blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 9
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 9 Bretland: Lést eftir maraþon Skipuleggjendur Lundúnamara- þonsins tilkynntu í gær að 22 ára Breti, sem hné niður eftir að hafa lokið hlaupinu á sunnudaginn, hafi dáið. Hlauparinn var fluttur á sjúkrahús eftir að hann lauk hinu rúmlega 42 kílómetra langa hlaupi í hita sem hafði ekki mælst hærri í 27 ára sögu hlaupsins. Nærri 36.400 manns hófu hlaupið klukkan níu á sunnu- dagsmorgninum og höfðu 35.974 manns klárað hlaupið síðar um daginn, eða klukkan sex. Rúm- lega sex hundruð manns tókst ekki að Ijúka hlaupinu, þar á meðal var Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassie sem var talinn einna líklegastur til að sigra. Kæra stjórnvöld: Vilja öll gögn og skýrslur Stjórn Samtaka um betri byggð hefur kært borgarstjórann f Reykjavík og samgönguráðherra til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Samtökin hafa óskað eftir því að fá afhentar skýrslur sam- ráðshóps um framtíð Reykjavikur- flugvalíar sem borgarstjórinn og ráðherrann skipuðu. f yfirlýsingu frá samtökunum segir að þau hafi fyrst óskað effir skýrslunum 13. apríl sL, og hafi ítrekað ósk sína degi áður en 7 daga frestur til að verða við ósk þeirra rann út. Þau telja að samkvæmt upplýsinga- lögum beri yfirvöldum skylda til að afhenda þeim skýrslurnar. Alþjóðabankinn: Wolfowitz segi af sér Rúmlegu fjörutíu fyrrverandi háttsettir embættismenn innan Alþjóðabankans hafa hvatt Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabank- ans, til að segja af sér embætti. Wolfowitz hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann við- urkenndi að hafa veitt ástkonu sinni stöðuhækkun og mikla launahækkun innan bankans. Hópurinn, sem samanstendur meðal annars af átján fyrrum varaforsetum Alþjóðabankans, segja Wolfowitz hafa glatað trausti og virðingu starfsmanna Alþjóða- bankans. Wolfowitz hefur beðist af- sökunar á mistökum sfnum og seg- ist vilja halda áfram að vinna að mikilvægum verkefnum bankans. Samningur um orkusölu: Álvinnsla í Helguvík árið 2010 Norðurál og Hitaveita Suður- nesja undirrituðu í gær samning um orkusölu til fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Samkvæmt samningnum mun Hitaveitan útvega Norðuráli raforku fyrir ál- verið, þar á meðal allt að 150 MW fyrir fyrsta áfanga álversins sem miðast við 150.000 tonna ársfram- leiðslu. Þetta kom fram í fréttatil- kynningu sem Hitaveitan og Norð- urál sendu frá sér í gær. Reykjanesbær, Hitaveita Suð- urnesja og Norðurál undirrituðu á vormánuðum 2005 samstarfs- samning um könnun á mögu- leikum þess að álver yrði reist. Strax í kjölfarið var farið af stað með frekari könnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum, hafnarað- stæðum, staðsetningu og öðrum þáttum. I júní undirrituðu Norð- urál, Hitaveita Suðurnesja og Orku- veita Reykjavíkur viljayfirlýsingu um raforkusölu til fyrirhugaðs ál- vers í Helguvík. Ef allt gengur sam- kvæmt áætlun er áformað að jarð- 2007 og að fyrsta afhending orku vegsframkvæmdir hefjist í lok árs til álvinnslu verði árið 2010. dJI]Qin UJJ íj/ J/jyJ óí'úM HEILSUDYN Ein besta heilsudýna í'heimi IQ-CARE aðlagast fullkomlega að líkamanum og tryggir dýpri og betri svefni. IQ-CARE er svæðisskipt og gefur því réttan stuðning fyrir mjóbak og axlir. IQ-CARE er með opnari efniseiginleika en flestar vörur úr skyldum efnum og andar því betur. IQ-CARE aðlagast hraðar að líkamanum en flest rúm úr skyldum efnum. IQ-CARE er ein sterkasta efnablanda sem þróuð hefur verið og endist því lengur en skyldar vörur IQ-CARE þrýstijöfnunarefnið er mikið notað og viðurkennt af sjúkrahúsum og heilsustofnunum. VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA! S-CAPE WALLHUGGER Hjónarúm með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 369.900 stgr. Rúm sem dregst að veggnum þannig að þú helst við hlið náttborðsins. • Mest seldi botninn í heiminum. • Upplýst þráðlaus fjarstýring með öllum stillingum.i. • Sterkir og hljó[átir þýskir lyftumótorar. • Sér stilling fyrir höfuðlag. • Öflugir nuddmótorar með sjálfvirkum tímarofa. • Einn allra sterkasti stálgrindarbotn sem framleiddur er í dag. • Öll liðarmót úr flugvélaplasti. • 12 ára ábyrgð. Loftrúm án rafmagns Hjónarúm með okkar bestu IQ-CASÆ heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 219.900 stgr. Mest selda stillanlega rúmið Frábær reynsla á íslandi frá árinu 2000. • Sterkir og hljóðlátir þýskir mótorar. • Stýring er einföld og þægileg. • Mýkra axlasvæði og stillanlegt mjóbakssvæði. • Hægt að fá stillanlega fætur sem ráða hæð rúmsins. • 5 ára ábyrgð. Ef þig vantar gott og sterkt stillanlegt rúm þá er BIFLEX lausnin. Frí þrýstijöfnunarmæling sem greinir hvaða dýna hentar þér best Dalsbraut 1 SVEFN & HEILSA GEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI £.Utö. Svefn&heilsa ^ ★ ★ ★ ★ ★ ^ Svefn&heilsa ^ ★★★★★ ^ AKUREYRI IGII.I. ÞORSTHNSSOX KÍRÓPRAKTOR Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00 REYKJAVÍK www.svefn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.