blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 bla6ið kolbrun@bladid.net Hvaða skólakrakki sem er getur elskað eins og kjáni en að hata er list. Ogden Nash Afmælisborn dagsms RUDOLF HESS NASISTAFORINGI, 1894 LUDWIG WITTGENSTEIN HEIMSPEKINGUR, 1889 Beitt áhöld Bókaforlagið Jentas gefur út í kilju bókina Beitt áhöld eftir Giliian Flynn. Sagan greinir frá ungri blaðakonu sem send er til æskustöðvanna til að skrifa um röð morða sem framin hafa verið. En ekki er nóg með að hún þurfi að skrifa um morðin heldur er hún sjálf veik á geði og á það til að skera sig með beittum áhöldum. Við rann- sókn málsins verður henni Ijóst að þessi árátta hennar gæti verið lykillinn að lausn máls- ins. Hér er á ferðinni einstæð sakamálasaga sem hlotið hefur einróma lof um allan heim og er bókin tilnefnd til Edgar-verðlaun- anna 2007 (Edgar Allan Poe) sem veitt verða þann 26. apríl næstkomandi. Bókin er gefin út samtímis á (slandi og í Banda- ríkjunum. Metsölulistinn - íslenskar bækur 1. 2. 3. Viltuvinna milljarð? - kilja Vikas Swarup Síðasti musterisriddarínn - Khoury Raymond Saffraneldhúsið - kilja Yasmin Crowther Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini Ása Richardsdóttir„/</h- verjar eru einlæglega hrifnir af þvísem við erum að gera. Þeir væru ekki að kosta miklu til nema vegna þess að þeir hafa áhuga á þessum verkum." Blaöið/Eyþór Varúlfurinn - kilja Fred Vargas Mikilvægt að nema ný lönd 6 Sá yðar sem syndlaus er - kilja Ævar Örn Jósepsson ? Sér grefur gröf - kilja Yrsa Sigurðardóttir 8 Skíðaferðin - kilja EmmanuelCarrere 9 Mannslíkaminn PennySmith Hringur Tankados - kiija 10. DanBrown Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Méls og menningar dagana 18.04 - 24.04. Metsölulistinn - erlendar bækur ( TheNightGardener George Pelecanos 2 WhitethornWoods Maeve Binchy 3 5'th Horseman James Patterson 4 Insight Concise Wortd Atlas InsightGuides s At Risk Patricia Cornwell BrokenBones/BreaknoBones Kathy Reichs ? TheNamingoftheDead lanRankin slenski dansflokkurinn hélt í gær i sína fyrstu sýningarferð til Kína. Flokkurinn sýnir í þremur borgum í Kína: Shangh- ai, Guangzhou og Peking. „Þetta er í fyrsta skipti sem ts- lenski dansflokkurinn fer til Aust- urlanda fjær. Við lítum svo á að jafnframt því að sinna danslistinni hér heima þá eigum við að taka þátt í hinu alþjóðlegu samstarfi sem fer fram á sviði dansins. Því skiptir mjög miklu máli að nema ný lönd, spegla sig í mismunandi menningu og láta til sín taka sem víðast. Á síð- ustu árum höfum við sýnt mikið í Evrópu og nú er komið að því að fara inn á ný markaðssvæði og þessi ferð er fyrsta viðleitni okkar til þess. Við lítum meðal annars á ferðina sem fjárfestingu til framtíðar," segir Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Islenska dansflokksins. Einlægur áhugi Ferðina til Kína má rekja til fund- ar Ásu og Willy Tsao, sem kallaður hefur verið guðfaðir núttmadansins í Kína. Þau hittust fyrir tveimur ár- um í Kína þegar forseti Islands var þar á ferð ásamt hópi fólks úr við- skipta- og listalífi. „Við hittumst og það fór vel á með okkur. Willy skoð- aði vídeóupptökur með íslenska dansflokknum og leist vel á og síðan hefur boltinn rúllað þar til nú að komið er að þessari sýningarferð," segir Ása. „Kínverjar eru einlæglega hrifnir af því sem við erum að gera. Þeir væru ekki að kosta miklu til nema vegna þess að þeir hafa áhuga á þessum verkum.“ Mikil umfjöllun Mikil umfjöllun hefur verið um komu íslenska dansflokksins til Kína í netmiðlum og prentmiðlum og væntanleg er umfjöllun í sjón- varpi við komuna til landsins. 2. maí mun íslenski dansflokkurinn opna hina árlegu Guangdong Mod- ern Dance Festival, sem haldin er í Guangzhou-borg. Hátíðin þykir með virtustu nútímadanshátíðum í Asíu og er afar vel sótt bæði af al- menningi og fagfólki víðs vegar að úr álfunni. Dansflokkurinn sýnir á ferðalagi sínu tvö íslensk verk, Open Source eftir Helenu Jónsdóttur sem vann dansleikhússamkeppni Leikfélags Reykjavíkur árið 2003, og Lúnu eft- ir Láru Stefánsdóttur en það verk var valið danssýning ársins 2004 á Grímuverðlaununum, og Hjálmar H. Ragnarsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist sína. Dansflokkurinn sýnir einnig Happy New Year eftir Rui Horta en verkið var tilnefnt sem ein af 10 bestu frumsýningum árs- ins 2006 í hinu virta danstímariti Dance Europe. Like the Flowing River Paulo Coelho 9 Pegasus Dcscending James Lee Burke HowlBecameStupid Martin Page Listinn er gerður út frá sölu dagana 14.04.07 - 23.04.07 SMÁAUGLÝSINGAR KAURA /SEUA blaðiðiP SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Svanasöngur Monroe og Gable Á þessum degi árið 1961 sendi kvikmyndafyrirtækið United Art- ist frá sér kúrekamyndina The Mis- fits. Myndin hefði átt að slá í gegn því hópur hæfileikafólks kom að gerð hennar. Leikstjórinn var hinn frægi John Huston og handritshöf- undur Arthur Miller, heimsfrægt leikskáld og eiginmaður Marilyn Monroe. Monroe var í aðalhlutverki myndarinnar ásamt Clark Gable og Montgomery Clift. Þvert á það sem búist hafði ver- ið við vakti myndin litla hrifningu. Hún þótti drungaleg og í henni var engin hetja. Aðalpersónurnar voru utangarðsfólk sem leitaðist við að ná fótfestu í kúrekasamfélagi nútím- ans. Gable og Monroe létust skömmu eftir gerð myndarinnar. Með árun- um fór myndin að vekja æ meiri athygli og nýtur nú verðugrar viður- kenningar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.