blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 blaðið SELFOSS Sekt fyrir að valda hneykslan INNLENT Héraðsdómur Suðurlands dæmdi 17 ára pilt í 30 þúsund króna sekt fyrir að valda hættu og hneykslan á almannafæri. Pilturinn sat uppi í aftur- rúðu bíls sem ekið var um götur Selfoss og neitaði að auki að gefa lögreglu upp nafn sitt og kennitölu. 365 MIÐLAR Pétur framkvæmdastjóri tekjusviðs Pétur Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla ehf. Péturtekurvið af Helga Birni Kristinssyni. Innan tekjusviðs fer fram öll sala áskrifta á sjónvarpsstöðvum 365 miðla og auglýsinga- sala Ijósvakamiðla félagsins og Fréttablaðsins. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Ekki vilji til að færa völlinn Ríflega 54 prósent segja framtíðarmiðstöð innan landsflugs á höfuðborgarsvæðinu eiga að vera í Vatnsmýri, samkvæmt skoðanakönnun Frétta- blaðsins. Fleiri landsbyggðarmenn eru fylgjandi núverandi staðsetningu en höfuðborgarbúar. Danmörk: „Lille pige"í kastljósið Friðrik, krónprins Dana, og Mary, kona hans, leyfðu fjöl- miðlum að mynda nýjustu prins- essu dönsku konungsfjölskyld- unnar í fyrsta sinn þegar hjónin yfirgáfu ríkissjúkrahúsið í Kaup- mannahöfn í gær. Prinsessan hefur enn ekki fengið nafn en gengur undir nafninu „lille pige“. Hún fæddist síðastliðinn laugar- dag, vó 3,35 kíló og var 50 senti- metrar á hæð. „Lille pige“ er annað barn Frið- riks og Mary, en fyrir áttu þau drenginn Christian sem kom í heiminn fyrir um einu og hálfu ári. 'lnnritun fynr_ haustönn 200 stendur yf»r. ■ Öflugt starfsnám sem skilar árangri ■ í fyrra komust færri að en vildu ■ Upplýsingar og skráning á haustönn í síma 544 4500 og á www.ntv.is Fermingargjafir fyrir poppara, rappara og rokkara Mbox mini MXL 2006 Condenser míkrófónn Míkrófónsnúra Míkrófónstatíf Esi Mear-04 Studio- hátalarar med magnara Fullt verð 79.280 kr. Fermingartilbod 65.900 kr. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Boris Jeltsín, fyrrum Rússlandsfor- seti, lést í höfuðborginni Moskvu í gær, 76 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber, en heimildarmenn erlendra fjölmiðla segja að hann hafi látist úr hjart- veiki sem hrjáði hann um margra ára skeið. Jeltsín átti stóran þátt í endanlegu falli Sovétríkjanna, en hann varð fyrsti þjóðkjörni forseti Rússlands í júní árið 1991. Jeltsín sagði óvænt af sér forsetaembætt- inu á gamlársdag árið 1999 og skipaði Vladimír Pútín forsætis- ráðherra sem eftirmann sinn, fram að forsetakosningunum sem fram fóru nokkrum mánuðum síðar. Jeltsín vakti mikla athygli og öðlaðist virðingu víða í heiminum þegar hann varði lýðræðið með því að flytja ræðu af skriðdreka í mið- borg Moskvu við valdaránstilraun harðlínumanna í ágúst árið 1991 og fylkti sér þar með að baki Mikhaíl Gorbatsjov, leiðtoga Sovétríkjanna. Gorbatsjov steig þó af valdastóli í desembermánuði sama ár. Jeltsín var þó umdeildur alla valdatíð sína og álitu fjölmargir Rússar hann vera hetju fyrir að hafa bundið enda á kommúnista- stjórnina í Moskvu. Aðgerðir Jelt- síns í þá veru að færa Rússland frá miðstýringu í átt að markaðshag- kerfi að vestrænni fyrirmynd voru mjög umdeildar og einkenndust af mikilli spillingu. Efnahagsaðgerð- irnar ollu því að nokkrir auðguð- ust gríðarlega á meðan lífskjör fjöl- margra Rússa versnuðu mikið. Enn fremur varpaði slæmt heilsufar og drykkjuvandi hans miklum skugga á forsetatíð Jeltsín. Gorbatsjov sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem hann sagði dauða Jeltsíns vera sorgleg örlög. ,Ég votta fjölskyldu hins látna mína dýpstu samúð.“ Gorbatsjov sagði að merkir atburðir sem voru til hagsbóta fyrir rússneska þjóð, sem og alvarleg mistök, hafi hvílt á herðum hins látna. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að Jeltsín hefði verið merkur forseti á tímum mikilla breytinga og áskorana fyrir Rússland. „Við vottum frú Jeltsín, fjölskyldu hans og rússnesku þjóð- inni samúð okkar.“ Boris Jeltsín fæddist 1. febrúar árið 1931 í smábænum Butka í Úr- alfjöllum. Hann ólst upp við kröpp kjör, en hlaut menntun og starfaði sem byggingaverkfræðingur áður en hann komst til áhrifa innan Kommúnistaflokksins. Jeltsín var lítt áberandi frá því að hann lét af forsetaembætti í lok árs 1999. Hann lætur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og barnabörn. BORIS JELTSÍN Febrúar 1931 Fæddist í Butka í Úralfjöllum. 1955 Gengur aö eiga Naina og eignast meö henni tvær dætur. Júli 1990 Gengur úr Kommúnistaflokknum. Júní 1991 Kjörinn Rússlandsforseti (Innan Sovétríkjanna). Ágúst 1991 Flytur ræðu af skriðdreka og talar gegn valdaránstilraun harölínumanna. Bannar starfsemi Kommún- istaflokksins. Desember 1991 Tekur viö af Mikhail Gor- batsjov sem þjóðhöföingi. 1992 Verðsetning gerð frjáls og Jeltsín hefur einkavæöingu. Október 1993 Rússland á barmi borgara- stríðs og Jeltsín skipar stjórnarhernum að skjóta á þinghúsið þar sem uppreisnarmenn höfðu komið sér fyrir. Desember 1994 Sendir skriðdreka inn i Téténíu. Júní 1996 Endurkjörinn Rússlandsforseti. Fær hjartaáfall í miðri kosningabaráttu. 1998 Efnahagskrísa í landinu og rússneska rúblan fellur um 75 prósent. Desember 1999 Segir af sér og skipar Vladimir Pútín í embætti forseta landsins. April 2007 Deyr í Moskvu, 76 ára að aldri. Saksóknari í máli gegn Jónasi Garðarssyni: Andmælir mati heilasérfræðinga „Þetta snýst um að hann hafi verið ófær um að taka meðvitaðar og rök- réttar ákvarðanir eftir áreksturinn sökum höfuðhöggs og eiginlega allt þar til báturinn sökk. Við teljum að svo hafi ekki verið. Að matið byggi ekki á miklum læknisfræðilegum gögnum, ekki umfram það sem lá fyrir í héraðsdómi,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari í máli Jónasar Garðarssonar. Mat tveggja sérfræðinga í heila- og taugasjúk- dómum, sem kom fram í málflutn- ingi fyrir Hæstarétti síðastliðinn föstudag, telur Sigríður ekki skipta máli um ákvörðun sektar. „Auðvitað kemur mikið högg á bátinn þegar hann keyrir á þetta sker. Höfuðið kastast til og heilinn þar með inni í kúpunni. Þá merst augntaug. Það sáust engir áverkar á heilanum við sneiðmyndatöku. En læknarnir segja í þessu mati, ef ég man rétt, að það þurfi í sjálfu sér ekki að sjást. Menn geti fengið heilahristing eða eitthvað. Hann var með sár á hökunni en enga aðra ytri áverka á höfði,“ segir saksóknarinn sem andmælti því að matið yrði lagt til grundvallar í málinu. „Auðvitað vankast hann við höggið í kannski nokkrar mínútur á eftir en kannski ekki í 30 mínútur. En menn hugsa kannski ekki rök- rétt undir áhrifum áfengis og hvað þá við þessar aðstæður," bætir Sig- ríður við. Engir áverkar á heila við mynda- töku Jónas Garðarsson, fyrrver- | andi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.