eitthvað, en gera svo ekki neitt. Þannig hefur ríkisstjórninni ekki ennþá tekist, árið 2007, að malbika veg til ísafjarðar frá Reykjavík. Má það þó heita mann- réttindamál að byggðakjarninn í heilum landshluta sé í vegasam- bandi við höfuðborgina og hefði átt að koma langt á undan ýmissi gangagerð. En ríkisstjórnin brást í þessu því hún taldi mikilvægast að slá á þenslu með því að fresta fram- kvæmdum á samdráttarsvæðum. Stjórnarskrárnefndin NýrformaðurFramsóknarflokks- ins féll svo á fyrsta vorprófinu sínu hér við þinglokin með fráleitri framgöngu í stjórnarskrármálum. Það gönuhlaup allt í stjórnarskrár- nefndunum sýnir kannski betur en nokkrar aðrar nefndir uppdrátt- arsýkina í stjórnarsamstarfinu og hversu erindi þeirra við þjóðina er þrotið. Þegar Geir og Jón voru al- gjörlega hættir að geta varið eigið frumvarp og ekki síður virðingar- leysi sitt við stjórnarskrána þá vís- uðu þeir sínu eigin frumvarpi út úr þinginu án afgreiðslu og í enn eina nefndina. Nefnilega stjórn- arskrárnefndina sem starfaði lengi og hafði undirbúið vandaða breytingu á stjórnarskrá um eign- arhald á auðlindum sem aldrei verður flutt. Enda var það bara enn ein nefndin. Hún lagði að vísu samhljóða til að ákvæði um þjóð- aratkvæði við breytingar á stjórn- arskrá ætti að setja inn. En það verður ekki einu sinni gert. Enda er ríkisstjórn Geirs og Jóns löngu hætt að gera neitt, nema auðvitað í nefndum. Höfundur er þingmaður Samfylkingar Klippt & skorið að er víðar eitt- hvað rotið en í Danaveldi. ( vik- unni tilkynnti Geir Haarde forsætisráðherra um skipun nefndar vegna byggðavandans á Vest- fjörðum. Heimamenn hváðu við þær fréttir enda löngu Ijóst orðið hvað gera þarf og enn ein nefndin skipuð fólki sem hefur aðeins séð Vestfirði á landakorti breytir engu þar um. ðnnur nefnd sem Geir skipaði og átti að koma með tillögur um bætta lýðheilsu skilaði niðurstöðum. Lagt er til að grunnskólar bjóði upp á hollar skólamáltíðir!!! Er þetta grín? Er virkilega verið að greiða „fagfólki" fyrir slíkar niðurstöður sem hver einasta sál með snefil af skynsemi séríhendi sér? Mikið húllumhæ út af engu fer nú fram víða þar sem Vífilfell kynnir nýjustu vöru sína Coke Núll. Ekki að drykkurinn heiti það en benda mááaðtil erfullkom- lega gott íslenskt orð yfir zero. Drykkurinn á að höfða til karlmanna og eru auglýsingar allar meira ögrandi en ella samkvæmt fréttatilkynn- ingu. Færa má rök fyrir því að karlmenn hljóti að vera afskaplega innantómar sálir að mati Coke. Slagorð á borð við „af hverju ekki stöðumæla- verðir meðzero prikf rass***inu" eða „af hverju ekki geggjaður bíll sem eyðir zero bensíni" eru vart til þess fallin að fá lunga karlmanna til að hlaupa til eftir flösku af sykurlausum drykk sem líkist kóki... en samt ekki alveg. Dreifingarfyrirtækið Selecta sem hefur á C.A T,s;. umsjón með K stærstum hluta þeirra sjálf- sala sem víða finnast í fyr- irtækjum hefur að mestu SelectS gefist upp á að bjóða þar eitthvað hollara en Mars, Magic og rækjusam- lokur. Hefur ýmislegt verið reynt gegnum tíð- ina en hollt góðgæti ekki átt upp á pallborðið. Eru þær vörur dýrari en hefðbundin óholl- usta og áhugi almennings virðist mun minni en ætla mætti. Getur verið að áhugaleysið sé raunverulega fjármagnsleysi enda hollar, iíf- rænt ræktaðar vörur í verslunum nær alltaf mun dýrari en hefðbundnarvörur. albert@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.