blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 38
46 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 W-tqM blaöiö ~~Æ^ \ Y dagskr Énl Hvert er fuilt nafn hans? Á hvaða hljóðfæri spilar hann? Með hvaða itölsku poppstjörnu vann hann á 9. áratugnum? í hvaða topplagi Madonnu lék hann á bassa? Hvernig er hann skyldur Michael Jackson? % J9 UUL’H 9 jaÁBid b a>in f OJBMOonz X BSSBQ Z UOSMOBf SnjJBQ IIBPUBH i ÚTVARPSSTÖÐVAR: RÁS 1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • REYKJAVÍK FM 101,5 • BYLGJAN 98,9 • FM 95,7 • X-IÐ 97,7 • ÚTVARP SAGA 99,4 • LÉTTBYLGJAN 96,7 HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? OHrútur (21. mars-19. april) Af hverju skelliröu þérekki út og nýtur náttúrunnar? Viö lok ævi þinnar muntu ekki óska þess að hafa eytt meiri tíma í að horfa á sjónvarpið. Stattu upp úr sófanum! ©Naut (20. april-20. maO Einhver gaf þér loforð en þú þarft að velta því fyrir þér hvort þetta loforð er einhvers virði. Hugsaðu málið og lifðu lífinu. ©Tvíburar (21. maí-21. júnO Ástvinir þinir elska hvað þú getur verið hömlulaus en vertu viss um að halda þér á mottunni. Einhver viðkvæm- ur gæti tekið þig alvarlega og særst. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) Þú vilt sanna fyrir sjálfri/um þér að breyting sé ekki nauðsynleg þegar þú veist, innst inni, að svo er. Hættu að berjast við örlög þín og taktu til þinna ráða. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Eitt sinn fannst þér málamiðlun nánast vera eins og upp- gjöf en núna áttarðu þig á að hún opnar fyrir þér gnægð af möguleikum. (23. águst-22. september) Þú vilt gefa honum/henni alla þá hjálp sem hann/hún þarf en þú ert með ákveðnar skoðanir hvað hann/hún skuli gera eftir það. Hættu þessari stjórnsemi. Vog (23. september-23. október) Það er ekki mögulegt að vera alltaf sammála öllum og satt að segja er það ekki eftirsóknarvert. Hlustaðu á hjarta þitt og fylgdu því. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Það getur verið óþægilegt til lengdar að vera alltaf sann- færð/ur um að þú hafir á réttu að standa. Komdu ööruvísi fram við fólk og þú sérð mikla breytingu á hegðun þess. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þér gefst tækifæri til að starfa með áhugaverðu fólki og hver veit hvernig það þróast. Hafðu í huga að ástin getur kviknað á ólíklegustu stöðum. Steingeit (22. desember-19. janúar) Lokaniðurstaðan er þér ekki sýnileg eins og staðan er i dag en samt sem áður skaltu hafa fulla trú á verkefninu og sjálfri/um þér. Taktu eitt skref i einu. ®Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þig langar að ýta undir félagslífið en þú nennir ekki út á lífið. Af hverju býðurðu ekki fólki heim þar sem þið getið haft það gott? Góða skemmtun. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) Hver eru markmið þín? Þegar þú veist það þá er auð- veldara að finna leiðina að markmiðunum. Hugsaðu málið. Stjómmál og straubrettið „Kosningabaráttan fer fram á vinnustaða- fundum og svo er gengið í hús,“ sagði einn stjórnmálamaðurinn í útvarpsþætti . V a dögunum. Það fór hrollur um mig. Þegar ég er í vinnunni vil ég fá vinnufrið og get ekki staðið í miklu fundafargani, síst af öllu setið fundi með málóðum stjórnmála- mönnum. Þegar ég er heima hjá mér vil ég líka fá frið og ekki eiga von á að stjórn málamenn banki upp á - jafnvel þótt það sé fólk sem ég kannast við og veit að er ekki vont, þótt það hafi álp- ast til að selja flokknum sál sína. Reyndar fær maður engan frið fyrir stjórn- málamönnum í fjölmiðlum. Innihaldslausar stjórnmálaumræður í sjónvarpi eru um það bil að ganga af stjórnmálaáhuga mínum dauðum. í fyrrakvöld hrökklaðist ég frá sjónvarpstækinu eftir tuttugu mínútna áhorf á stjórnmálafund í sjónvarps- sal. Ég var svo andlega aum eftir þessa vondu reynslu að ég ákvað að flýja inn í hefðbundið kvennastarf og fór að strauja. Ömurleg flóttaleið því straubrettið er vissulega eitt af hinum lúmsku kúgunartækjum karlveldisins. En þetta kvöld horfði ég Kolbrún Bergþórsdóttir straujar til að gleyma. [ Fjölmiölar kolbrun@bladid.net ^ samt einbeitt á straujárnið og skyrturnar og hófst handa. Smám saman sléttist úr öllum misfellum - líka þeim sem höfðu hreiðrað um sig í huga mín- um. Það er allt í lagi með mig núna. En ég veit ekki hvernig ástandið verður eftir næsta stjórn- málafund sjónvarps. Sjónvarpið 16.50 iþróttakvöld (e) 17.05 Leiðarljós (Guiding Light) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar (e) 18.25 Ævintýri Kötu kaninu 18.40 Að eignast vini (e) Leikin barnamynd frá Finnlandi. 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.15 Fjölbrautaskólinn (3:8) (Waterioo Road) Bresk þáttaröð um stormasamt líf kennara og nemenda í erfiðu hverfi í stórborg. Meðal leikenda eru Angela Griffin, Jason Merrells, Jamie Glover, Denis Welch, Jill Halfpenny, David Cellin og Camillia Power. 21.15 Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives III) Bandarísk þáttaröð um ná- grannakonur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Aðalhlutverk leika Teri Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Cross, Eva Longoria og Nicolette Sheridan. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Tíufréttir 22.25 Sporlaust (21:24) (Without a Trace IV) Bandarísk spennuþáttaröð um sveit innan alríkislög- reglunnar sem leitar að týndu fólki. Aðalhlutverk leika Anthony LaPagl- ia, Poppy Montgomery, Marianne Jean-Baptiste, Enrique Murciano og Eric Close. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.10 Lífsháski (e) (Lost) Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neydd- ist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju. 23.55 Kastljós (e) 00.35 Dagskrárlok srjn Sýll 07.20 Grallararnir 07.40 Tasmanía 08.00 Wife Swap (1:7) 08.45 í fínu formi 2005 09.00 Bold and the Beautiful 09.20 Forboðin fegurð 10.05 Most Haunted (9:20) 10.50 Fresh Prince of Bel Air 11.15 Strong Medicine (19:22) 12.00 Hádegisfréttir 12.45 Nágrannar 13.10 Valentína 13.55 Valentina 14.40 Two and a Half Men 15.05 My Life in Film (5:6) 15.50 Myrkfælnu draugarnir 16.05 Skrímslaspilið 16.30 Tasmanía 16.55 Töfravagninn 17.18 Doddi litli og Eyrnastór 17.28 Bold and the Beautiful 17.53 Nágrannar 18.18 ísland i dag og veður 18.30 Fréttir 18.55 island i dag, íþróttir og veður 19.40 The Simpsons (2:22) (e) Það eru stórraddir sem heyrast í þættinum að þessu sinni og má þar nefna raddir Mick Jagger, Elvis Costello, Lenny Kra- vitz, Keith Richards og fleiri. 20.05 Meistarinn Leitin er hafin í annað sinn að meistaranum. Meistar- inn er spurningaþáttur í umsjá Loga Bergmanns. 20.55 Studio 60 (16:22) Matt á við skrifteppu að stríða á meðan tveir úr starfsliðinu setja af stað umdeilda keppni um hver sé besta foreldrið. 21.45 Standoff 22.30 HOTEL BABYLON 23.25 American Idol (30:41) 00.10 American Idol (31:41) 00.55 Raising Waylon 02.25 Medium (11:22) 03.10 Bones (12:22) 03.55 Hustle (4:6) 04.50 Hotel Babylon 05.45 Fréttir oglsland í dag (e) 06.55 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 07.15 Beverly Hills 90210 (e) 08.00 Rachael Ray (e) 08.45 Vörutorg 09.45 Melrose Piace (e) 10.30 Óstöðvandi tónlist 15.15 Vörutorg 16.15 Fyrstu skrefin (e) 16.45 Beverly Hills 90210 17.30 Melrose Place 18.15 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Racha- el Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 19.00 Everybody Loves Raymond (e) Debra reiðist Ray er hún kemst að því að hann hefur fjárfest án þess að ræða við hana áður. 19.30 Gametivi Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson fjalla um allt það nýjasta í tækni, tölvum og tölvuleikjum. 20.00 SKÓLAHREYSTI - ÚRSLIT Bein útsending frá Laugar- dalshöll þar sem tíu grunn- skólar keppa til úrslita. Haldnar voru tíu forkeppnir víða um land og sigurlíðin úr hverjum riðli eru komin I úrslit. (úrslitum eru Breið- holtsskóli, Hagaskóli, Linda- skóli Kópavogi, Áslands- skóli Hafnarfirði, Flúðaskóli, Heppuskóli Höfn í Horna- firði, Grunnskóli Siglufjarð- ar, Brekkuskóli Akureyri, Grunnskóli Bolungarvíkur og Grundaskóli Akranesi. 22.00 House (16:24) Unglingsstúlka sem fengið hefur nýtt hjarta veikist skyndilega og er lögð aftur inn á spítalann. Heima fyrir gengur sambúðin illa hjá House og Wilson. 22.50 Everybody Loves Raymond 23.15 JayLeno 00.05 Britain’s Next Top Model 01.05 C.S.I. (e) 01.55 Beveriy Hills 90210 (e) 02.40 Melrose Place (e) 03.25 Vörutorg 04.25 Óstöðvandi tónlist 18.00 jnsider í heimi fræga fólksins eru góð sambönd allt sem skipt- ir máli. Og þar er enginn með þetri samþönd en The Insider. 18.30 Fréttir 19.00 island í dag 19.40 Twins Mitchee og Farrah lenda í sínu fyrsta rifrildi eftir að þær fluttu og eru á því að það hafi verið mistök að flytja inn saman. 20.10 Entertainment Tonight i gegnum árin hefur En- tertainment Tonight fjallað um allt það sem er að gerast í skemmtanabrans- anum og átt einkaviðtöl við frægar stjörnur. 20.40 My Name Is Earl Earl snýr aftur. Önnur serían af einum vinælustu gamanþáttum heims og er þessi fyndnari en fyrri! 21.15 KF Nörd (15:15) Síðasti þátturinn um Knatt- spyrnufélagið Nörd. 22.00 Strictly Confidential 22.50 Medium (11:22) 23.35 The Nine (e) 00.20 Supernatural (11:22) 01.10 Twins(e) 01.35 Entertainment Tonight ( 02.00 Tónlistarmyndbönd frá Popp TV Skjár sport 07.00 ítölsku mörkin (e) 14.00 West Ham - Everton (frá 21. apríl) 16.00 Man. Utd. - Middles- brough (frá 21. apríl) 18.00 Liverpool - Wigan (frá 21. apríl) 20.00 Liðið mitt 21.00 Tottenham - Arsenal (frá 21. apríl) 23.00 Itölsku mörkin (e) 00.00 Dagskrárlok 07.00 Meistaradeildin með Guðna Bergs (Meistaramörk) 07.15 Meistaradeildin með Guðna Bergs 07.30 Meistaradeildin með Guðna Bergs 07.45 Meistaradeildin með Guðna Bergs 16.05 Það helsta í PGA- mótaröðinni (Inside the PGA Tour 2007) 16.35 Meistaradeild Evrópu (Chelsea - Liverpool) 18.15 Meistaradeildin með Guðna Bergs (Meistaramörk) 18.35 UEFA Cup 2007 (Espanyol - Werder Bre- men) Bein útsending frá fyrri leik Espanyol og Werder Bremen í undanúrslitum UEFA-bikarsins. 20.35 UEFA Cup 2007 (Osasuna - Sevilla) Útsending frá tyrri leik Osasuna og Sevilla í undan- úrslitum UEFA-bikarsins. 22.15 PGATour 2007- Highlights (Zurich Classic of New Orleans) 23.10 Þýski handboltinn 23.40 UEFA Cup 2007 06.00 Alfie 08.00 Duplex 10.00 PeterPan 12.00 Little Black Book 14.00 Duplex 16.00 PeterPan 18.00 Little Black Book 20.00 Alfie 22.00 Elektra 00.00 Robocop2 02.00 Halloween: Resurrection 04.00 Elektra Simpson-leiktæki: Sýndarrússíbani um Springfield Universal Studios tilkynnti fyrir skömmu að leiktæki byggt á hinum vinsælu Simpson-teiknimyndum yrði sett upp í skemmtigörðum fyrirtækisins í Orlando og Holly- wood. Þetta magnaða leiktæki mun samkvæmt upplýs- ingum Universal Studios vera „sprenghlægilegt ævintýri" en leiktækið mun vera í formi sýndarveruleikaklefa sem líkir eftir hreyfingum með aðstoð vökvatjakka og flennistórs skjás. í leiktækinu verður farið í æsispennandi ferð um Krusty Land sem er útgáfa Simpson-þáttanna á skemmtigarði og munu raddir allra þekktustu Simpson-persónanna að sjálfsögðu verða með í för. Tækið mun koma í staðinn fyrir skemmtitæki sem byggt var á Back to the Future-kvikmyndunum enda engin vanþörf á því þær myndir eru komnar vel til ára sinna. Stefnt er að því að opna þetta nýja tæki vorið 2008 en þar að auki munu meðlimir Simp- son-fjölskyldunnar birtast á víð og dreif um skemmtigarðana auk þess sem minjagripasala mun taka mið af þessari nýjustu viðbót skemmtigarðanna. Reiknað er með því að Simpson-væðing Univer- sal Studios hefjist í kringum frumsýningu Simpson-kvikmyndar- innar sem verður 27. júlí. StOÖ Z Kl. ZA.ÓÖ Hótelhasar Hotel Babylon eru breskir sjónvarpsþættir í anda Footballers’ Wives þar sem fylgst er með starfsfólki og gestum á 5 stjarna hóteli í London. Það er ekki alltaf auðvelt að þjóna þeim ríku og frægu en Rebecca Mitchell og starfsfólk hennar eru flestu vön. Charlie tekur við stjórn hótelsins en þegar eina starfsstúlkuna grunar að morð hafi verið framið á hótelinu fer allt á annan endann. Skjar Einn kl. 20.00 Hver er hraustastur? I kvöld er bein útsending frá Laugardals- höll þar sem tíu grunnskólar keppa til úrslita í skólahreysti. Haldnar voru tíu forkeppnir víða um land og sigurliðin úr hverjum riðli eru komin í úrslit. Áhuginn á keppninni er mikill um allt land og íþrótta- húsin hafa verið troðfull í öllum undan- keppnunum. Það má því búast víð mikilli stemningu á úrslitakvöldinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.