blaðið - 17.03.2007, Page 33
blaðið
LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 33
Hin fullkomnu
gæludýr
Ég á tvær 5 ára gamlar læður, systurnar
Ronju og Línu. Á þeim tíma sem ég hef átt
þær hef ég komist að því að þetta eru ótrúlega
klár dýr. Einu sinni þurftum við að setja þær
í pössun í öðru sveitarfélagi og þá tóku þær
upp á því að ganga heim og það vakti mikla
furðu og aðdáun á mínu heimili. Þá voru þær
aftur settar i pössun og gengu þær aftur heim
þannig að það var útséð að það var ekki hægt
að setja þær í svona útlegð, enda höfðu þær
sýnt með áþreifanlegum hætti að þær vildu
vera heima og hvergi annars staðar.
Ronja og IJna eru ofsalega gæfar og kelnar
sem er kannski óheppilegt í mínu tilfelli þar
sem ég hef ofnæmi fyrir köttum. En ég læt
mig hafa það að taka eina pillu á dag og það er
sannarlega þess virði til að geta átt þær.
Við hjónin ákváðum á sínum tíma að fá
okkur einn kött en þegar við fórum að sækja
hann voru tveir kettlingar eftir og við tókum
þá báða. Það hefur reynst mjög vel þar sem
Ronja og Lina hafa félagsskap hvor af annarri
og fyrirhöfnin af tveimur köttum er varla
meiri en af einum. Ég held það sé óhætt að
segja að kettir séu hin fullkomnu gæludýr.
Bestu vinirnir
Ég á þrjá hunda sem heita Mandla, Kleina
og Hlenni Knöttur. Þeir eru af langhunda-
tegund og eru einnig gjarnan kallaðir pylsu-
hundar. Hlenni og Mandla eru þriggja ára
hálfsystkini og Kleina er eins árs hálfsystir
Hlenna og bróðurdóttir Möndlu, þannig að
þau eru skemmtilega skyld. Mömmur þeirra
voru fluttar sérstaklega inn frá Suður-Afríku
til ræktunar.
Þau eru öll einstök og mjög skemmtilegir ka-
rakterar. Hlenni er mjög athugull og Mandla
er meira inn í sig og í raun frekust af þeim þótt
hún líti ekki út fyrir það. Kleina er enn þá hálf-
gert barn, hleypur út um allt og er oft með dá-
lítinn æsing. Sennilega á hún eftir að verða lík
Hlenna þar sem hún er skyldari honum.
Ég hef átt hunda frá árinu 1978 og stundum
þrjá í einu eins og núna. Það hefur oftar en
ekki komið fyrir að hundarnir hafa slegist um
athygli mína, en þessi þrjú sem ég á núna lifa
blessunarlega í sátt og samlyndi. Það fylgir
því töluverð fyrirhöfn að eiga hund og það er
skemmst frá því að segja að þegar foreldrar
fara í frí geta þeir alltaf fengið pössun fyrir
börnin en enginn fæst til að passa hundinn.
En þrátt fyrir fyrirhöfnina sem fylgir þeim
gæti ég ekki hugsað mér að vera án hundanna
minna sem eru mínir bestu vinir.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, ■*>
formaður Samtakanna 78
Blíðust af
öllum blíðum
Ég á tíkina Jöklu sem verður 3 ára i næsta mán-
uði og er síberískur sleðahundur. Vegna upprun-
ans verður henni aldrei kalt hér nema síður sé.
Á nóttunni vill hún helst liggja við útidyrnar,
helst ofan á flísunum. Ég finn að þegar það er
snjór úti og kalt verður hún kampakát og finnst
afar notalegt að liggja og hvíla sig úti á hjarni. Ef
það er hins vegar rigning snýr hún upp á sig og
neitar að fara út.
Ég fékk hana Jöklu frá Svíþjóð þegar hún var
7 mánaða gömul og þar sem ég var á svo miklu
flakki ákvað ég að ég þyrfti að vera með með-
eiganda sem er Unnur Jökulsdóttir rithöfundur.
En Unnur er nú komin með hvolp undan Jöklu
þannig að ég er núna mestmegnis með hana.
Þegar Jökla kom til landsins þurfti hún fyrst
að vera í einangrun í Hrísey og hún virðist hafa
fengið áfall þar. Hún fríkar út þegar ég skil hana
eftir og þess vegna fylgir hún mér við hvert fót-
mál, í vinnuna og á fundi. En það er ekkert vanda-
mál þar sem hún er blíðust af öllum bliðum og
alveg einstakur hundur. Meira að segja fólk sem
er hrætt við hunda hænist að henni og hún þarf
aldrei að vera í bandi, enda fylgir hún mér eins
oe hvítur skueei.
Heldur að ég sé
konan hans
Ég á tvo hreinræktaða norska skógarketti
sem heita Askur og Andrá. Þau eru systkini
og verða ársgömul þann 7. apríl næstkom-
andi. Þau eru mjög ólík en bæði mjög yndisleg.
Askur er alger kelirófa og heldur hreinlega að
ég sé konan hans. Hann sefur alltaf uppi í hjá
mér og um leið og hann hittir fólk leggst hann
alltaf á bakið og gefur frá sér ákveðið hljóð
sem þýðir að það á að klappa honum. Oft er
sagt að rauðir fresskettir hafi nokkurs konar
keligen í sér og það sést vel á honum.
Andrá er þokkafullur og fíngerður köttur
og er sú klára af þeim systkinum. Hún er mjög
fim, eltir mig út um allt og finnst mjög gott
að vera nálægt mér þó hún sé minna fýrir að
láta kela við sig. Hún er ofboðslega sérvitur og
drekkur til dæmis bara vatn úr krana.
Fram að tvítugu var ég með mikið ofnæmi
fyrir köttum og hélt mig fjarri þeim. En þá
breytti ég um mataræði og þegar mamma fór
að rækta ketti komst ég að þvi að ofnæmið var
horfið. Þá kynntist ég þeim upp á nýtt og bráðn-
aði gjörsamlega, enda sá ég hvað þeir voru æðis-
legir. Ég er handviss um að það sé brey ttu mata-
ræði að þakka að ég losnaði við ofnæmið.
Sólveig Eiríksdóttir, mat-
arhönnuður og ráðgjafi í
Himneskri hollustu
.K-.S:
1P ii
Með nokkuð sterkum rökum má segja að í
borgum og bæjum nútímans sé ettgin þörffyrir
dýraeign. Bílar og strætisvagnar hafa leyst hest
inn af hólmi sem farartæki og öjJugir lásar og
þjófavarnarkerfi hafa leyst hundintt afhóltni
sent heimavörn. En óháð allri nytsemi verður
ekki annað sagt ett að mannskepnunni sé hollt
að umgangast aðrar dýrateguttdir. Ratinsóknir
hafa sýnt að gæludýr á borð við huttda og ketti
hafa góð áhrifá andlega og líkamlega heilsu
fólks, ekki stst barna og gamalmenna. BJaðið
hafði sambattd við fitttttt stolta Itunda- og katta-
eigendur og forvitnaðist ttm reynslu þeirra af
þessutn vingjarnlegu ferfætlingum.
væi'Limf
Fullgildur
fjölskyldu-
meðlimur
Ég á eina 18 ára gamla læðu sem býr á
efri hæðinni hjá foreldrum mínum, og
svo á ég eina 5 ára gamla læðu heima
hjá mér. Sú eldri heitir Doppa en það er
nafn sem ég ber ekki ábyrgð á af því að
bróðir minn skírði hana. Sú yngri heitir
Katzen og reyndar átti ég líka áður kött-
inn Gelben sem ákvað upp á sitt ein-
dæmi að skipta um eigendur og flytja
inn til fjölskyldu sem bjó neðar í göt-
unni, þar sem henni fannst of þröngt
á þingi á heimili með tveimur öðrum
köttum.
Ég er mikill kattamaður og finnst
heilmikið í þessi dýr spunnið. Þeir hafa
mjög þægilega nærveru og þar sem ég
eyði miklum tíma með Katzen er hún
orðin að fullgildum fjölskyldumeðlimi.
Fólk sem á ekki gæludýr skilur þetta
ekki en það verður samt að læra að taka
þessu. Það heldur kannski að kettir séu
heimsk dýr sem þeir eru alls ekki.
Að því sögðu má ég til með að segja
að ég verð mjög hneykslaður þegar ég
heyri að fólk láti lóga dýrunum sínum
þegar það er á leið í sumarfrí. Ég held
að þeir sem gera svoleiðis séu alls ófærir
um að skapa tengsl við dýrin. Það er
mikil synd, og sjálfur myndi ég aldrei
láta mér detta í hug að gera svoleiðis.
Óttar Norðfjörð,
rithöfundur