blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 5
blaðið
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 5
til grafar
Grafinn í Novodevichy-kirkjugarðinum
og að hann hafi svarað kalli þjóð-
arinnar eftir lýðræði. „Á þessum
tíma var þrá þjóðarinnar eftir
því að búa við lýðræði sterkari
en nokkru sinni fyrr. Boris Ni-
kolajevitsj [Jeltsín] fann fyrir
þessari þrá og aðstoðaði við að
koma á lýðræði. Hann var sterkur
maður sem tók ábyrgð á erfiðum
og hættulegum tímum róttækra
breytinga.“
Jarðarförin er fyrsta kirkjulega
útför þjóðarleiðtoga í Rússlandi
fráþví að tsarinn Alexanderþriðji
var jarðsettur árið 1894. Að sögn
fréttaskýrenda var þess vandlega
gætt að útför Jeltsíns yrði ólík út-
förum fyrrum leiðtoga Sovétríkj-
anna, en leiðtogar rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar þakka Jeltsin
endurreisn kirkjunnar eftir að
Sovétríkin liðu undir lok. Þá
var Jeltsín jarðsettur í Novodev-
ichy-kirkjugarðinum, en fyrrum
Sovétleiðtogar á Rauða torginu í
Moskvu.
Jeltsín var fyrsti þjóðkjörni for-
seti Rússlands og tók við völdum
árið 1991. Hann gegndi forseta-
embættinu allt þar til að hann
sagði óvænt af sér í lok árs 1999.
Hann gegndi lykilhlutverki í falli
Sovétríkjanna og leiddi landið
í gegnum miklar breytingar og
reyndi að opna rússneskt hag-
kerfi að vestrænni fyrirmynd.
Jeltsín var mjög umdeildur og
var mjög gagnrýndur fyrir einka-
væðingu ríkisfyrirtækja. Margir
kenna honum um að hagur fjöl-
margra Rússa versnaði á meðan
aðrir auðguðust gríðarlega.
Bandaríkin:
Tíu deyja í
hvirfilbyl
Heita vatnið:
Átak til að fækka slysum
Tíðni brunaslysa er fjórtánfalt
hærri hér á landi en í Bretlandi í ald-
urshópnum 18 til 65 ára miðað við
höfðatölu. Ný rannsókn, sem unnin
var á Landspítala-háskólasjúkrahúsi,
leiðir í ljós að komur á LSH vegna
brunaáverka voru 2.179 á árunum
2002 til og með 2006. Þar af brenndu
132 sig á heitu vatni úr neysluvatns-
lögnum og voru 25 lagðir inn á bruna-
deild vegna sára sinna. Brunaslys á
íslandi vegna heits vatns eru algeng-
ari en í nágrannalöndunum og er
börnum undir fimm ára aldri hætt-
ast við bruna og í þeim aldursflokki
verða einnig alvarlegustu slysin.
Næststærstu hóparnir eru karlmenn
á aldrinum 30 til 45 ára og krakkar
á aldrinum 10 til 20 ára. Orkuveita
Reykjavíkur hefur í samstarfi við
Sjóvá-Forvarnahús og Landspítala-
háskólasjúkrahús hleypt af stokk-
unum herferð til að fækka bruna-
slysum af völdum heita vatnsins.
Tíu manns létust og rúm-
lega hundrað slösuðust eftir
að hvirfilbylur gekk yfir land
nærri landamærum Texas-ríkis
í Bandaríkjunum og Mexíkó í
gær. Sjö manns létust í bænum
Eagle Pass í Texas, þar sem tveir
skólar og holræsastöð skemmd-
ust og tuttugu heimili eyðilögð-
ust, en þrír til viðbótar létust í
Piedras Negras, mexíkóskum
bæ handan landamæranna.
Chad Foster, bæjarstjóri Eagle
Pass, segir að rúmlega sjötíu
manns hafi þurft á þjónustu
læknis að halda í kjölfar byls-
ins, en flest fórnarlambanna
bjuggu í hjólhýsagarði þar
sem tjónið varð verulegt.
Eldur Tiðni brunaslysa
er fjórtánfalt hærri hér á
landi en í Bretlandi.
9m.
.
4,5%
'T&zrJ?
Ný helmingaskipt húsnæðislán með lægri vöxtum
50% erlendar lágvaxtamyntir - 50% íslenskar krónur. Þannig færðu lánið á lægri
vöxtum en býrð við mun minni gengisáhættu en ef lánið væri 100% í erlendri mynt. Fáðu
nánari upplýsingar og ráðgjöf í útibúum Glitnis eða í þjónustuveri í síma 440 4000.
SAMANBURÐUR Á LÁNUM VEXTIR GENGISÁHÆTTA GREIÐSLUBYRÐI EIGNAMYNDUN
100% íslenskar krónur** 4,95% Engin Lág Hæg
NÝTT HELMINGASKIPT LÁN*** 4,50%* Hófleg Lág í meðallagi
100% erlend myntkarfa*.*** 6,14%* Mikil Há Hröð
* M.v. vaxtatöflu og 1 mánaöa' libor vexti 13.04.2007 ' * Verðtryggt jafngreiðslulán
'** 50% Islenskar krónur / 50% erlent lán í CHF og JPY ***' EUR, USD, GBP, CHF og JPY
GLITNIR