blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 25
blaóiö LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 25 Senn líður að frumsýn- ingu á söngleiknum Gretti í Borgarleikhús- inu en hann var fyrst sýndur í Austurbæjar- bíói árið 1980. Þórar- inn Eldjárn er einn af þremur höfundum verksins, ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni og Agli Ól- afssyni. Þegar Þórarinn er spurður hvort honum þyki vænt um gömlu verkin sín segir hann: „Já, mér þykir vænt um þau en samt ekki svo vænt að ég hafi gríðarlegar áhyggjur af því hvernig þau leggjast í fólk. Ég er til dæmis ekki einn af þeim höfundum sem föndra við gömlu ljóðin sín og breyta þeim. Mér finnst þau tilheyra sínum tíma og jafnframt eru þau heimild um sig sjálf. Ég hef reynt að hafa það fyrir sið í ritmennskunni, eins og í lífinu, að dvelja ekki um of við mistök og á sama máta að halla ekki höfðinu alltof mjúklega á lárvið- arsveigana ef þeir skyldu bjóðast." Finnst þér þú hafa gert mistök á skáldaferlinum? „Nei, alls ekki, allt eru þetta tök. En auðvitað misjöfn tök. Sumt bara harla gott og annað afleitt. En þegar litið er um öxl stemmir margt engan veginn við það sem maður hélt á sínum tíma. Sumt sem átti að vera frábært eldist mjög illa, en annað sem lofaði ekki góðu sækir í sig veðrið og reynist drjúgt. Um þetta er ómögulegt að segja fyrirfram en ég held það sé aldrei hægt að líta á það sem mistök að skálda eitthvað og senda frá sér. Frekar eru það mistök að láta það eiga sig. Verk sem er ekki til fær aldrei að reyna sig.“ Áunnið eðli Varðstu snemma orðhagur, var þetta meðfceddur eiginleiki eða var eitthvað í umhverfinu sem orkaði svona á þig? „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á tungumálinu og velt mér upp úr endalausum möguleikum þess og blæbrigðum. Ég man ekki eftir mér öðruvísi. Að einhverju leyti er þetta meðfæddur eiginleiki en líka áunninn eða uppeldisatriði. Eigum við ekki bara að kalla þetta áunnið eðli. Ég ólst upp við það að pabbi kunni vísur, tilvitnanir og tilsvör sem féllu að nokkurn veginn öllu sem gerðist. Að auki var hann sjálfur afskaplega hagmæltur. Það að dást að vel ortri vísu eða meitlaðri setningu er þess vegna í innra minninu. Það var þó ekki fyrr en ég var kominn í gagn- fræðaskóla sem yrkingar og skrif í skólablöð urðu keppikefli og árátta. I menntaskóla voru bókmenntir af öllum toga orðnar aðaláhugamálið og auðvitað lá þar að baki löngun til að geta sjálfur starfað við slíkt. Svo gerðist það smátt og smátt.“ Faðir þinn Kristján Eldjárn var afar ástsœll forseti. Fannstu mikið fýrir því á sínum tíma að vera forsetasonur? „Ég var orðinn nokkuð vel stálp- aður þegar hann fékk nýja starfið árið 1968, nítján ára. Þetta breytti sáralitlu eða engu. Að auki skipti miklu máli að foreldrar mínir litu ekki á embættið sem vegtyllu eða vegsemd heldur fyrst og fremst sem mjög sérstakt trúnaðarstarf sem þeim hafði verið falið. Þau lögðu reyndar mikla áherslu á að þetta stand yrði ekki kross á okkur systk- inunum. Okkur fannst þetta ekkert merkilegt. Kannski hefur það samt breytt afstöðu einhverra og sett okkur dálítið á bersvæði í hugum fólks, líka út af nauðasjaldgæfu og sérkennilegu ættarnafninu. En maður vissi þá svo sem ekkert af því og kom það ekki við.“ Ólíkir karakterar Svo komu Matthildarþcettirnir með Davíð Oddssyni og Hrafni Gunnlaugssyni sem urðu gríðarlega vinsœlir. „Það var margt sérstakt við þennan skemmtiþátt, ekki síst að forminu til. Þetta var hröð útvarpsrevía eða kabarett um líðandi stund, skop- stæling á þjóðfélaginu. Við beittum „Stundum er því haldiðfram að ekki beri að taka alvar- lega þá sem erufyndnir, hjá þeim skorti dýpt og skáld- skapargildi. Það held ég að sé mesti misskilningur en hefsvosem engar áhyggjur afþví. Efmenn eru á þeirri skoðun þá gerir það ekkert til. Það skaðar mig ekki neitt. Égfer mína leið eigi að síður og á góða ferðafélaga. " ákveðnum húmor sem síðan hefur mikið verið brúkaður. Meðal ann- ars orðaleikjum og útúrsnúningum sem fólk verður stundum afskaplega þreytt á og kennir við aulahúmor en er alltaf jafn fyndinn og liður í umgengninni við tungumálið. Við þremenningarnir vorum og erum sjálfsagt allir mjög ólíkir karakt- erar en í þessum þáttum bætti hver og einn upp það sem vantaði hjá hinum. Við höfðum mismunandi skoðanir en það kom ekki að sök í þessu verkefni og var reyndar bara til góðs vegna þess að það dreifði því hvar skotin lentu. Það er mjög slæmt ef pólitískar revíur eru einsleitar eða draga taum einhvers eins afls því þá leggjast þær fyrst og fremst á sveif með rétttrúnaðinum sem er í gangi hverju sinni og það er ekki góð upp- skrift að húrnor." Haldið þið félagarnir sambandi? „Við hittumst afskaplega sjaldan en það eru mjög góðar taugar á milli okkar sem auðvelt er að endurnýja hvenær sem er og hvar sem er.“ Nú er Davíð stórt nafn í pólitískri sögu 20. aldar á íslandi. Hvernig finnst þér hann sem pólitíkus og maður? „Á báðum sviðum fyrst og fremst gegnheill og drenglundaður og afar hlýr persónuleiki. Hann hefur alltaf búið yfir snerpu og skerpu sem gerir honum auðvelt að sjá kjarna hvers máls. Þetta er stundum kallað gott pólitískt nef og mörgum þótti það sjálfsagt óþarflega þefvíst. Ef hann hefði ekki þessa eiginleika hefði hann aldrei nokkurntíma náð þeim árangri að vera forsætisráðherra lengur en nokkur annar Islendingur. Eftirmaður hans er að vísu afburða- maður en mér sýnist nú samt að Dav- íðs sé sárt saknað, ekki síst af þeim sem byggðu tilveru sína á að hata hann.“ Vitja um netin Ert þú pólitískur? „Það held ég ekki. Sem ungur maður var ég klassískur vinstrisinn- aður herstöðvaandstæðingur og allt í þeim stílnum. Síðan hafa þau mál þróast jafnt og þétt þannig að það heyrir sögunni til. Ég hef aldrei gengið í stjórnmálaflokk og færist stöðugt fjær því að geta hugsað mér það. Auðvitað er ég pólitískur á þann hátt að ég fylgist með því sem gerist og hef áhuga á því en ég hef enga sérstaka þörf fyrir að viðra þær skoðanir í sífellu fyrir öðrum. Það er ekki þar með sagt að lífsafstaða komi ekki fram í því sem ég skrifa, Láttu drauminn rcetast frábœr fermingartilboð á rúmum & svefnsófum Karolin tungusvefnsófi ■ Karolin 3ja sæta svefnsófi Doris 1 20 x 200cm Verð. 39.900 - áður 61.600,- Suprima 90x200cm v/33.280,- áður 41.C00,- 1 20x200cm V/ 42.400,- áður 53.000. 1 40x200cm V/ 49.360,- áður b i .700 >3 cs o svæöa pokagormadyna og botn Electai20x200 v/ 59.980 áður 6/.300 HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGOGNIN FÁST EiNNIG í HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.