blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 9

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 9
blaðið Danmörk: Mótmæla niðurskurði Starfsmenn íþróttadeildar Danska ríkisútvarpsins (DR) héldu verkfalli sínu áfram í gær, annan daginn í röð. Búist var við að þeir myndu snúa aftur til vinnu í morgun. Starfsmennirn- ir eru að mótmæla fyrirhuguð- um sparnaðaraðgerðum DR sem kosta munu um þrjú hundruð manns vinnuna við stofnunina. Sumir starfsmenn á ffétta- deildum DR lögðu sömuleiðis niður vinnu sína, þannig að fréttatimarnir voru marg- ir hverjir í styttra lagi. Eistland: Vilja halda bronsstyttu Ný skoðanakönnun sýnir að 49 prósent Eista eru mótfallnir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar landsins að fjarlægja sovéskt stríðsminnismerki úr höfuð- borginni Tallinn. 37 prósent aðspurðra segjast styðja þá ákvörðun að fjarlægja brons- styttuna sem er af sovéskum hermanni og til minningar um látna sovéska hermenn. Andrus Ansip, forsætisráð- herra Eistlands, tilkynnti í gær að bronsstyttan fái að standa að minnsta kosti fram yfir 9. maí næstkomandi, en á þeim degi koma hundruð manna saman á ári hverju til að minnast sigursins á nasist- um í síðari heimsstyrjöldinni. Danmörk: Ringulreið á Kastrup Ringulreið skapaðist á Kastr- up-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær, á öðrum degi verkfalls flug- þjóna norræna flugfélagsins SAS. Óllum flugferðum flugvéla SAS til og frá Kastrup var aflýst fram til miðnættis. Með verkfallinu eru flugþjónarnir að mótmæla slæmu vinnuumhverfi sínu. .. Búist er við að milli fimmtán og tuttugu þúsund manns hafi orðið fyrir truflunum vegna verkfallsins. SAS tókst eldci að útvega öllum strandaglópum gistingu á hótelum og þurfti því að grípa til þess ráðs að dreifa teppum á flugvellinum fyrir marga þá sem biðu þess að komast á leiðarenda. FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 Egilsstaðir: Spjöll unnin á skilti Framsóknar Skemmdir voru unnar á auglýs- ingaskilti Framsóknarflokksins á Egilsstöðum f fyrrinótt og er þetta í annað sinn á örfáum dögum sem spjöll hafa verið unnin á þessu sama skilti. Aðfaranótt sunnudags var merki Landsvirkjunar límt yfir andlit Val- gerðar Sverrisdóttur undir nafninu Illvirkjun. I seinna skiptið var áletrað enskt slagorð sem erlendir virkjana- andstæðingar hafa notað í aðgerðum sínum gegn Kárahnjúkavirkjun. Framsóknarflokkurinn í Norð- austurkjördæmi harmar að reynt sé að hafa áhrif á kosningabaráttuna með þessum hætti. Jafnframt hvetur flokkurinn þá sem standa fyrir skemmdarverkunum til að láta af þessari háttsemi og sýna í verki virð- ingu fyrir eignum og sjónarmiðum annarra. Lögreglan: Óspennt barn í framsæti Karlmaður urn þrítugt var stöðvaður á höfuðborgarsvæð- inu á þriðjudag en hann ók með 6 ára gamalt barn í framsæti bílsins. Bæði maðurinn og barnið voru óspennt og á hann von á að fá sekt. Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að at- hæfi sem þetta sé ekki einsdæmi. HEILSUDYNUR ©G HEIL jrpTö Ein besta heilsudýna í heimi iq-care'xon IQ-CARE aðlagast fullkomlega að líkamanum og tryggir dýpri og betri svefni. IQ-CARE er svæðisskipt og gefur þvi réttan stuðning fyrir mjóbak og axlir. IQ-CARE er með opnari efniseiginleika en flestar vörur úr skyldum efnum og andar því betur. IQ-CARE aðlagast hraðar að líkamanum en flest rúm úr skyldum efnum. IQ-CARE er ein sterkasta efnablanda sem þróuð hefur verið og endist því lengur en skyldar vörur. IQ-CARE þrýstijöfnunarefnið er mikið notað og viðurkennt af sjúkrahúsum og heilsustofnunum. VELDU AÐEINS ÞAÐ BESTA! S-CAPE WALLHUGGER Hjónarúm með okkar bestu IQ-CARE heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 369.900 stgr. Rúm sem dregst að veggnum þannig að þú helst við hlið náttborðsins. • Mest seldi botninn í heiminum. • Upplýst þráðlaus fjarstýring með öllum stillingum.i. • Sterkir og hljójátir þýskir lyftumótorar. • Sér stilling fyrir höfuðlag. • Öflugir nuddmótorar með sjálfvirkum tímarofa. • Einn allra sterkasti stálgrindarbotn sem framleiddur er í dag. • Öll liðarmót úr flugvélaplasti. • 12 ára ábyrgð. Loftrúm án rafmagns Hjónarúm með okkar bestu líQ'CARE heilsudýnu Dæmi: 160 x 200 cm kr. 219.900 stgr. Mest selda stillanlega rúmið Frábær reynsla á íslandi frá árinu 2000. • Sterkir og hljóðlátir þýskir mótorar. • Stýring er einföld og þægileg. • Mýkra axlasvæði og stillanlegt mjóbakssvæði. • Hægt að fá stillanlega fætur sem ráða hæð rúmsins. • 5 ára ábyrgð. Ef þig vantar gott og sterkt stillanlegt rúm þá er BIFLEX lausnin. Frí þrýstijöfnunarmæling sem greinir hvaða dýna hentar þér best SVEFN & HEILSA GEGNIR MIKILVÆGU HLUTVERKI Svefn&heilsa) V ★★★★★ Svefn&heilsa) ★'★.★★★ ^ AKUREYRI IC~.II I. l'ORsTI INSSON KÍRÓPUAKTOR Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, 461 1150 Opið virka dnga 10:00 - 18:00 - laugardaga 11:00 - 16:00 REYKJAVIK www.svefn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.