blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 2007
blaðið
HVAÐ Kanntu betur við
FINNST dökkhærðar konur?
folk@bladid.net
ÞER?
„Ég kann vel að meta bæði Ijóshærðar og dökkhærðar"
\
Jón Baldvin Hannibalssoti,
fyrrvcrandi ráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra var kölluð
„ljóska“ af Jóni Baldvin í Silfri Egils á sunnudaginn. Kona Jóns,
Bryndís Schram, er sem kunnugt er dökkhærð.
HEYRST HEFUR
„HLJÓMSVEITIN Sviðin jörð leikur
fyrir dansi á Pravda í kvöld. Log-
andi heitur kebab og orkudrykk-
urinn Burn fylgir hverjum miða!
Eldheit stemning! Athugið að
staðurinn er ekki reyklaus!“ Svona
hljóða SMS-skilaboð sem send
voru milli manna í kjölfar bæjar-
brunans á miðvikudag. Smekklaust
segja sumir, fyndið segja aðrir...
RÁÐHERRAR fyllast gjarnan
mikilli athafnagleði og sýniþörf
rétt fyrir kosningar og taka
skóflustungur, klippa á borða og
skrifa undir samninga sem aldrei
fyrr. Siv Friðleifsdóttir heilbrigð-
isráðherra slær ekki slöku við í
þessum efnum. Það líður vart sá
dagur að ekki berist fréttir
af afrekum hennar
ífjölmiðlumog
velta menn nú fyrir
sér hvort ráðherr-
ann sé farinn að
örvænta um
að halda
sæti sínu á
þingi eftir
kosningar.
SILJA Aðalsteinsdóttir fékk í gær
íslensku þýðingarverðlaunin fyrir
bókina Wuthering Heights sem ein-
hverjir lásu sem Fýkur yfir hæðir í
eldri þýðingum. Sú þýðing þykir þó
ekki henta vel, enda úr kvæði eftir
jónas Hallgrímsson,
meðan Wuthering
Heights er bæjar-
, nafn í bókinni.
W
fj
M'Æ1
&
Verður það þó að
teljast bagalegt
að bók með
enskum
titli hljóti
slik verð-
laun...
Elín Petersdóttir hefur
leikið í Finnlandi og
Bandaríkjunum:
Elín PetersdóttirÆf/að/að
verða arkitekt, en leiddist
— stærðfræðin. Biaöiö/Eyþór
Þarf að æfa íslenskuna
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@bladid.net
Elín Petersdóttir er 34 ára íslensk
leikkona sem enn hefur ekki ratað á
fjalir leikhúsanna á Fróni. Hún hefur
þó getið sér gott orð bæði í Banda-
ríkjunum og Finnlandi. Elín flutti til
Finnlands um eins árs aldur en hefur
heimsótt heimalandið á sumrin.
„Það var frábært að koma til afa og
ömmu á sumrin f Reykjavík. Þau hafa
alltaf verið mér miklar fyrirmyndir
og hef ég oft sótt innblástur til þeirra,"
segir Elín.
Elín lærði fyrst leiklist í Danmörku.
Þaðan fór hún til New York, þar sem
hún kynntist manni sínum.
„Ég ætlaði nú alltaf að verða arkitekt.
Ég nennti hins vegar ekki að læra
alla stærðfræðina! Eg byrjaði fyrir al-
vöru í leiklistinni þegar ég fór til Dan-
merkur. Eftir að hafa verið tvö ár þar
skellti ég mér í nám til New York 1995.
Þar vann ég með námi sem þjónn,
eins og margir aðrir sem læra leiklist
þar i borg. Ég hitti Mark fyrst á sam-
eiginlegum vinnustað okkar, en hann
var og er arkitekt en ég vann við sfm-
svörun. Þá var ég reyndar lofuð, en ári
seinna kom hann á bar sem ég vann
á og hafði þá heyrt að ég væri á lausu.
Hann bauð mér sfðan upp á kaffisopa
og þá varð ekki aftur snúið!“
Élín hefur leikið ífjölmörgum stutt-
myndum, kvikmyndum og leikritum
bœði í Bandaríkjunum og Finnlandi.
En hvers vegna ekki á íslandi?
„Það er nú bara ein ástæða fyrir því.
Ég tala of bjagaða íslensku. Ég hef
bara ekki nægilega gott vald á henni
til þess að geta tjáð mig almennilega.
Ég þarf stundum að stoppa til þess
að hugsa og það gengur ekki á svið-
inu. Að vísu lék ég eitt örlítið hlutverk
f Allir litir hafsins eru kaldir, en það
„Finnar eru ekkert sérstak-
lega háværir, eins og íslend-
ingar eru oft. Við eigum
það til að drífa í hlutunum,
framkvæma þá og láta slag
standa og látum engan segja
okkur fyrir verkum“
var bara ein setning sem tók bara eina
mínútu í upptökum. Annars er ég
núna að leika á sænsku sem gengur
mjög vel. Þetta er leikrit sem fjallar
um konuna sem skaut Andy Warhol
og ég leik geðlækninn hennar, mjög
skemmtilegt hlutverk."
Elín flutti til íslands árið 2000
ásamt manni sínum. Hún segir ástæð-
urnar aðallega tvær.
„1 fyrsta lagi þá var þetta mjög prak-
tfsk lausn fyrir okkur þar sem Mark er
mikið á ferðinni til Bandarfkjanna og
ég til Finnlands og Bandaríkjanna, en
mér finnst ég hafa mjög sterk tengsl
þangað líka. Það er því mikið flökku-
líf á okkur. Það er því styttra fyrir
okkur að ferðast og síðan líður okkur
bara svo vel hérna. Við erum mjög
heimakær og hlöðum rafhlöðurnar
þegar við erum bæði heima.“
Elfn segir margt líkt með Finnum
og Islendingum. Hún segir þó margt
einnig ólíkt.
„Finnar eru ekkert sérstaklega há-
værir, eins og fslendingar eru oft. Við
eigum það til að drífa í hlutunum,
framkvæma þá og láta slag standa og
látum engan segja okkur fyrir verkum.
Finnar vilja hugsa hlutina lengur og
framkvæma ekki með neinum æði-
bunugangi. Þeir hugsa svolítið mikið
um hvort það megi gera hlutina og
eru stundum litlir í sér. Síðan má auð-
vitað segja að þessir eiginleikar séu
bæði kostir og gallar."
Elín segist hrifin af íslenskri
leikhúsmenningu.
„Það er margt gott og spennandi að
gerast hér. Þó er ekki hægt að alhæfa
neitt því leiklist er svo mikið; svo víð-
tækur og opinn miðill. Frá einleik til
söngleiks og allt þar á milli. Því er
erfitt að bera ísland saman við Finn-
land og Bandaríkin, því um svo ólíka
staði er að ræða. En hér er margt mjög
gott í gangi og það er vel,“ sagði Elín
að lokum.
BLOGGARINN...
Jón...
„Hinn vafasama gullmola dagsins
hlýtur sá góði maður Jón Baldvin
Hannibaisson sem í Sitfri Egils kaii-
aði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
„Ijóskuna í menntamálaráðuneytinu".
Eins og JBH er skemmtilegur maður
og klárþá missti hann heldur betur
andlitið og opinberaði kvenfyririitn-
ingu sína. Fyrir utan þetta virtist sem
JBH væri það ákaflega hugleikið
að vinstri flokkarnir næðu að fella
ríkisstjórnina en
samt byrjaði hann
á þvi að úthúða
Steingrími J. og
stefnu VG. Jón
ertu að koma
Hallólll"
eða fara?
Jenný Anna Baldursdóttir
jenfo.blog.is
... Baldvin...
„Það var með ólíkindum hvað Jón
Baldvin gat froðað áðan hjá Agli
Helga ÍSilfri Egils. Það er makalaust
hvað hann er mikill hrokagikkur
þegar hann fer af stað og þótti mér
nú enn verra þegar hann kallaði
menntamáiaráðherrann okkar „Ijósk-
una“. Hvað heldur eiginlega Jón
Baldvin að hann sé? Þessar vinstri
væluskjóður eru í mega panic þessa
daga þvíþær eru farnar að sjá að
það bítur ekkert á okkur stjórnarliða
og fólkið ílandinu
vill stöðugleika
og áfram-
haldandi
uppbygg-
ingu, en
ekki vinstri
giundroða
og aftur-
haid.“
Jón Axel Ólafsson
jax.blog.is
... Hannibalsson
„Já, svo sem alveg hægt að taka
undir það að því betur klæddir sem
þingmenn eru, afhvoru kyninu sem
þeireru, því auðveldara erað halda
uppi ímynd virðingar. Hins vegar
skýtur skökku við þegar fyrrum
þingmaður og ráðherra fer ísjónvarp-
ið og lýsir kvenkyns ráðherra sem
„Ijóskunni í menntamálaráðuneytinu".
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst
orð og athafnir skipta enn meira máli
en föt til að viðhalda ímynd virðingar
alþingis. “
Katrín Anna Guðmundsdóttir
hugsadu.blog.is
blaði
Auglýsingasíminn er
510 3744
Su doku
3 4 5 9 8
5 6 4 7
2 8 4
1 8 3
5 7
9
9 7 4 5 2 6
3 6 9
2 6 3
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upþ eru gefnar.
7-5 © LaughingSlock Inlamational Inc./dist. by United Media, 2004
Við erum ekki í verkfalli. Við
erum bara í 72 tíma kaffi.
HERMAN'
eftir Jim Unger