blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 12
blaðið
blaði
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Ár og dagurehf.
Trausti Hafliðason
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Óspennandi barátta
Það eru ekki nema tæpar þrjár vikur til kosninga. Ætli fólk átti sig al-
mennt á þessu? Jú, eflaust átta kjósendur sig á þessu en ég hef efasemdir
um að frambjóðendur geri það, slík er ládeyðan í kosningabaráttunni.
Ef fram fer sem horfir verður þessarar kosningabaráttu minnst sem ein-
hverrar þeirrar minnst spennandi i manna minnum.
Það er með ólíkindum hversu óspennandi hin pólitíska umræða hefur
verið, sérstaklega eftir páska þegar maður ætlaði að hún færi á fullt. Það
er hreinlega eins og handritið hafi verið skrifað af stjórnarflokkunum.
Það er þannig í þeim löndum sem búa við fulltrúalýðræði að kosninga-
baráttan er knúin áfram af stjórnarandstöðuflokkunum. Það eru þeir
sem þurfa að sækja á. Það eru fyrst og fremst þeir sem þurfa að benda
á það sem miður hefur farið hjá ríkisstjórnarflokkunum. Það eru þeir
sem þurfa að sannfæra kjósendur um mikilvægi þess að fella núverandi
stjórn - mikilvægi þess að breyta til.
Það er ekki hægt að segja að stjórnarandstöðunni hafi tekist neitt af
þessu. Að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Kannski bíður hún
með ásana, en guð minn góður hvað þeir eru þá langt uppi í erminni.
Reyndar leyfi ég mér að efast um að hún finni ásana innan þriggja vikna
og ef hún finnur þá ekki þá heldur núverandi stjórn velli.
Miðað við núverandi aðstæður er alls ekki órökrétt að halda því bein-
línis fram að það sé harla lítill málefnaágreiningur milli flokkanna í
þeim málum sem skipta kjósendur hvað mestu. En ef hann er til staðar
þá hefur stjórnarandstöðunni að minnsta kosti alls ekki tekist að draga
hann fram. Fram að þessu hafa kosningarnar fyrst og fremst snúist um
stóriðjumál, samgöngumál og kannski skattamál. Það fjaraði reyndar
mikið undan stóriðjuumræðunni eftir kosningarnar í Hafnarfirði. Svo
virðist sem kjósendur séu orðnir þreyttir á þeirri umræðu eða að þeim
finnist kannski nóg komið fyrst komið var í veg fyrir stækkun álversins í
Straumsvík. Þetta endurspeglast ef til vill best í fylgi Vinstri grænna sem
hefur snarminnkað samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
Það eru fáir sem andmæla því að íslendingar búa almennt við vel-
megun. Það má aftur á móti deila um hvort það er núverandi stjórn að
þakka eða öðrum. Þessi uppgangur hefur hins vegar kostað sitt. Verð-
bólgan hefur um langt skeið mælst alltof há, viðskiptahallinn hefur verið
gríðarlegur og húsnæðisverð hækkað fram úr öllu hófi, svo mjög að ungt
fólk á í stökustu erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Þó Is-
lendingar búi almennt við velmegun þá er líka alveg ljóst að aldraðir og
öryrkjar hafa dregist aftur úr. Stjórnarandstaðan hefur gert sér lítinn
mat úr þessu.
Fyrir þá sem vilja líflega og málefnalega umræðu fyrir kosningar þá
hefur botninum vonandi verið náð. Vonandi fer kosningabaráttan að
hefjast.
Trausti Hafliðason
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
NÁM í ÍTALSKRI HÖNNUN OG TÍZKU
MILANO • TORINO • ROMA • BARCELONA • MADRID
KENNT ER Á ENSKU, ÍTÖLSKU, EÐA SPÆNSKU
Istituto Europeo di Design hefur í 40 ár verið í fararbroddi
hönnunarskóla í Evrópu. Nám hjá IED hentar vel nemum sem hafa
lokið grunnnámi á lista- og hönnunarsviði, svo og þeim sem lokið
hafa BA námí tengdu tísku- og hönnun. Nám hjá IED er einstakt
tækifæri til að upplifa af eigin raun óviðjafnanlegt umhverfi i'talsks og
spænsks hönnunarheims.
IStltutO/^K
Europeo w
di Design
KYNNTU ÞÉR MÁUÐ • SÍMI 562 2220 • WWW.LINGO.IS
12
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007
ÞIDþARNA!
ÉG ætla m
L/irfl YKKþh
VITfl
Vií> ^KpMumst
EKKi A P/J MVM
mmnim vimst í
VfTlSLobUM MAwjv/leSJM
. EVMPAR. OQ %újJT\JR1W
i IUSTUR5TRÆH Rt\lÞREj
AETUFl TEKlMN UPP.
Sagan
Stofnun Samfylkingarinnar
markar skörp skil í íslenskri stjórn-
málasögu. Þeirri uppstokkun sér
ekki fyrir endann á og gagnlegt
að líta til upphafsins nú þegar
þriðja atlagan að einokun Sjálf-
stæðisflokksins og hægri manna
á íslenskum stjórnmálum stendur
sem hæst.
Árið 1999 buðum við fram í
fyrsta sinn. í loftinu lá að um
tímamót var að ræða. Nú yrði
ekki snúið til baka. Sameiginlegt
framboð flokkanna fjögurra, A-
flokka, Kvennalista og Þjóðvaka
árið 1999 undir forystu Margrétar
Frímannsdóttur, Jóhönnu Sigurð-
ardóttmv Guðnýjar Guðbjörns og
Sighvats Björgvinssonar markaði
merkileg skil í söguna. Saman
skyldu starfa f einum flokki fé-
lagshyggjuöflin á Islandi. Einn
breiður jafnaðar- og félagshyggju-
flokkur varð til. Reynt var að ná
öllum með. Nokkrir einstaklingar
töldu sér það ekki fært. Samfylk-
ingin var ekki nógu langt til
vinstri að þeirra mati. Of mikið
slegið af. Auðvitað var málum
miðlað og deilur settar til hliðar.
Ekkert mál að finna sér tilefni til
brottfarar. Stæði hugur til þess.
En hið merkilega gerðist að
flokkarnir náðu saman mínus
Steingrímur J. og fáeinir aðrir.
Þeir voru sósíalistar af þeirri gerð-
inni að ekki áttu samleið með hóf-
samari félagshyggju. Ekkert mátti
slá af.
Nýr miðflokkur
Því er sérkennilegt í besta falli
að fylgjast með þróun VG nú
þegar byrlegar blæs i könnunum
Klippt & skorið
T0
l
u
|orkennileg hljóð eru
farin að berast úr sókn-
arlúðrum Framsóknar-
flokksins en flestar kannanir
sem gerðar hafa verið mæla flokkinn með innan
við tíu prósenta fylgi. Verði það raunin geta sjö
af tólf þingmönnum flokksins skráð sig atvinnu-
lausa eftir þrjár vikur. Guðni Ágústsson varafor-
maðursegirstöðuna erfiða ogljóstaðflokkurinn
þurfi að íhuga stöðuna vel að loknum kosningum.
Kliþþari man ekki betur en flokkurinn hafi ein-
mitt komið sérstaklega saman eftir hrapallegar
niðurstöður í sveitarstjórnarkosningum fyrr í
vetur með einmitt það í huga að íhuga stöðuna
vel.í kjölfarið var skipt um formann. Forvitnilegt
verður að vita hvort flokksmenn finni aftur hjá
sér þörf til að skipta um fyrirliða fari kosningar á
þannveg semkannanirsýna.
og Samfylkingin
hjá flokknum og fimmtungur
kjósenda spáir í að leggja þeim til
atkvæði sitt. Þá breytist margt og
iða kemst á hlutina. Helg vé falla
og mildari blær er á framsetningu
allra þanka flokksins.
Flokkurinn fer að miðju. Ekki
á að hækka skatta. Ekki heldur á
fjármagn og fyrirtæki. Ekki stopp
á stóriðju heldur frestun og hlé
eins og Samfylkingin boðar. Hver
veit nema megi meira að segja
ræða um Evrópusambandið og
breytingar á landbúnaðarstefnu
Framsóknar? Ekki enn en hver
veit, það eru enn nokkrir klukku-
tímar til kosninga. Einfaldlega
Björgvin G. Sigurðsson
svona; skilaboðin eru um margt
sæmandi ágætum sósíaldemókra-
tískum flokki. Svona að því er
virðist við fyrstu sýn. Þá hlýtur
maður að velta því upp; af hverju
fóru þeir ekki með í sögulegt
ferðalag um sameiningu vinstra
megin við miðju? Hvað varð um
vinstri harðlínuna sem átti að
reka til hliðar við breiða félags-
hyggjuflokkinn? Því í ósköpunum
að dreifa kröftum og undirstrika
þannig stöðu hægri manna í
einum íhaldsflokki?
Breiður félagshyggjuflokkur
Samfylkingin var stofnuð til að
búa til stóran, breiðan jafnaðar-
flokk. Valkost við íhaldið. Valda-
flokk til vinstri sem breytti þjóð-
félaginu í anda félagshyggju og
samhjálpar.
Sú þróun stendur enn yfir og
hefur gengið vel. 30 prósent flokkur
á þingi og í sveitarstjórnum. Nú er
sótt að þeirri stöðu. Verjum hana
af öllu afli. Blekkingar til hægri
og vinstri mega engu breyta þar
um. Nú í nokkar vikur er meira
að segja Sjálfstæðisflokkur frjáls-
hyggjuúlfur í velferðargæru. Það
mun standa stutt yfir. Það væri
mikið áfall fyrir íslenskt félags-
hyggjufólk ef þessi staða breytt-
ist og fylgi við flokkanna félli í
far gömlu margsundruðu vinstri
flokkanna. Sundrungin sem Sjálf-
stæðisflokkurinn nærðist á. Sterk
Samfylking markar endalok valda-
skeiðs Sjálfstæðisflokksins. Svo
einfalt er það mál. Sundraðir og
fylgislitlir flokkar vinstra megin
við miðju sem keppa að því marki
að verða næsti partner íhaldsins
er framhald á þeirri sterku stöðu
sem hægri öflin hafa í íslenskum
stjórnmálum. Einu Norðurland-
anna. Verjum því sterka stöðu Sam-
fylkingarinnar af öllum þeim pól-
itíska þrótti sem tiltækur er. Um
leið tryggjum við það að Island
verði aftur í hópi norrænu velferð-
arríkjanna. Endurreisum velferð-
arkerfið. Sterk Samfylking er eina
svarið við þessari þróun. Vinnum
þennan sigur í vor.
Höfundur er þingmaður og oddviti
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
r
aðdraganda alþingiskosn-
inga er flugvallarmálið
aftur farið að bera á góma.
Fleiri eru fylgjandi núverandi
legu flugvallarins en talið var en ekki er alveg
búið að slá út af borði þeirri hugmynd að færa
hann út á Löngusker. Mun það vera æskilegur
sameiningarkostur fyrir marga þótt kostnaður-
inn sé ef til vill í hærri kantinum. Tíminn hlýtur
þó að vera orðinn naumur þegar hafðar eru í
huga landvinningahugmyndir Gunnars Birg-
issonar í Kópavogi. Uppfyliingar þær undir
íbúðir og iðnað er þar hafa verið skoðaðar við
vesturströndina fara langleiðina að skerjunum
og Gunnar vill ólmur hefjast handa. Hætt er
við að fyrirhugað bryggjuhverfi missi marks
þegar umferð Fokker-véla og einkaþotna er al-
gengari en skemmtibáta og seglskútna íbúa.
Blaðamenn Frétta-
blaðsins, þeir Björg-
vin Guðmundsson og
Páll Baldvin Baldvinsson, eru
jafnan með nóg á sinni könnu. Morgundag-
urinn kann þó að verða þeim erfiður í skauti
enda bókstaflega gert ráð fyrir að báðir séu
á tveimur stöðum í einu. Annars vegar í Hér-
aðsdómi Reykjaness þar sem aðalmeðferð fer
fram í meiðyrðamáli gegn þeim og tveimur
öðrum frá klukkan níu árdegis til þrjú um dag-
inn. Hins vegar eiga þeir einnig að vera við-
staddir fyrirtöku vegna annars meiðyrðamáls
gegn þeim ( Héraðsdómi Reykjavíkur laust
fyrir klukkan ellefu. Bæði málin eru höfðuð
vegna starfa þeirra sem ritstjóra DV í fyrra.
albert@bladid.net