blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaðiö VEÐRIÐ I DAG Skúrir Suðlæg átt, 3-8 m/s en 8-13 við suðvesturströndina. Skúrir og síðar rigning eða súld sunnanlands- og vestan en bjart að mestu norðaustan til. Hiti 7 til 13 stig að deginum Á FÖRNUM VEGI Finnst þér brennis- teinslykt hafa aukist í Reykjavík? Valgerður Halldórsdóttir Nei, ég get ekki sagt það. Rannveig Snorradóttir Ég hef ekki tekið eftir því. Ögmundur Kristinsson Nei. Einar Bragi Árnason Nei, ég hef ekki tekið eftir því. Jónas Hallgrímsson Nei. Á MORGUN Léttir til Suðlæg átt, víða 8-13 m/s en sums staðar 13-18 við vesturströndina. Súld eða rigning S- og V-lands, en léttirtil á NA- og A-landi. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. VlÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 22 26 21 24 12 13 26 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 15 New York 24 Orlando 11 Osló 13 Palma 18 París 13 Stokkhólmur 6 Þórshöfn 13 18 11 26 27 18 7 Steingrímur J. Sigfússon um varnarsamstarf við Noreg: Norðmenn kannski að ganga á lagið Ekki bara frændur ■ Pólitísk samskipti í bókun ■ Málssókn vegna Svalbarða Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Þetta er áminning um að þetta séu ekki einföld mál og verður til þess að menn spyrja sig hvort Norðmenn séu kannski að ganga pínulítið á lagið. Ég hefði viljað að menn hefðu verið búnir að fara betur yfir alla þætti málsins og velta þeim fyrir sér fram og til baka áður en þeir færu að gefa fyrirheit um margþætta sam- vinnu,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, um væntingar Norðmanna vegna sam- komulagsins við ísland um varnar- og öryggismál sem undirrita á í Ósló um hádegisbil í dag. Fram hefur komið í fréttum í Noregi að Norðmenn vænti þess að samkomulagið muni mögulega hafa jákvæð áhrif á afstöðu Islend- inga til mála sem þjóðirnar hafa deilt um á norðurslóðum. „Það eru meðal annars þessi viðkvæmu pólitísku samskipti sem ég mun koma inn á í minni bókun. Norð- menn eru ekki bara frændur og samstarfsaðilar, heldur einnig keppinautar," leggur Steingrímur áherslu á. Hann boðaði bókun er samkomulagið var kynnt fyrir utanríkismálanefnd Alþingis á þriðjudag eftir að það hafði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni. Sem dæmi um deilumál þjóð- anna nefnir Steingrímur sérstak- lega kröfur Norðmanna til yfirráða á Svalbarðasvæðinu sem íslend- ingar hafi mótmælt. „Það heitir svo að verið sé að undirbúa máls- sókn af hálfu íslands fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag. Við áskiljum okkur rétt til að láta reyna á það að hnekkja forræði Norðmanna á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Það hafa líka verið átök um norsk-ís- lenska síldarstofninn og um loðnu og kolmunna hefur stundum verið samið og stundum ekki.“ Steingrímur mótmælir þeim orðum Valgerðar Sverrisdóttur ut- anríkisráðherra að málið sé ekki hápólitískt. „Auðvitað er þetta hápólitískt mál. Eins og fram hefur komið eru í þessu samkomulagi gefin fyrirheit um fjárútlát og það gefur auga leið að þetta hefur utanríkispólitíska þýðingu. Að sjálfsögðu þarf Alþingi að ræða þessa hluti og vera þátttak- andi í að móta stefnuna." Tölur um kostnað vegna varn- arsamstarfsins hafa ekki verið ##i ' í Norðmenn einnig fhi ^ >§. keppinautar - 1 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna nefndar, að sögn Steingríms. „Það er ekki komið á það stig. Það kemur til með að verða samið sérstaklega um það áður en kemur til útgjalda. En ráðherra hefur sjálf greint frá því að gefin hafi verið fyrirheit um útgjöld. Það er ákveðið skref fólgið í því.“ Formaður Vinstri grænna veltir því fyrir sér hvers vegna verið sé að undirrita samkomulagið rétt fyrir kosningar. „Það er pólitísk lykt af þessu. Ég hefði talið eðlilegra að þetta yrði látið í hendurnar á nýrri ríkisstjórn sem fengi þá málið til framkvæmda næstu fjögur árin. Þá gæfist kostur á opnari umræðu." Það er mat Steingríms að ný rík- isstjórn geti ógilt samkomulagið. „Þetta bindur ekki hendur manna um aldur og ævi. Þetta er ekki þjóð- réttarleg skuldbinding. Það er ekki stór skaði skeður þótt menn vilji endurmeta málin eftir kosningar." Chile: „Ofurjörð“ fundin Evrópskir stjörnufræðingar hafa fundið plánetu utan vetrar- brautarinnar sem líkist jörðinni meira en nokkur annar þekktur hnöttur. Vísindamenn segja hugsanlegt að vatn sé að finna á hnettinum og að meðalhitinn sé á bilinu núll til fjörutíu gráður. Hugsanlegt sé að aðstæður þar séu þannig að líf þrífist þar. Plánetan fannst með Eso 3,6m stjörnukíkinum í Chile og er radíus hnattarins um 1,5 sinnum stærri en radíus jarðarinnar. Plánetan er á sporbaug umhverfis hina daufu stjörnu Gliese 581 í stjörnumerki Vogar- innar, sem er í rúmlega tuttugu ljósára fjarlægð. Frakkland: Bayrou getur hvorugt stutt Miðjumaðurinn Francois Bayrou ætlar hvorki að lýsa yfir stuðningi við hægrimanninn Nicolas Sarkozy né Segolene Royal, forsetaefni sósíalista, fyrir síðari urnferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer þann 6. maí. Bayrou fékk tæp- lega fimmtung atkvæða í fyrri umferðinni, var þriðji og komst því ekki í síðari umferðina. Búist er við að síðari umferðin muni að mestu ráðast af því hvernig stuðningsmenn Bayrou greiða atkvæði sín, Bayrou sagðist hvorki geta stutt Sarkozy né Royal þar sem hann sagði stefnu þeirra ekki vera franskri þjóð til hagsbóta. Svaníauq Jóhannsdóttir vidskiptafrædinqur Hvers vegna seljum við dýrmæta orku á útsöluverdi? Stöldrum við, ísland er ekki á síðasta söludegi ISLANDSHREYFINGIN www.lslandshreyflnqln.ls Ufuuti, Aðalfundur Landsvirkjunar í dag: Jóhannesi Geir sparkað út Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður settur af sem stjórnarfor- maður Landsvirkjunar á aðalfundi í dag. Við tekur Páll Magnússon, fyrr- verandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Stöð 2 greindi frá í gærkvöld. Fullyrt var að ólga væri innan Framsóknarflokksins vegna máls- ins og sagt að ráðherrar hefðu tekið snerru í gær. Formannsskiptin eru gerð að undirlagi Jóns Sig- urðssonar, formanns flokksins og iðnaðarráðherra. „Ég get staðfest að ég læt af stjórn- arformennsku á aðalfundinum en vil að öðru leyti ekki tjá migsagði Jóhannes Geir í samtali við Blaðið ígær. Jóhannes Geir hefur verið stjórnar- formaður Landsvirkjunar í tíu ár og setið í stjórn í tólf ár fyrir Framsókn- arflokkinn. Formanni Framsóknar- flokksins ku hafa þótt orðið tímabært að skipta um mann eftir langa stjórn- arformennsku Jóhannesar Geirs.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.