blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 24.04.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007 blaðiö VESTFIRÐIR Sekt fyrir líkamsárás Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi tæplega tvítuga stúlku í 40 þúsund króna sekt fyrir líkamsárás fyrir utan veitingastað í Bolungarvík í mars. Stúlkan sló meðal annars með krepptum hnefa í höfuð annarrar stúlku. Hin dæmda játaði verknaðinn. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Sautján stútar teknir Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvuna- rakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina, þar af tíu í Reykjavík. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, átta á laugardag og jafn- margirásunnudag. REYÐARFJÖRÐUR Fyrsta álið frá Alcoa Áli var um helgina tappað úr fyrsta kerinu sem gangsett var nýlega í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls. Gangsetning hófst um miðjan mánuðinn og er gert ráð fyrir að um 40 ker verði gang- sett í þessum fyrsta áfanga. Alls verða 336 ker í álverinu og framieiðslugetan verður 346.000 tonn á ári. Hveralykt tífaldast: Er og verður inn an heilsumarka „Þær kvartanir sem hafa borist vegna hveralyktar eru teljandi á fingrum annarrar handar og brennisteinsvetnismengun á höf- uðborgarsvæðinu er langt undir öllum heilbrigðismörkum og hún verður það áfram þrátt fyrir fyr- irhugaðar virkjanir við Krýsuvík og á Hellisheiði," segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Eins og sagt var frá í fréttum Sjónvarps um helgina hefur brenni- steinsvetnismengun í Reykjavík allt að tífaldast eftir að Hellisheið- arvirkjun var tekin í notkun, en slík mengun getur verið banvæn. Þegar mengunin hefur mælst sem hæst á höfuðborgarsvæðinu nær hún þó ekki nema einum þriðja af viðmiðunarmörkum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar. Reglurnar um magn brennisteinsvetnis eru þó mjög mismunandi eftir löndum, og athyglisvert er t.d. að topparnir á höfuðborgarsvæðinu eru þrisvar sinnum hærri en leyfileg brennisteinsvetnismengun í Kaliforníuríki. Engar reglu- gerðir eru á Islandi um það magn brennisteinsvetnis sem virkjanir og verksmiðjur mega losa út í and- rúmsloftið. Að sögn Þorsteins Jóns- sonar hjá Umhverfisstofnun er þó von á slíkum viðmiðunarreglum á næstu mánuðum. LAGERUTSALA í Síðumúla 3-5 40-70% afsláttur af nærfatasettum á dömur, herra og börn W Æ \Jajolef AXÍOM' Sími 567 7776 - Opiðvirka daga kl. 12-18, laugardaga kl. 11-15 EUROVISION-UPPHITUN SPRON Taktu þátt í leik á spron.is fyrir 1. maí og þú gætir unnið ferð fyrir tvo til Helsinki og verið með i fylgdarliði Eiriks. Fylgstu með á spron.is *. 'spron Tenging Helgafellsbrautar við Vestur- landsveg Tillaga Varmársamtakanna Varmársamtökin kynna tillögu að nýrri tengibraut: Verndar grænt útivistarsvæði ■ Bjargar Álafosskvos ■ Vilja ekki samstarf ■ Umhverfisskýrsla í vinnslu Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net ,Ég er alveg ósammála því sem haft hefur verið eftir Ragnheiði Rík- harðsdóttur bæjarstjóra að tillaga Varmársamtakanna að leiðum í Helgafell hafi meiri umhverfis- áhrif í för með sér en leiðin á deili- skipulagi yfirvalda Mosfellsbæjar.“ Þetta segir Sigrún Pálsdóttir, einn aðstandenda Varmársamtakanna sem um helgina kynntu tillögu að nýrri leið til og frá Helgafellshverfi að Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Markmiðið með tillögu samtak- anna, sem unnin var undir hand- leiðslu umferðarsérfræðinga, er að vernda útivistarsvæði við Varmá og að koma í veg fyrir að Álafoss- kvos verði eyðilögð. Varmársam- tökin vilja að grænt útivistarsvæði nái frá íþróttavellinum upp með ánni að Álafosskvosinni og áfram upp að Reykjalundi. Leggja sam- tökin til að helstu vegtengingar verði í útjaðri byggðarinnar en ekki í henni miðri. „Tengibrautin sem yfirvöld skipuleggja fer inn að aðalíþrótta- skólasvæði Mosfellsbæjar og þess vegna yrði mikil hætta á svifryks- mengun þarna. Þetta er bara rétt við fótboltavöll barnanna okkar. Auk þess yrði mengun í kvos- inni, vinsælasta ferðamannastað Mosfellsbæjar, og í sjálfri Varmá. Þessi tengibraut á deiliskipulag- inu veldur viðvarandi umferðar- hávaða og liggur í raun meðfram ánni á mjög löngum kafla," bendir Sigrún á. Hún geturþess jafnframt að á deiliskipulagi og aðalskipu- lagi sé vegur yfir Varmá eins og í tillögu Varmársamtakanna. Þau hafi ekki átt frumkvæði að því veg- arstæði. „Það var líka uppástunga sérfræðinga í umferðarverkfræði að leggja veginn þarna frekar en að skemma kvosina." Samtökin segjast ekki vilja beina allri umferð ofan byggðar inn á Þingvallaveginn, heldur fara niður að Vesturlandsvegi við jaðar byggðarinnar. Sigrún bendir á að í tveimur af fjórum tillögum arkitektastofa sem þátt tóku í samkeppni um skipulagningu Helgafellslandsins hafi ekki verið gert ráð fyrir vegi um Álafosskvos. „Verkfræðingar sem við höfum verið í samstarfi Uppástunga sérfræðinga Sigrún Pálsdóttir, Varmársamtökunum við mæla með þessari tillögu sem við höfum nú sett fram. Við bárum upp þá ósk við bæjarstjóra þann 21. febrúar að gefið yrði grænt Ijós á að við færum í sam- starf við ákveðna verkfræðistofu um að bjóða íbúum upp á fleiri valkosti. í svari sem okkur barst nú í apríl var ekki fallist á þessa ósk okkar. Bæjaryfirvöld vilja ekki samstarf. Það sýndi sig líka á íbúaþinginu um helgina. Sjálf- stæðisflokkurinn var eini stjórn- málaflokkurinn sem ekki sendi fulltrúa á þingið.“ Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa ákveðið að láta gera umhverf- isskýrslu um tengiveg inn í Helga- fellshverfi. Endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverf- isskýrslu verður auglýst til kynn- ingar og gefst þá öllum tækifæri á að koma með athugasemdir. Heilsugæslan á Siglufirði: Þúsund fermetra viðbygging rís Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, und- irritaði í gær verksamning við byggingafélagið Berg hf. um við- byggingu við húsnæði Heilsugæsl- unnar á Siglufirði. Viðbyggingin, sem mun rísa austan við núverandi húsnæði, verður liðlega 1000 fer- metrar að stærð á tveimur hæðum. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá ráðuneyti Sivjar í gær. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við bygginguna verði um 270 millj- ónir króna en áætluð verklok eru um mitt sumar 2008. Núverandi sjúkrahús á Siglufirði var vígt árið 1966 og leysti þá af hólmi eldra hús sem tekið var í notkun 1928. Gamla húsið var rifið árið eftir vígslu nýja hússins, en nýbyggingin sem nú er verið að hefjast handa við mun að hluta til rísa þar sem gamla húsið næðis Heilbrigðisstofnunarinnar á stóð. Viðbyggingin er liður í heild- Siglufirði sem staðið hefur yfir frá arendurbótum og stækkun hús- árinu 2002.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.