blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 blaöið VEÐRIÐ I' DAG Léttskýjað fyrir norðan Suðaustan 10 til 18 og skúrir, en 5 til 10 norðan- og austanlands og léttirtil. Hiti 3 til 8 stig, en allt að 14 stigum í innsveitum yfir hádaginn. Á FÖRNUM VEGI Á MORGUN Hvasst syðra Suðaustan 5 til 13 m/s og rign- ing, hvassast og úrkomumest suðvestanlands, en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðantil. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Óskað eftir staðgöngumóður: 23 Glasgow 20 Hamborg 21 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 24 London 16 Madrid 23 Montreal 13 New York 20 Orlando 3 Osló 16 Palma 16 Paris 24 Stokkhólmur 15 Þórshöfn Á að leyfa stað- göngumæðrun? Ásgerður Sigrfður Sigurðardóttir Nei, mér finnst réttara að aettleiða frá bágstöddum löndum. Bæði ólöglegt og siðferðilega hæpið ■ Auglýst eftir móðurkviði í Morgunblaðinu ■ Staðgöngumæður neita að láta börn af hendi 17 16 12 23 24 9 B Karl Gunnlaugsson Já, ef þær geta ekki átt börn öðruvísi er það hið besta mál. Jón Stefánsson Já, af hverju ekki? Guðfinna Guðlaugsdóttir Já, mér finnst það. Egill S. Finnbogason Já, hvað kemur það fólki við hvað aðrir eru að ganga með? Og fleiri kemur til. „Við tækni- frjóvgun er aðeins meiri hætta á fötlun. Og hvað ef eitthvað fer úrskeiðis; er hægt að skilyrða það í samningum að parið taki við barninu? Upp koma einkennilegar spurningar sem gerir þetta mjög sið- ferðilega hæpið,“ segir Vilhjálmur. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net 1 Morgunblaðinu um helgina birt- ist auglýsing þar sem óskað var eftir staðgöngumóður, en stað- göngumóðir er kona sem gengur með og elur barn sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun, en hefur samþykkt fyrir meðgönguna að láta það af hendi við fæðingu. Staðgöngumæðrun er óheimil á ís- landi, en þess eru dæmi að íslensk pör hafi farið til útlanda til að láta konu ganga með væntanlegt barn sitt. Haqur barnsins og móður Ástæða þess að staðgöngu- mæðrun er bönnuð er álitamál sem geta komið upp varðandi móðerni barnsins. Reynsla frá löndum þar sem staðgöngumæðrun er leyfð sýnir að hætta er á að konur sem láta frá sér barn sem þær hafa alið verði fyrir miklum sálfræðilegum skaða, og komið hafa upp dæmi þar sem staðgöngumæður neita að láta börnin af hendi þrátt fyrir að hafa gert samning um það. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki og sérfræðingur í lífs- siðfræði, segir fleiri siðfræðileg álitaefni fylgja staðgöngumæðrun. ,Þeir sem eru fylgjandi staðgöngu- mæðrun tala um þetta sem frelsi fullveðja einstaklinga til að gera samninga sín á milli, og benda að auki á að verið sé að bæta úr barn- leysi sem fólki líður illa yfir. En á móti kemur að þetta snýst ekki aðeins um þessa fullveðja einstak- linga sem gera með sér samning. Huga verður að barninu, en hugsan- lega er verið að tefla hagsmunum þess í tvísýnu með því að að setja það í mjög sérstaka aðstöðu." Við slíkar aðstæður geti barn lent í tilfinningalegri togstreitu vegna tengsla sem það myndar við staðgöngumóðurina. Eg hallast gegn staðgöngu- mæðrun Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki. Mérfinnst að opna eigi fyrir þennan möguleika ReynirTómas Geirsson, yfirlæknirá kvennasviði LSH. Móðurkviður sem söluvara Vilhjálmur segir einnig vafasamt hvort barnsburður sé svið sem selja eigi undir lögmál markaðar og viðskipta, þannig að konur sem þjáist af fátækt leiðist jafnvel út í að gerast staðgöngumæður í fullu starfi. Slíkt þekkist víða erlendis. „Maður heyrir konur stundum segj- ast geta skilið það að aðrar vilji ger- ast staðgöngumæður þótt þær vilji ekki gera það sjálfar. Þá kemur upp spurning um það hver hvatinn sé; hvort hann sé bara fjárhagslegur. Ef svo er er hætt við því að viðkom- andi kona misbjóði líkama sínum.“ Þótt hægt væri að forðast slíkt með því að banna greiðslur fyrir staðgöngumæðrun segir Vil- hjálmur að hún væri samt tvíbent út frá hagsmunum barnsins. „Ef ég ætti sjálfur að taka afstöðu í þessu þá mundi ég hallast gegn staðgöngumæðrun, aðallega út frá barnaverndarsjónarmiðum.“ Reynir Tómas Geirsson, pró- fessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítala-háskólasjúkrahúss, tekur ekki alveg í sama streng. „Mér finnst ekki að koma eigi til greina að konur fái greitt fyrir að ganga með börn, En mín persónu- lega skoðun er samt sú að opna eigi fyrir þennan möguleika, eða a.m.k. skoða það vel.“ Sumardekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum GUMMIVINNUSTOFAN SP DEKK Skipholti 35, 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið: mán -fös 8-18 lau 9-15 Kárahnjúkavirkjun: Vafasamt vatn í kaffistofu Fram til þessa hefur yfirborðs- vatn verið leitt inn í kaffiskúr á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun, og það meðal annars notað til að hella upp á kaffi. Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði athugasemd við þetta, enda segir Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri þess, að ekki sé ráðlegt að drekka vatn úr ám og lækjum á íslandi. „Við segjum oft að það sé í lagi að drekka vatn af yf- irborði lækja og áa þegar við erum að hlaupa um landið, en það eru vaxandi vísbendingar um að svo sé alls ekki. Við erum að finna kam- fýlóbakter og jarðvegsgerla í vatn- inu, og við höfum vísbendingar um nýja tegund af veiru sem erfitt er að greina í vatni og grunur leikur á að valdi magasýkingum." Starfsmenn Kárahnjúka þurfa þó ekki að óttast vantslagninar sem leiða vatn í svefn- það lengur, því frá og með deginum í skálana og mötuney tið, en það vatn dag verða kaffiskúrarnir tengdir við stenst kröfur Heilbrigðiseftirlitsins. i Tær laekur? Visbendingar eru um að grunnvatn á Islandi sé alls ekki meinlaust. ____________Mynd/Bryn]iir Gouli I* •■■■■■■aRMswHfc

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.