blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 13
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 2007
13
r
Ekki innflytjendavandi á íslandi
Eiríkur Bergmann og fleiri í líkri
stöðu, sem ekki telja sína atvinnu
og afkomu í hættu vegna straums
innflytjenda, tala digurbarkalega
og gera lítið úr áhyggjum verka-
fólks og iðnaðarmanna. Fullyrðing
Eiríks og liðsmanna hans sem þeir
halda mjög fram er á þessa leið: Við
viljum hafa rétt til þess að fara utan
og starfa erlendis og hví eigum við
þá að amast við erlendu verkafólki
á Islandi. Rétt er að benda Eiríki
enn einu sinni á þá staðreynd að
hver sá íslendingur sem utan heldur
til starfa krefst hvar sem er sömu
launa og innlendir menn og gjarnan
heldur hærri ef hægt er. Hið gagn-
stæða gerist hér á landi og það er eitt
vandamálið sem þarf að taka á, inn-
flytjendunum til góðs. Eiríkur Berg-
mann og viðhlæjendur hans vita
(held ég) að einungis örfáir illa upp-
lýstir menn amast við hinu erlenda
verkafólki. Af pólitískum ástæðum
kýs hann og lið hans hins vegar að
halda því fram að Frjálslyndir séu
upp til hópa andstæðingar hins
erlenda fólks. Það er rangt. Ég til
dæmis talaði á fundi Frjálslyndra
ákveðið máli hins erlenda fólks og
lagði áherslu á að ekki væri enn til
innflytjendavandi á íslandi. Ég full-
yrti hins vegar að varðandi innflytj-
endur væri vandamálið íslenskir
atvinnurekendur, verkalýðsleið-
togar og íslenskir stjórnmálamenn.
Ég lagði áherslu á í ræðu minni að
við ættum að sýna hinu erlenda
verkafólki vinsemd og hjálpsemi
og stuðla að því eftir mætti að það
kynntist sem fyrst þeim reglum sem
gilda um laun og kjör á hérlendum
vinnumarkaði.
Rasismi
Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sem
tók upp mál mitt á fundinum kaus af
einhverri ástæðu að kljúfa úr ræðu
minni þau orð sem slitin úr sam-
hengi mátti túlka sem rasisma. Þessi
vinnubrögð fréttastofunnar eru afar
ámælisverð og sýna ekkert annað en
hlutdrægni eða með öðrum orðum
ófyrirleitni í því skyni að bregða því
ljósi á fund Frjálslyndra að þar væru
rasistar á ferð. Þau vinnubrögð hugn-
ast Eiríki Bergmann greinilega mjög
vel og öðrum sem stunda ámóta
óheiðarlegan málflutning. Að frétta-
stofa ríkisútvarps landsmanna skuli
klippa bút úr ræðu sem flutt var á
fundinum í þvi skyni að „sanna'
með rangindum að rasisti hafi talað
gegn útlendu fólki er hneisa. Að Ei-
ríkur Bergmann skuli taka undir
slíkt, án þess að hafa heyrt alla ræðu
íslenskukennslu er til skammar. Að annað en flótti pólitískra afla sem
íslensktfólksemvillbreytaþessuog skammast sín og reyna að breiða
bæta hag hins erlenda verkafólks sé yfir skítinn.
kallað rasistar vegna þess að það vill _____________________________________
ræða þessi mál, er vitanlega ekkert Höfundur er leigubílstjóri
Að opna maðkaveituna
Til skammar
Loks skal ég geta þess að hvorki
ég né nokkur annar á fundi Frjáls-
lyndra talaði gegn innflytjendum en
uggandi voru margir vegna hinnar
miklu og óstýrðu fjölgunar þess
fólks sem streymir til landsins og
lendir hér hjá óhæfum stjórnmála-
mönnum, sljóum verkalýðsleið-
togum og atvinnurekendum sem
stunda nánast þrælahald. Að vilja
ekki ræða þessi mál er til skammar.
Að halda erlendu verkafólki í ólög-
legu húsnæði er til skammar. Að
láta það viðgangast að erlent verka-
fólk vinni jafnvel á hálfum launum
er svívirða. Að okrað sé í húsaleigu
á erlendu fólki er óþolandi. Að erlent
fólk sem komið er hér í vinnu fái enga
Á fundi Frjálslyndra í Skeif-
unni 7 fyrir skömmu tók ég þátt í
umræðum varðandi málefni inn-
flytjenda. Ríkissjónvarpið birti í
fréttum örlítið brot af málflutningi
mínum, þar sem ég nefndi þau áhrif
sem hátíðarhöld í miðborg Malmö
höfðu á mig. Að venju óvandaðra
fjölmiðla var birt brot sem orkað
gat tvímælis og bent gæti til rasisma.
Eiríkur Bergmann og fleiri hafa van-
hugsað, pólitískt ef ekki beinlínis af
illum hvötum velt sér upp úr þessu
broti ræðu minnar. Ég geri ekkert
með bull óvandaðra manna en hefi
hingað til ekki talið Eirík til þess
hóps þó ég telji hann einfalda mjög
og gera lítið úr þeim vanda sem gíf-
urlegur innflutningur fólks sem er
af erlendu bergi brotið getur valdið
og sem þegar hefur valdið ólgu sem
er þegar orðin kveikja að vanda-
málum hér í landi.
mína, er skiljanlegt en honum til
skammar. Skiljanlegt þar sem Ingi-
björg Sólrún, vinkona hans, ásamt
R-listanum í Reykjavík fór í farar-
broddi fyrir þeim verknaði að bjóða
út ræstingar í skólum borgarinnar
sem varð til þess að laun lækkuðu
fyrir þau störf og varð upphafið að
því að erlent verkafólk gekk á lægri
launum inn í störf sem íslendingar
höfðu gegnt áður. Þeir sem nenna
ættu að kynna sér máttleysi Eflingar
í því máli og sinnuleysi stjórnmála-
manna í Reykjavík varðandi sama
mál og ósvífni atvinnurekandans
sem tók að sér ræstingarnar. Þeir
munu sjá að það sem ég fullyrti á
fundi Frjálslyndra í Skeifunni er
rétt.
I/andamálið er
íslenskir atvinnu-
rekendur, verka-
lýðsleiðtogar og
stjómmálamenn.
Kristinn Snæland
ORUGG FJ ARFESTI NG A ISLENSKA H LUTABREFAMARKAÐN U M
ICE
in Höfuðstólstryggður
0 4 0 8
hlutabréfareikningur
Vegna frábærra undirtekta á ICEin 0308
höfum við opnað fyrir sölu á ICEin 0408.
Fjárfestu á íslenska hlutabréfamarkaðnum án fyrirhafnar og
með takmarkaðri áhættu. ICEin 0408 er höfuðstólstryggður
hlutabréfareikningur sem fylgir gengi íslenska hlutabréfa-
markaðarins, OMXI15 vísitölunni (áður ICEX-15).
• Lágmarksupphæð er 500.000 kr.
• Innlánið er bundið í eitt ár
• Ávöxtun allt að 25%
• Höfuðstóll er tryggður
• Upphafsgengi ákvarðast í lok dags 26. apríl
Kynntu þér málið á kaupthing.is, í þjónustuveri bankans
í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi.
So/ut/'mab/7
0408
16.-26.
apr/7
KAUPÞiNG
Hugsum lengra
Svívirða Að láta það viðgangast
að erlent verkafólk vinni jafnvel á
hálfum launum er svívirða.