blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 15
blaðió ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 15 Hræsnarar vilja þagga niðurþað sem kraumar undir hjá þjóðinni með stimplinum rasismi. Umrœðan Albert Jensen undanskilin. Aðeins ein úr þessum fjölda fannst mér óhæf. Þá konu hef ég ekki séð í nokkur ár. Hinar eru ljúf- mannlegar ogþolinmóðar. Meðferðin á þessum konum og þeim fáu íslensku sem enn láta þetta yfir sig ganga er þjóðarskömm. Til að gera starfið þokkalega aðlaðandi þarf mikil kaup- hækkun að verða í þjónustunni og bætt vinnutilhögun. Aðeins þannig er velsæmis gætt. Notfæra sér neyð Á fáum misserum hefur meiri fjöldi útlends farandverkafólks og innflytjenda streymt til landsins en Frónverjar hafa getað tekið við með sæmd. Langt umfram það sem aðrar þjóðir gera. Að skipulagið var ekki í okkar höndum má rekja til óforsjálla, nánast hræsnisfullra pólitíkusa og þrýstings frá verktökum, en ljóst er að margir þeirra ásamt vinnumiðlurum hafa notfært sér neyð þessa fólks. Ég hef ógeð á íslensku og útlendu fólki sem hýsir verkafólk í gámum og at- vinnuhúsnæði, svo ekki sé talað um aðbúnaðinn, okrið og launasvindlið. Ekki er afsannað að útlendur leigu- miðlari á fólki hafi sagt verktökunum sem hann útvegaði eða leigði landa sína, að þeir mættu berja úr þeim leti og múður. Pólverjar eru duglegir og fjölmennastir í hópi innfluttra. Ein- staklingum úr röðum innflytjenda sem skaða okkur og þeirra heiður á að vísa umsvifalaust úr landi. Við eigum ekki að fylla fangelsin af útlendum misindismönnum. Þeim er næg refs- ing að vera vísað úr landi. Hræsnarar Ótrúlegt er hve margt ágætis fólk lætur óábyrga blaðrara úr röðum þingmanna og öfgafulla einstaklinga leiða sig í ógöngur í málum innflytj- enda. Síðasta hálmstrá gamals, úr sér gengins stjórnmálaflokks, er að ófrægja alla þá sem vilja málefnalega umræðu um innflytjendur. Hann og fleiri með slæma fortíð verða sér frekar til skammar á öðrum sviðum til að forðast athygli í þeim efnum. Málefnaleg umræða „Síðasta hálm- strá gamals, úr sér gengins stjórnmála- flokks, erað ófrægja alla þá sem vilja málefnalega umræðu um innflytjendur. * Þú færð gómsætar uppskriftir ó www.holta.is Vinsælasti ferski kjúklingurinn á Islandi' *Skv. könnun Capacent Gallup, október 2006 Eru Islendingar Norður- landameistarar í hræsni? Þótt ég mæli með íslandshreyfing- unni, fyrirlít ég alla hræsnis- og fúkyrðafullar árásir á Frjálslynda flokkinn sem einn allra þorir að ræða skipulagslausan innflutning á fólki. Klaufaskapur formælendanna og lævís útúrsnúningur andstæðing- anna veldur því að þjóðin fær ranga sýn á meininguna. Stóriðju- og ESB- stefna flokksins er hans Akkillesar- hæll. Hræsnarar vilja þagga niður það sem kraumar undir hjá þjóðinni með stimplinum rasismi. Þó ólíku sé saman að jafna má segja að það minni á þá sem horfa aðgerðalausir á illþýði berja saklausan mann. Þora jafnvel ekki að segja frá af ótta um sjálfa sig. Orð eru til alls fyrst og við eigum ekki að láta hagsmuni huglausra hræsnara koma í veg fyrir að viðkvæm mál séu rædd. Ég gæti auðvitað ekki verið á lista hjá íslands- hreyfingunni og stutt hana af alefli ef ég hefði ekki samúð með fólki sem er að sækja okkur heim. Höfundur er trésmíðameistari og býður sig fram fyrir hönd íslandshreyfingarinnar Um daginn varð ég sem oftar vitni að því hvernig íslendingar gjörnýta útlent verkafólk og innflytjendur. Svo langt er gengið, að jaðrar við andlega og líkamlega útjöskun. 1 þessu tilfelli voru þrjár asískar konur í umönnun- arstörfum í tveimur blokkum við Sléttuveg. íbúar húsanna eru flestir ósjálfbjarga og álagið langt umfram getu starfskvennanna. Tvær voru á sífelldum hlaupum milli húsanna. I öllum veðrum, alla daga síðastliðin ár, fara konurnar oft á dag milli hús- anna úr hitanum út í kuldann, upp og niður misfæran brattann og aftur inn í hitann. Á báðum stöðum tekur við þeim andlega og líkamlega mikil vinna sem gerir umtalsverðar kröfur til þeirra. Ég er viss um að hámenntuð- ustu sérgráðufurstar sem hafa þreföld árslaun þessa fólks á mánuði, yrðu að gjalti frammi fyrir slíkum kröfum. Svívirðilega lág laun Vegna svívirðilega lágra launa, álags í þrælkunarstíl og skilnings- og til- litsleysis stjórnenda er svo slæmt orð komið á þennan rekstur Félagsþjón- ustunnar að fólk fæst ekki í vinnu. Ef íslensk kona hættir í starfinu kemur útlend í staðinn sem ekki skilur málið. Eftir að ég fór að fylgjast með starf- semi Félagsþjónustunnar við Sléttu- veg, hafa kynni mín af útlendum starfs- konum verið góð ef málakunnáttan er Mexikóskt kjúklinga taco í boði Svövu Vífilsdóttur, nema. Skerið 400 gr af kjúklingalærum i strimla og kryddið með 2 matskeiðum af Mexico kryddblöndu. Steikið strimlana á milliheitri pönnu í 5-7 mínútur. Setjið hálfan poka af salati, eina papriku í strimlum, sneiddan rauðlauk og kjúklingastrimlana i taco skálar (miðað við einn pakka) og berið fram með 1 dl af salsasósu, guacamole og sýrðum rjóma. Skreytið síðan með fersku kóríander.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.