blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elfn Albertsdóttir Jeltsín allur Boris Nikolajevich feltsín, fyrsti lýðræðiskjörni forseti Rússlands, var borinn til grafar í gær en hann lést á mánudaginn 76 ára að aldri. Jeltsín var um margt mjög merkilegur leiðtogi. Hann var kjörinn forseti árið 1991. Ásamt Mikhaíl Gorbatsjov átti Jeltsín stóran þátt í því að járntjaldið féll og Sovétríkin liðuðust í sundur. Hann sat í forsetastólnum allt til árs- ins 1999 og stýrði þjóð sinni á tímabili mikilla breytinga. „Það sem við héldum að yrði auðvelt reyndist verða sársaukafullt og erfitt,” sagði Jeltsín í frægu nýársávarpi árið 1999 - ávarpi þar sem hann tilkynnti afsögn sína. Þessi orð endurspegla á margan hátt stjórnartíð mannsins, sem ólst upp í borginni Yekaterinburg (áður Sverdlovsk) í Síb- eríu og gekk í Kommúnistaflokkinn árið 1961, þá þrítugur að aldri. Jeltsín var litríkur stjórnmálamaður með augljósa pólitíska hæfileika. Þó flestir vestrænir leiðtogar beri Jeltsín vel söguna þá gerir Gorbatsjov það ekki, en þeir voru um tíma mjög nánir samstarfsmenn. Gremja Gorbatsjovs kom meðal annars berlega í ljós þegar hann flutti erindi í Háskólabíói á síðasta ári. Hann taldi Jeltsín hafa svikið sig þegar komm- únískir harðlínumenn gerðu valdaránstilraun sumarið 1991. Þá var Gorbatsjov í stofufangelsi í sumarhúsi sínu en Jeltsín í Moskvu. Ef það var einhver atburður sem gerði Jeltsín að því sem hann varð þá var það stundin þegar hann stóð ofan á skriðdreka fyrir framan þinghúsið í Moskvu og hvatti fólk til að bæla niður valdaránstilraunina. Það tókst og Jeltsin varð forseti. Jeltsíns verður minnst fyrir líflega eða kannski frekar undarlega fram- komu á tíðum, þar sem hann hreinlega virtist drukkinn í opinberum heimsóknum og viðtölum við fjölmiðla. Hans verður líka minnst fyrir stórfellt klúður í einkavæðingu ríkisfyrirtækja þar sem þröngur hópur viðskiptamanna fékk ábatasöm ríkisfyrirtæki afhent á silfurfati. Síðan má ekki gleyma svartasta blettinum í stjórnartíð Jeltsíns, þegar hann skipaði hernum að ráðast inn í suðurhluta Tsjetsjeníu árið 1994. Talið er að að minnsta kosti 50 þúsund hermenn, skæruliðar og óbreyttir borg- arar hafi látist í stríðinu sem stóð í tvö ár. Þrátt fyrir ofangreint á eftir að koma í ljós hvernig sagan mun dæma Jeltsín. Á þessum tímamótum verður hans helst minnst fyrir að hafa losað þjóð sína úr spennitreyju miðstýringar og ofurvalds. Leyst upp Sov- étríkin og innleitt frjálsræði. Þó Jeltsín hafi gert margt heimskulegt er alveg ljóst að kraftur hans og áræðni bar ávöxt. I stað Sovétríkjanna eru nú til, auk Rússlands, fjórtán sjálfstæð ríki. í fyrstu var Jeltsín elskaður af flestum en þegar yfir lauk var hann bæði elskaður og hataður. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunbiaðsins Yamaha LL series kassagítarar ra Med öllum LL kassa- gítörum fylgir nú hörd taska, standur og stillitæki. Eðal gítarar á einstöku verdi. HLJOÐFÆRAHÚSIÐ ugavegi 176 105 Roykjavík ujuJui.hHoclfaerahusid.is ínfocihljodfaerahtisid.is sími 591 5340 12 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaöiA GÓíU FRÍrrlHMAít 1. MAHS l/ORU fál M þjj VAR. LÆKKAm ViRP/SAUKflSKATTuH. vom nÉmMnVúdíi w v/fnmm' upp SjftLrHBMTUSKQTruFL 5J0PPI/0G \/ErnuC,AUúsqF[G£MÞA Enn ein púðurkerling Samfylkingar Fyrir fáeinum vikum höfðu ýmsir stjórnarandstæðingar, ekki síst sam- fylkingarmenn, uppi stór orð um að verðbólga og vaxtahækkanir undan- farinna missera hefðu étið upp kaup- máttaraukningu almennings. Þessar raddir eru nú þagnaðar. Ástæðan er sú að fram eru komnar upplýs- ingar um þróun kaupmáttar á und- anförnum árum, sem leiða í ljós að kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist um 75 prósent frá árinu 1994 og það þegar búið er að taka tillit til verðbólguþróunar og vaxtakostn- aðar, breytinga á sköttum og bótum og öðrum þeim atriðum sem máli skipta. Það var með öðrum orðum engin innistæða fyrir hinum stóru fullyrðingum - þær áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er gott dæmi um vandræða- gang samfylkingarmanna í þessari kosningabaráttu. Hvað eftir annað fara þeir af stað með einhver mál - einhverjar stórar bombur - sem eiga nú aldeilis að koma ríkisstjórn- arflokkunum í klípu. Þegar málin eru hins vegar skoðuð nánar og rýnt í hagtölur og niðurstöður rann- sókna, þá kemur jafnan í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í þessum málflutningi - stóru bomburnar reynast hreinar púðurkerlingar. Við- brögðin eru þá alltaf á sama veg; tals- menn flokksins reyna að skipta um umræðuefni, slá fram einhverjum nýjum fullyrðingum og vona að al- menningur gleymi sem fyrst hinum eldri stóryrðum. Fátæktartal rennur út í sandinn Dæmin um þetta eru fjölmörg. Það er til dæmis full ástæða til að rifja upp að snemma árs leit út fyrir að Samfylkingin ætlaði að gera meint misrétti, fátækt og stéttaskipt- ingu að höfuðmáli kosningabaráttu sinnar. Einhvern veginn rann þessi málflutningur út í sandinn, sérstak- lega þegar hver rannsóknin á fætur annarri sýndi allt aðra mynd heldur en talsmenn flokksins höfðu látið í veðri vaka. Ég get mér þess til að Birgir Ármannsson mestu muni um þær niðurstöður Hagstofunnar, sem birtust í byrjun febrúar, að hætta á að heimili lendi undir fátæktarmörkum sé minni hér á landi en í öllum löndum ESB og Evr- ópska efnahagssvæðisins fyrir utan Svíþjóð. Um leið greindi Hagstofan frá því að tekjudreifing væri jafnari hér en víðast hvar í þessum saman- burðarlöndum; þrjú lönd kæmu jafn vel eða betur út í þeim samanburði en 27 af þessum ríkjum byggju við meiri ójöfnuð. Það kom með öðrum orðum í ljós að hinar stóru fullyrðingar um fá- tækt og stéttaskiptingu voru ekki í neinu samræmi við niðurstöður rann- sókna sem byggðust á alþjóðlegum viðmiðum og samanburði. Það varð því nokkurt hlé á þessum málflutn- ingi samfylkingarmanna, en nú á síðustu metrunum í kosningabarátt- unni hefur hann skotið upp kollinum aftur - ekki síst hjá Össuri Skarphéð- inssyni þingflokksformanni. Hann hefur þó ekki vísað til neinna gagna í því sambandi og væri ekki úr vegi að spyrja Össur - næst þegar hann talar um að ísland sé að verða stétt- skiptasta land Evrópu - hvort hann rengi niðurstöður Hagstofunnar um fátækt og misskiptingu í evrópskum samanburði eða hvort hann búi yfir einhverjum öðrum upplýsingum um þessi mál, sem ekki hafi komið fram opinberlega. Stóryrði skapa ekki traust Svona má lengi telja. ítrekaðar til- raunir stjórnarandstöðunnar með Samfylkinguna í fararbroddi til að gera lítið úr árangri ríkisstjórna Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks hafa jafnharðan farið út um þúfur. Tilraunir þeirra til að gefa þá mynd af sér að þar fari ábyrgir flokkar, sem treystandi sé fyrir landsstjórn- inni, renna út í sandinn um leið og talsmenn þeirra missa taumhald á sér í loforðakapphlaupinu, eins og ótal dæmi eru um frá síðustu vikum. Þeim virðist ganga illa að læra af reynslunni, sem sýnir auðvitað að kjósendur meta meira traust og trú- verðugleika heldur en fullyrðingag- lamur og yfirboð á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Klippt & skorið Frjálslyndi flokkurinn hefur verið sakaður um kynþátta- fordóma og berst gegn stimplinum hörðum höndum. Klippari hefur heyrt á tal manna * sem telja frjálslynda hafa eignast bandamann um ólinkindina gagnvart innflytjendum. (fréttum Stöðvar 2 hefur Lóa Pind Aldísardóttir gert áhuga- verðar úttektir á stefnu flokkanna. Hún spurði í fyrradag um menntamálin. Spurningin: Þarf að grípa til sértækra aðgerða til að sporna við brottfalli innflytjenda úr framhaldsskólunum? Já, svöruðu allir flokkarnir nema Baráttusam- tökin sem svöruðu: „Innflytjendur geta stundað framhaldsnám ef þeir vilja vera Islendingar." Þá stungu þeir upp á prófi fyrir innflytjendur meðal annars í íslenskum þjóðfræðum til að meta hvort þeir komist í framhaldsskólana. Nú þurfa íslendingar vart að óttast umheiminn lengur. Norski herinn ætlarað gæta landsins á friðartímum! Fréttamaður Norska ríkisútvarpsins, NRK, spurði utanríkisráðherra sinn hvað Norðmenn fengju fyrir sinn snúð. Mikilvægt væri að þétta pólitískt samstarf Norðurlandaþjóðanna, svaraði hann. RÚV greindi frá. Björg Eva Erlendsdóttir sagði einnig ffá sjónarmiðum ritstjóra Aftenposten í há- degisfréttum ígær. Hann sagði (slendinga vana því að greiða ekkert sérstaklega fyrir varnir landsins. Norskir ráðamenn hlytu að horfa til þess að með samstarfinu, sem (slendingar sóttust eftir, vonist þeir eftir meiri stuðningi íslenskra við sjónarmið Norðmanna í deilumálum landanna, sérstaklega á Svalbarðasvæðinu. Þar hefur verið barist um síldar- kvóta og sagði í Fréttablaðinu í janúar að kvótinn væri um 50 milljarða virði. Samið var um að fslend- ingar veiddu 14,51 prósent kvótans. r Arleg sjávarútvegssýning MKHSM stendur yfir í Brussel. Sú stærsta í heimi. Eins og í, fyrra standa stöndug fyrirtæki fyriri jr stórveislum. Icelandic Group, Marel, v ■ Eimskip og Landsbankinn héldu stærðarveislu í fyrrakvöld, sem atburðafyrirtækið Practical hélt utan um, fyrir íslenska og erlenda viðskiptavini. Gestir stóðu agndofa yfir glæsilegheitunum. Þemað; sirkus, og fólk því í öllum skúmaskotum, jafnvel hangandi úr loftinu. Einkavélar fluttu ein- hverja (slendingana á sýninguna en átta hundruð sóttu veislu stórfyrirtækjanna að þessu sinni. gag@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.