blaðið - 17.03.2007, Side 26
26 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007
blaðið
áföstudögum
Auglýsingasíminn er
510 3744
hún hlýtur að gera það. En ég hef
engan sérstakan áhuga á að greina
skrif mín og túlka þjóðfélagslegt
erindi mitt. Það myndi kæfa skáld-
skapinn. Ég hef oft sagt að ég vil ekki
vera of meðvitaður um það sem ég er
að gera. Ég vil vera lausbeislaður og
málpípa fyrir eitthvað sem ég veit
ekki hvað er. Ég vitja um netin og
gái hvað kemur.“
Þú hefur örugglega verið spurður
hundrað sinnum um fyndni ogskáld-
skap. Ég œtla samt að spyrja: Hvert
er hlutverkfyndninnar í skáldskap?
„Fyndni þýðir ekkert annað en
fundvísi. Fundvísi á hið rétta orð
eða orðalag er oft það sem skáld-
skapur snýst um, ekki síst ljóðlist.
Því er ekkert eðlilegra en að fyndni
og skáldskapur geti átt farsæla sam-
leið en þar með er alls ekki sagt
að allur skáldskapur verði að vera
fyndinn. Sumir rithöfundar beita
fyndni sem aðferð og ég er einn af
þeim. Stundum er því haldið fram
að ekki beri að taka alvarlega þá sem
eru fyndnir, hjá þeim skorti dýpt og
skáldskapargildi. Það held ég að sé
mesti misskilningur en hef svosem
engar áhyggjur af því. Ef menn eru
á þeirri skoðun þá gerir það ekkert
til. Það skaðar mig ekki neitt. Ég
fer mína leið eigi að síður og á góða
ferðafélaga.
Svo má benda á að margir rithöf-
undar, þar á meðal ýmsir þeir allra
bestu, hafa beitt húmor í ákaflega
ríkum mæli. Nærtækasta dæmið
fyrir okkur íslendinga er Halldór
Laxness. Hann er auðvitað marg-
slunginn höfundur en í eina röndina
ef ekki fleiri alveg einstaklega fynd-
inn. Hann leyfði sér á öllum tímum
að fara mjög glannalega á því sviði.
Sama gildir um Jónas Hallgrímsson,
hann var líka húmoristi. En ef menn
hafa ekkert annað en húmor þá
getur vel verið að það sé hárrétt að
slíkt endi sem glamur. Húmor eða
fyndni er síðan mjög oft viðbragð
við því sem á sér alvarlega hlið og al-
varlegan undirtón. Ég held reyndar
að allur sannur húmor sé þannig.“
„Ég er á þeirri skoðun að
trúarbrögð og opinber
iðkun þeirra sé oft og ein-
att mikið böl í heimi hér.
Og því miður vaxandi nú
um stundir. Helst myndi
ég vilja að víðtækt sam-
komulag yrði gert um að
öll trúarbrögð séu einka-
mál. Og síst aföllu tengd
stjórnmálum."
Undirtónn sorgar og trega
Þú hefur misst tvo syni. Hversu
mikið hefurþað breyttþér?
„Slík reynsla markar fólk óhjá-
kvæmilega fyrir lífstíð. Það er ekki
hægt að „jafna sig“ á slíkum áföllum
né sætta sig við þau. En áföll eru
ekki það sama og óhamingja, þó þau
kunni stundum að leiða til hennar
með óviðráðanlegum hætti. Allt
brey tist í einu vetfangi og þegar rofar
til og maður er svo heppinn að geta
náð áttum á ný er maður staddur á
einhverjum allt öðrum stað en áður.
Maður kemur gangandi úr nýrri
átt og sér hlutina í öðru ljósi. Það
er erfitt að útskýra hvernig það birt-
ist en það að hafa gengið í gegnum
slíkt ferli skerpir sýnina á það hvað
skiptir máli. Maður skilur ekki
ýmsar fánýtar áhyggjur sem maður
hafði áður. Umburðarlyndi gagnvart
manngerðu veseni snarminnkar."
Annar sonur þinn sem lést varfatl-
aður. Það hlýtur að vera mikil reynsla
að fylgjast með slíkum einstaklingi.
„Flestir, ef ekki allir, ganga út frá
því að þegar barn fæðist sé það á
allan hátt gleðilegur atburður og
allt í fínasta lagi. Bara það eitt að
eitthvað smávegis bjáti á er stórt
áfall í bili. Víðtæk þroskahömlun
leiðir af sér erfiða ævilanga baráttu,
fyrst og fremst fyrir barnið sjálft
en einnig foreldra, systkini og fjöl-
skyldu. Þetta fá margir að reyna en
sem betur fer ekki nándar nærri
allir. Óli sonur okkar fæddist með
víðtækan heilaskaða, sem olli nær
algjörri þroskahömlun. Þegar hann
dó árið 1998 var hann 23 ára. Fötlun
hans og veikindi gerðu sorgina yfir
því þó ekkert minni. Á vissan hátt
meiri ef eitthvað er.
Þegar við vorum að byrja að
hjarna við eftir þetta mikla bakslag
kom hitt reiðarslagið tveimur árum
síðar, þegar elsti sonur okkar, Krist-
ján Eldjárn, sem aldrei hafði kennt
sér meins greindist skyndilega með
banvænan sjúkdóm 28 ára að aldri.
Ekki leið nema eitt og hálft ár af
hræðilegri baráttu þar til hann var
líka farinn. Þegar ég hugsa um það
eftir á finnst mér allt að því óraun-
verulegt að við skulum hafa komist
lifandi og heil á sönsum í gegnum
reynslu eins og þessa sem ekkert
er jákvætt við en einhvern veginn
tókst það samt og lífið heldur áfram.
Við njótum þess að eiga þrjá frábæra
syni, yndislegar tengdadætur og
barnabörn. Lífið brosir við þeim og
okkur þrátt fyrir allt, þó undirtónn
sorgar og trega hverfi aldrei. Um
allar þessar tilfinningar eru nokkur
ljóð í síðustu ljóðabókinni minn,
Hættir og mörk sem kom út 2005“
Er ekki skilningssjúkur
Trúirðu á Guð?
„Ég er trúheftur svo ég noti gott
orð sem einn frændi minn bjó til.
Ég skil ekki trúarbrögð og tel að
aldrei hafi örlað á neinni trúarlegri
tilfinningu hjá mér þó ég fyllist auð-
veldlega lotningu gagnvart sköpun-
arverkinu, hver svo sem skóp það,
ef það var þá nokkur: náttúrunni,
tónlist, bókmenntum, fögru mann-
lífi. Ég hallast samt að því að það sé
rétt að líta ekki svo á að maðurinn
sé herra tilverunnar. Ég er sem sagt
ekki skynsemistrúarmaður sem tel
mig geta svarað öllum spurningum
af kaldri rökhyggju. Ég er ekki skiln-
ingssjúkur. Ég get alveg ímyndað
mér afl sem er manninum æðra, afl
sem við skiljum ekki, en hugsum til
og sækjum styrk til. En ég tengi þá
afstöðu á engan hátt við guðstrú eða
trúarbrögð.
Ég amast ekki við því að fólk
ástundi trúarbrögð en þykir smekk-
legra að það haldi þeirri iðju fyrir
sjálft sig. Ég er á þeirri skoðun að
trúarbrögð og opinber iðkun þeirra
sé oft og einatt mikið böl í heimi hér.
Og því miður vaxandi nú um stundir.
Helst myndi ég vilja að víðtækt sam-
komulag yrði gert um að öll trúar-
brögð séu einkamál. Og síst af öllu
tengd stjórnmálum. Mér blöskrar
þetta fólk um allan heim, af ýmsum
trúarbrögðum, seth hefur Guð með
sér í óhæfuverkum og notar trúar-
brögð til að réttlæta hvaða hrylling
sem er fyrir sjálfu sér og öðrum.
Þetta á ríkan þátt i því að ég segi hik-
laust: Ég er trúlaus maður."
„Þegar ég hugsa um það
eftir áfinnst mér allt að
því óraunverulegt að við
skulum hafa komist lifandi
og heil á sönsum í gegnum
reynslu eins og þessa sem
ékkert er jákvætt við en
einhvern veginn tókst það
samt og lífið heldur áfram."
Hversu miklu máli skiptir vinnan
P'g-
„Hún skiptir mig öllu máli. Burt-
séð frá háfleygum speglasjónum
um hlutverk, gildi og erindi skáld-
skaparins þá er hann atvinna mín
og nátengdur velferð fjölskyldunnar.
Atvinna sem ég valdi mér sjálfur
af áhuga og með ánægju. Auðvitað
skiptast á skin og skúrir en á bak við
alla listsköpun liggur samt fyrst og
fremst hin gamla, góða, heiðarlega
sköpunargleði sem ég held að allir
þekki sem einhvern tíma hafa búið
til eitthvað úr einhverju. Það að
geta svalað þessari gleði og komið
hlutum í verk er mér gríðarlega mik-
ils virði.“
kolbrun@bladid.net
opiö virka daga 10-18 laugardaga 11-16 - Sunnudaga 13-1(
Rymum til fyrir nyjum vorum
afsl. af öllum indverskum vorum