blaðið

Ulloq

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 34

blaðið - 17.03.2007, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 blaðið um greip hann löngun til að kveikja i. Hann velti ofninum um koll og þegar tók að loga í olíunni sem helltist niður. Guðmundur sparkaði upp hurðinni og gekk um nærliggjandi götur nokkra stund en fór svo aftur að skúrn- um. Þegar hann kom þangað var slökkvilið í óðaönn að reyna að slökkva eldinn. Guðmundur gekk til liðs við slökkviliðið og aðstoð- aði við slökkvistarfið. Skúrinn eyðilagðist í brunanum. Að lok- inni aðstoð við slökkvistarfið gekk Guðmundur áleiðis heim til foreldra sinna. Guðmundur var rétt ókominn heim þegar honum varð mál að pissa og fór inn í port við Klapp- arstíg gegnt heimili foreldra sinna. I skúrbyggingu baka til var rafmagnsvinnustofa. Guð- mundur leit þar inn og sá nokkra glóandi rafofna. Guðmundi tókst að komast inn á vinnustofuna. Þar kveikti hann eld og fór síðan heim til foreldra sinna. Hann fór í búrið og fékk sér að borða og að því loknu háttaði hann sig og lagðist til svefns. Hann hafði ekki legið lengi þegar annað fólk í hús- inu vaknaði vegna slökkvistarfa handan götunnar. Guðmundur fór fram úr og stóð með öðrum íbúum við glugga og virti fyrir sér slökkvistarfið. Slökkvistarf gekk vel og skemmdist skúrinn ekki mikið en talsvert tjón varð vegna skemmda á lausafé. Löngun til að kveikja í Aðeins þremur sólarhringum seinna var Guðmundur aftur á reiki ölvaður að nóttu til. Hann gekk eftir Grettisgötu og sá þá rúðulausan glugga í vagnasmiðju Kristins Jónssonar. Guðmundi tókst auðveldlega að komast inn. Hann tók upp eldspýtur og bar að sætastoppi sem þar var. Það tók þegar að loga. Guðmundur hrað- aði sér út. Maður í næsta húsi varð eldsins var og gerði slökkviliði viðvart. Á meðan var Guðmundur á gangi í hverfinu. Þegar slökkvi- lið var komið á vettvang gekk Guð- mundur að brunastaðnum. Hann fylgdist með slökkvistarfinu sem gekk vel. Nokkrum dögum seinna var Guðmundur á göngu um mið- bæinn. Af rælni gekk hann að Bergþórugötu 20, tveggja hæða timburhúsi. Honum varð litið inn um kjallaraglugga. Fyrir innan sá hann rusl á gólfi og sem fyrr greip hann löngun til að kveikja í. Blikkplata var negld fyrir einn gluggann. Guðmundi tókst að spenna plötuna nóg til þess að geta kastað logandi eldspýtu að ruslinu. Þegar tók að loga í. Guð- mundur gekk á brott. Á Bergþórugötu 20 voru þrett- án íbúar í fastasvefni. Ibúi á neðri hæðinni vaknaði við mikinn reyk. Hann vakti aðra íbúa, meðal ann- ars ellefu ára drng sem orðinn var hálfmeðvitundarlaus og komst ekki til meðvitundar fyrr en hann hafði verið borinn fram í forstofu þar sem loft var hreinna. Slökkvi- starf gekk allvel en samt urðu tals- verðar skemmdir á húsinu. Bruni í vesturbæ Eftir að Guðmundur hafði kveikt í Bergþórugötu 20 gekk hann að húsi númer 54 við Snorra- braut en þar voru tveir skúrar. Hann leit inn um glugga á öðrum skúrnum og sá að þar inni voru fimm hestar. Hann komst inn og tók að gefa hestunum hey og gæla við þá. Skyndilega greip hann löng- un til að kveikja í. Hann kveikti á eldspýtu og henti henni í heyið og varð strax af talsverður eldur. Hann leysti hestana og sleppti þeim út. Að þessu loknu fór hann heim. Skúrinn skemmdist mikið og svo og allt sem í honum var. Tveimur nóttum síðar var Guð- mundur enn á gangi í Reykjavík. Við Holtsgötu var netaverkstæði. Þegar Guðmundur kom að hús- inu sá hann lausan rimil við einn kjallaragluggann. Hann fór þar inn. Þegar hann hafði gengið um húsnæðið skamma stund kom hann í kaffistofu þar sem hann settist niður, fékk sér að reykja og fór að lesa blað sem þar var. Eftir Guðmundur Magnús- son, tæplega þrítugur, var árið 1948 til heim- ilis hjá foreldrum sínum á Klapparstíg. Guðmundur, sem hafði veikst af heilahimnubólgu, drakk mikið á þessum tíma en vildi helst ekki að foreldrar sínir sæju sig ölvað- an. I maímánuði hafði Hinrik Sig- urðsson bifreiðarstjóri lokið við að gera upp skúr sem hann hafði keypt en skúrinn var á óbyggðri lóð við Skúlagötu. Það síðasta sem Hinrik gerði var að mála skúr- inn að innan og til að málningin þornaði fyrr hafði hann kveikt á olíuofni. Um nóttina var Guðmundur Magnússon ölvaður og á reiki um miðbæ Reykjavíkur. Hann kom að skúr Hinriks. Þrátt fyrir að hlerar væru fyrir gluggum skúrs- ins veittist Guðmundi ekki erfitt að komast inn. Hann sá að kveikt var á olíuofninum og það þótti honum sýna kæruleysi eigandans. Þar sem hann sat á bekk í skúrn-

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.