blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 blaAiö INNLENT HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Henti fíkniefnum undir bíl Tveir piltar um tvítugt voru handteknir á mánudag grunaðir um fíkniefnamisferli. Annar henti ætluðum fíkniefnum undir bíl félaganna þegar lögreglumenn komu á vettvang. Ung kona var einnig handtekin sama dag þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. LÖGREGLAN FBI-námskeið FBI, alríkislögregla Bandarikjanna, hélt námskeið fyrir yfir- menn lögreglu á Norðurlöndunum í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem FBI stendur fyrir námi í Evrópu en á nám- skeiðinu var meðal annars farið yfir nútímastjórnunarhætti í lögreglu. Þremur fulltrúum var boðið frá (slandi. HJÓLBARÐAR Ekki þarf að greiða fyrir skil Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir skil á ónýtum hjólbörðum þar sem úrvinnslugjald hefur þegar verið greittvið kaup á hjólbörðunum. Ónýtum hjól- börðum viðskiptavina dekkjaverkstæða komið til endurnýtingar, endurvinnslu eða förgunar. Von í skugga sorgar Fræðslufundur í Neskirkju í kvöld 26. apríl kl. 20-22. Fyrirlesari Gunnar Hersveinn heimspekingur. Allir velkomnir! NÝDÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Söfnunarsjóöur lífeyrisréttinda Arsfundur 2007 ÁrsfundurSöfnunarsjóðs lífeyrisréttinda verður haldinn að Skúlagötu 17, Reykjavík á 2. hæð, 26. apríl 2007 og hefst kl. 17.00. Dagskrá fundarins er 1. Skýrsla stjórnar. 2. Gerð grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræöileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 5. Nýjar samþykktir. 6. Önnur mál. Allir sjóðfélagar, jafnt greiöandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hvattir til aö mæta á fundinn. Reykjavik 19.03.2007 Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda Almannatryggingakerfið er frumskógur Tryggingastofn- un ríkisins BiaM/FrlM Afnám tekjutengingar bóta án annarra aögerða: Hætta á fjölgun öryrkja um skeið ; Örorkumatið ófullkomið ■ Læsast í fátæktargildru Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Formaður Öryrkjabandalags ís- lands, Sigursteinn Másson, segir að verði örorkumati ekki breytt, almannatryggingakerfið ekki ein- faldað og starfsendurhæfing ekki efld samhliða afnámi tekjuteng- ingar sé hætta á að öryrkjum fjölgi tímabundið. „Örorkumatið er ófull- komið. Ég á alls ekki við að öryrkjar séu óheiðarlegri en annað fólk eða að nýta sér kerfið. Það er alls ekki mín skoðun, heldur þvert á móti. En þeir eru í þeirri stöðu að þeir verða að leita allra mögulegra og ómögu- legra leiða til þess að bjarga sér.“ Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar Rannsóknaseturs verslunar- innar við Háskólann á Bifröst myndi ríkissjóður hagnast á afnámi tekju- tengingar bóta vegna launatekna þeirra sem færu út á vinnumarkað- inn, bæði eldri borgara og öryrkja. Sigursteinn segir að til að slík aðgerð heppnist verði um leið að breyta örorkumatinu þar sem það gefi ranga mynd af aðstæðum fólks. .Einstaklingur sem er metinn 49 pró- senta öryrki nýtur engra réttinda. Þess vegna ríkir sú tilhneiging að hífa fólk upp í örorkumati en við það læsist það inni í fátæktargildru tekjutenginga og skerðinga. Það er að vaxa úr grasi þriðja kynslóð ör- yrkja í okkar samfélagi. Það segir okkur ýmislegt um hvernig þessi gildra fátæktar er og hefur verið. Þess vegna er það gríðarlega mikið hagsmunamál að aflétta tekjuteng- ingu en það verður að gera sam- hliða öðrum breytingum. Verði þær ekki gerðar verður skilinn eftir stór hópur fólks sem mest þarf á stuðn- ingi að halda.“ Formaður Öryrkjabandalagsins segir marga þurfi að koma að breyt- ingunum. „Það verður ekki gert með því að veifa einum töfrasprota. Það þarf að meta hvernig eigi að veita stuðning og persónulega liðveislu. Það þarf að vera samvinna um að skapa hér sveigjanlegan vinnu- Ekki breytt með einum töfrasprota Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabanda- lags Islands markað og aukna endurhæfingu þannig að þetta heppnist. Almanna- tryggingakerfið er frumskógur sem enginn skilur, ekki heldur starfs- fólkið í Tryggingastofnun ríkisins.“ Hann segir núverandi örorkumat ónákvæmt. „Það lýsir ekki með réttum hætti aðstæðum fólks og stöðu. Ef við gerum það eitt að af- létta öllum tekjutengingum á einu bretti án annarra aðgerða verður áfram langstærstur hluti öryrkja með 75 prósenta örorkumat sem á að þýða 25 prósenta vinnufærni. Ef starfshlutfallið verður allt annað verður enn meira misræmi á milli örorkumatsins annars vegar og raunverulegrar stöðu fólks hins vegar.“ Stráð yfir hreinan jarðveg; heldur illgresi í skefjum. G7 GARÐHEIMAR allt í garðinn á einum stað! Stekkjarbakka 6 - Sfmi 540 3300 www.gardheimar.is k............ ............J

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.