blaðið - 17.03.2007, Page 45

blaðið - 17.03.2007, Page 45
blaöið LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 45 Gömlu meistararnir Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg á morgun, sunnu- dag, klukkan 20. Flutt verða þrjú af öndvegisverkum gömlu meistaranna Haydn, Beethoven og Brahms. í Tríói Reykjavíkur eru Peter Maté, Guðný Guð- mundsdóttir og Gunnar Kvaran. Barnakóramót Kórar úr Akureyrarkirkju, Glerár- kirkju og Eyjafjarðarsveit koma fram á tónleikum í Glerárkirkju klukkan 15 í tilefni af barnakóra- móti ÆSKEY. Aðgangseyrir er 500 krónur. Sálumessa í Kristskirkju Kammerkórinn Carmina flytur Requiem (Sálumessu) eftir spænska endurreisnartón- skáldið Tomás Luis de Victoria i Kristskirkju í dag og á morgun. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 báða dagana. Tónleikar Frímúrarakórsins Frímúrarakórinn heldurtónleika í hátíðarsal Frímúrarareglunnar að Skúlagötu 55 í dag klukkan 16. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez og Jónas Þórir leikur á píanó. Aðgangseyrir er 1500 krónur og verða miðar seldir við innganginn. Kórtónleikar á Suðurnesjum Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika I Safnaðarheimilinu I Sandgerði á morgun, sunnu- dag, klukkan 17. A efnisskrá tónleikanna eru íslensk lög, þjóðlög, ítalskar aríur og syrpur úr söngleikjum. Aðgangseyrir er 1500 krónur. Hryðjuverkaógnin Samtök hernaðarandstæðinga halda opinn fund undir yfirskriftinni Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? á skrif- stofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, á Akureyri I dag kl. 14. E1 Grillo á Seyðisfirði Sýningin El Grillo verður opnuð I menningarmiðstöðinni Skaft- felli á Seyðisfirði I dag klukkan 16. Sýningin er samstarfsverk- efni nemenda við Listaháskóla íslands og Dieter Roth Akadem- íunnar og Skaftfells. Sýning ungra listnema Opnuð verður sýning á verkum nemenda I Myndlistarskólanum I Reykjavík I Gallerýi Tukt í Hinu húsinu í dag klukkan 16. Sveifla á Vélsmiðjunni Geirmundur Valtýsson og hljómsveit halda uppi stuðinu í Vélsmiðjunni á Akureyri í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 22 og er frítt inn til miðnættis. Vilborg les ljóð f tilefni af opnun myndlistarsýn- ingar Kristínar Þorkelsdóttur f Artóteki mun Vilborg Dagbjarts- dóttir lesa Ijóð eftir sig í Borg- arbókasafni ÍTryggvagötu 15 í dag klukkan 16. Sigurður Fáfnisbani Richard Wagner-félagið sýnir óperuna Sigurð Fáfnisbana í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 13. Sýnt verður myndband af uppfærslu frá Festspielhaus í Bayreuth. Loðna og rúið sauðfé Sauðfé verður rúið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á morgun, sunnu- dag, milli klukkan 13 og 15:30. Guð- mundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri, verður að störfum í fjárhúsi garðsins og segir gestum frá um leið. Hér gefst því borgarbörnum gott tækifæri til að kynna sér rúnings- verk og segir Tómas Óskar Guðjóns- son, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, að það sé vel þess virði fyrir alla sem ekki hafa séð það áður. Fleira forvitnilegt er að sjá í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum þessa dagana því að þar er nú hægt að berja lifandi loðnu augum. „Sunnubergið sem var á loðnu- veiðum í Faxaflóa veiddi fyrir okkur lifandi loðnu og kom með til okkar hingað í garðinn og við erum kannski með um 1000 lif- andi loðnur í sjávardýrasafni hjá okkur,“ segir Tómas. „Þetta er fisk- ur sem er gríðarlega fallegur. Ég er sjálfur að sjá loðnu í fyrsta skipti lifandi í svona miklu návígi,“ segir hann. Loðna drepst yfirleitt að hrygn- ingu lokinni en nú er hún farin að hrygna í búrum Fjölskyldu- og hús- dýragarðsins. „Eggin eru á mismunandi þroska- stigi. Þau eru frjóvguð og við sjáum augu og hreyfingu. Loðnan er byrj- uð að éta hjá okkur þannig að við gerum okkur vonir um að eitthvað af henni lifi áfram,“ segir hann. „Loðnan sem hún dregur nafn sitt af sést mjög vel. Þetta eru tvær upp- hleyptar rákir á hliðinni á fisknum og það er ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ segir Tómas. Loðna til sýnis Gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins gefst nú einstakt tækifæri til að sjá lifandi toðnu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar auglýsir fasteignir til sölu Byggingar 2102 2104 2106 2110 2112 510 2114 520 2118 528 2120 2122 2126 2128 2435 2453 Tilgreindar fasteignir á starfsvæði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru hér með auglýstar til sölu. Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs og tilhögunar á greiðslu þess. Félagið áskilur sér hins vegar rétt til að taka tillit til hugmynda bjóðenda um nýtingu fasteignanna ásamt því hvaða áhrif sú nýting hefur á eftirspurn eftir öðrum eignum félagsins á svæðinu. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér því rétt til að taka þeim tilboöum sem talin eru hagstæðust, m.a. út frá ofangreindum þáttum eða hafna öllum. Eignirnar verða til sýnis frá og með mánudeginum 19. mars og verða seldar frá og með mánudeginum 28. mars nk. Frekari upplýsingar um eignirnar má nálgast á heimasíðu eða á skrifstofu félagsins. KADECO Þróunarfélag Keflavikurflugvallar www.kadeco.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.