blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 18
blaðið
Staða og gildi
tónlistarnáms
Tónlistamám aðeins fyrir útvalda?
er yfirskrift fundar sem haldinn
verður í Öskju (stofu N132) í dag kl.
12-13:30. Þar verður rætt um gildi
tónlistarnáms og viðhorf stjórn-
málamanna til þess. Meðal annars
verður fjallað um aðgengi ólíkra
þjóðfélagshópa að tónlistarnámi
og hvort skynsamlegt sé að færa
það í auknum mæli inn í hið kerf-
> isbundna menntakerfi. Sigurður
Flosason, aðstoðarskólastjóri Tón-
listarskóla FÍH, heldur erindi sem
heitirTónlistarnám á íslandi, staða
þess og gildi. Að erindi hans loknu
verður efnt til pallborðsumræðna
þar sem fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna fjalla um viðhorf síns flokks til
tónlistarnáms. Loks gefst áheyr-
endum tækifæri til að leggja spurn-
ingar fyrir frambjóðendurna.
Fundurinn er öllum opinn og eru
þeir sem stunda eða hafa stundað
tónlistarnám sérstaklega hvattir til
að mæta.
. Samfélagið, félag diplóma-, meist-
ara- og doktorsnema félagsvísinda-
deildar Háskóla íslands, stendur
fyrir fundinum.
Námskynningar
Kynningarfundir um nám við Há-
skólann í Reykjavík verða haldnir
í dag og næstu daga. Stærðfræði-
svið Háskólans í Reykjavík heldur
opinn kynningarfund um BSc- og
BSED-nám í stærðfræði í dag kl.
15 til 16:20. Þar gefst áhugasömum
tækifæri til að kynna sér stærð-
fræðinámið, skoða kennslu- og
-r kynningarefni og spjalla við kenn-
ara og nemendur. Opna húsið fer
fram í húsnæði kennslufræði- og
lýðheilsudeildar að Ofanleiti 2 (4.
hæð).
Kynningarfundur um meistaranám
í tölvunarfræði verður haldinn í
húsnæði skólans að Kringlunni 1
á morgun, miðvikudag, kl. 17 og á
fimmtudag verður opinn kynningar-
fundur um meistaranám í alþjóða-
viðskiptum (MSc International
Business) að Ofanleiti 2 og hefst
sá fundur kl. 12.
Hugmyndarikir verkfræðlnemar í Háskóla íslands
Bjór og hreyfingarleysi
Eftir Einar Jónsson
einar.jonsson@bladid.net
Ætla mætti að nemendur í véla- og
iðnaðarverkfræði við Háskóla íslands
hefðu aðallega áhuga á að drekka bjór
og hreyfa sig sem minnst þegar litið er
á prófverkefni þeirra úr námskeiðinu
Tölvustýrður vélbúnaður sem kynnt
voru í gær. Meðal verkefna má nefna
bjór- og vínkæli, sjálfvirka bjórdælu
sem stytta á biðina eftir bjór á veit-
ingahúsum, þjark sem þrífur glugga
á húsum og hlið sem hægt er að opna
með SMS-skilaboðum.
Magnús Þór Jónsson prófesor segir
að námskeiðið hafi verið kennt í nokk-
ur ár og mörg frumleg og skemmtileg
tæki hafi komið út úr því í gegnum
tíðina svo sem internetstýrður skot-
pallur og tæki sem vaktaði ungbörn í
barnavögnum. „Ef barnið fór að gráta
þá ruggaði það vagninum og ef það
tókst ekki að svæfa barnið með því þá
gerði það foreldrunum viðvart með
því að hringja í þá,“ segir hann.
Námskeiðið gengur út á að nemend-
ur smíði frumgerð hlutar sem tengir
saman tölvustýringu og vélbúnað
sem hreyfist. Að öðru leyti hafa nem-
endur frjálsar hendur með hugmynd-
ir og útfærslu þeirra.
„Þeir mega sjálfir velja verkefnin og
þá er það í rauninni þeirra að leysa
þau. Þeir fá metið hvernig til tókst og
það sem þeir eru að sýna fram á í dag
(mánudag) er að tækin sem þeir hafa
smíðað virki. Það er eiginlega sama
hvernig þeir hanna tækið því að ef
það virkar ekki hefur þeim ekki tekist
að leysa vandamálið," segir hann.
Mikil vinna liggur að baki verkefn-
um nemendanna og segir Magnús að
síðustu vikur hafi þeir unnið að þeim
dag og nótt. „Það tekur tíma að fá
hluti til að virka eða útvega sér íhluti
og búnað,“ segir hann og bætir við að
ýmis fyrirtæki hafi útvegað þeim bún-
að sem sé mjög virðingarvert.
Tryggir skilvirkara lýðræði
Eitt prófverkefnanna heitir Framtíð-
armótmælandinn og er eftir Árna Pét-
ur Gunnsteinsson, Benedikt Skúlason
og Heimi Hjartarson. Mótmælandan-
um er ætlað að auðvelda almenningi
að koma skoðunum sínum á framfæri.
Markmið tækisins er að hægt verði
að virkja það til að kasta eggi að illa
þokkuðum valdníðingum með SMS-
skilaboðum. I lýsingu á tækinu segir
að með því móti megi tryggja skilvirk-
ara lýðræði. Nú þarf fólk að mæta á
staðinn til að koma skoðunum sínum
á framfæri en með tilkomu Mótmæl-
andans þarf það hvorki að hreyfa
legg né lið. Árni Pétur, einn hönnuða
tækisins, þvertekur fyrir að þeir félag-
ar séu miklir mótmælendur sjálfir.
,Nei, ég get ekki sagt það. Við erum
bara að gera þetta í gríni. Markmiðið
með verkefninu er að tengja saman
vélbúnað og tölvustýringu. Við vor-
um með ýmsar hugmyndir en ákváð-
um að leggja ekki út í neitt rosalega
flókið þar sem við erum náttúrlega í
fullu námi. Okkur fannst þetta bara
skemmtileg hugmynd," segir Árni
sem treystir sér ekki til að kveða upp
úr um hvort mikil þörf sé fyrir slíkt
tæki hér á landi.
Partígræja sumarsins
GuðniSteinarssonogSæþórÁsgeirs-
son eiga heiðurinn af hönnun bjór- og
vínkælis sem kælir bjór eða vín niður
í kjörhitastig á stuttum tíma eða um
þremur mínútum. Kælirinn er mik-
ið þarfaþing og segir Guðni að menn
séu almennt ánægðir með hann. „Ég
held að þetta sé partígræja fyrir sum-
arið,“ segir hann. „Það er náttúrlega
gaman að fá sér bjór og betra að hafa
hann kaldan og þá er gott að geta kælt
hann á einfaldan hátt.“
Guðni segir að hann hafi fengið hug-
myndina í byrjun annar en ýmsir erf-
iðleikar komu upp i sköpunarferlinu.
,Það er búið að ganga á ýmsu. Við lent-
um í vandræðum með kælihólfið sem
við smíðuðum. Það lak alltaf vatni og
við vorum að reyna að kítta í það. Síð-
ast í gær (sunnudag) þegar við vorum
að ganga frá rafmagninu sprakk öll
rásin framan í okkur. Þetta leit illa
út en tókst samt svona ljómandi vel á
endanum," segir Guðni sem er greini-
lega ánægður með uppfinninguna.
Náðu kjörþyngd
- kíktu inn á metasys.is
4
metasys.is
virkar
strax!
fift hylk
Kemur i veg fyrir og eyðir: Bolgum, þreytuverkjum og harösperrum
á feröalögum og viö álagsvinnu. jgum* vi/íí***
Styrkir varnir húöarinnar gcgn skaöscmi sólar. Húöin vcröur fyrr fallcga brún + „w,
i sól og Ijósabekkjum, mcö rcglulegri inntöku helst húöin lcngur brún.
Sigruðu í
Raunveruleiknum
Nemendur í ío. bekk Tjarnar-
skóla sigruðu í Raunveruleik Lands-
bankans annað árið í röð en verð-
launaafhending fór fram í síðustu
viku. í keppni einstaklinga fór Unn-
ur Svava Sigurðardóttir, nemandi
í Hvassaleitisskóla, með sigur af
hólmi.
Þetta er í þriðja skipti sem efnt er
til Raunveruleiksins og frá því í okt-
óber hafa rúmlega 1600 nemendur
tekið þátt í honum.
Raunveruleikurinn er gagnvirkur
hermileikur á Netinu sem gengur
út á að fræða nemendur um ábyrga
meðferð fjármuna og neytendamál.
Þátttakendur þurfa að vinna verk-
efni um fjármál, atvinnulíf og neyt-
endamál aukþess að taka ákvarðan-
ir um lífshætti og neyslu persónu
sinnar í leiknum.
Þátttakandi hefur leikinn sem
ungmenni um tvítugt sem er á leið
út í lífið eftir framhaldsskóla. Hann
fær ákveðna byrjunarupphæð á
bankareikning en að öðru leyti er
líf hans óskrifað blað. Auk þess að
móta persónu sína þarf hann að
taka ákvarðanir um neyslu, eyðslu,
nám, vinnu, mataræði, búsetu og
annað slíkt.
Þátttakendur keppast fyrst og
fremst við að komast af i hörðum
heimi raunveruleikans, þekkja og
skilja gangverk þjóðlífsins, ná end-
um saman, taka réttar ákvarðanir,
læra af mistökunum og þroskast.
Höfundur Raunveruleiksins er
Ómar Örn Magnússon, kennari í Haga-
skóla, og er leiknum ætlað að koma
til móts við þörf fyrir nútímalegt
og vandað námsefni fyrir unglinga
í lífsleikni með áherslu á neytenda-
mál. Leikurinn hefur hlotið verðlaun
norrænu ráðherranefndarinnar sem
besta námsefnið á þessu sviði.