blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 26. APRIL 2007 konan konan@bladid.net blaðiö Konur í meirihluta Það er ánægjulegt að sjá að í nýrri ríkisstjórn Finna eru konur ekki í minnihluta eins og tíðkast heldur í meirihluta. Af 20 finnskum ráðherrum eru 12 konur. Það verður forvitnilegt að sjá nýja ríkisstjórn eftir alþingiskosningar 12. maí næstkomandi. Ætli fslendingar komist með tærnar þar sem Finnar eru með hælana, hvað varöar hlutfall kvenna í ríkisstjórn? Viðhorf sam- félagsins skaöleg Jafnréttisbaráttan kemur ölium við, konum jafnt sem körlum, enda eru flestir sammála um að jafnrétti sé eitthvað sem er eftirsóknarvert. Á síðunni Xyonline.net má finna áhugaverðar greinar um karlmenn og fyrir karlmenn, greinar um allt frá föðurhlutverkinu og heilsu karlmanna til sambandsins á milli karlmennsku, stéttar, kynhneiaðar, kynþátta og heimilisofbeldis. A heimasíðunni kemur fram að XY var stofnuð vegna þeirrar trúar að mörg viðhorf samfélagsins um karl- mennsku séu skaðleg karlmönnum og strákum á margan hátt auk þess að vera kúgandi fyrir konur og börn. XY einblínir því á karl- menn, karlmennsku og kynjafræði þar sem má finna persónulegar sögur, bókadóma og margt fleira. Ár jafnra tækifæra Evrópuárið 2007, Ár jafnra tæki- færa fyrir alla, var sett formlega í Iðnó í gær en árið á að vekja athygli almennings á að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum án tillits til uppruna, kyns, trúar, lífsskoð- unar, kynþáttar, fötlunar, kyn- hneigðar og aldurs. Fjölbreytileiki mannfólksins í Evrópu er dýrmæt auðlind en vannýtt sökum fordóma og staðalmynda. Á árinu verður einblínt á kosti fjölbreytileikans og unnið gegn hvers konar mismunun. ísland tekur fullan þátt í verkefninu og af því tilefni var haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins ígær. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar íslands Mikil gerjun í heimildarmyndagerð Eftir Svanhviti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net Laufey Guðjónsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður Kvikmynda- miðstöðvar íslands í rúmlega fjög- ur ár og líkar vel við starfið. „Kvik- myndagerð er skemmtileg grein og það er gaman að sjá hvað íslenskir leikstjórar eru að gera góða hluti í samanburði við kollega sína. Það má því segja að ísland sé inni á hin- um stóra velli sem jafningi," segir Laufey og bætir við að jafnan séu framleiddar að meðaltali 3-4 leikn- ar kvikmyndir í fullri lengd á ári. „Með nýjum samningi við ráðuneyt- in í lok síðasta árs jókst framlag til kvikmyndagerðar, framleiðsluum- gjörðin er því betri og traustari. Það gefur okkur aukið svigrúm til að framleiða fleiri myndir sem og leik- ið sjónvarpsefni.“ Meira íslenskt efni Laufey segir að heimildarmynda- gerð hafi verið á mjög skemmtilegu róli og í góðri þróun síðustu ár. „Framlög til heimildarmyndagerðar aukast ekki á þessu ári en samt sem áður hefur gerð heimildarmynda aukist og þó nokkrar þeirra voru sýndar í almennum sýningum í kvik- myndahúsum. Um þessar mundir er verið að sýna myndina Tímamót í Háskólabíói og skemmst er að minn- ast góðs árangurs mynda á borð við Jón Pál, myndina um Bubba, Lalla Johns og Hlemm og fleiri," segir Laufey sem vonast til þess að ís- lenskt efni á sjónvarpsstöðvunum aukist. „Sjónvarpsstöðvarnar hafa sýnt eitthvað af íslensku efni og með nýjum þjónustusamningi hjá Ríkissútvarpinu má búast við að framleitt verði meira af íslensku efni. Auk þess mun þessi gerjun í heimildar- og stuttmyndagerð og leiknum myndum skila sér í sjón- varp fyrr eða síðar.“ Stuðningur nauðsynlegur Samkvæmt Laufeyju er alltaf erf- itt að framleiða myndir á íslandi, vegna þess að landið er einungis 300 þúsund manna málsvæði. „Það get- ur verið erfitt fyrir framleiðendur að fá fjárframlög og aðstoð ríkisins hefur verið mjög mikilvæg, bæði með framlögum héðan og eins hef- ur verið veittur 14 prósenta afslátt- ur af öllum framleiðslukostnaði. Án þessa stuðnings væri þetta ekki hægt. Einkaaðilar hafa styrkt kvik- myndagerð í auknum mæli síðustu misseri og það er gott að vita að fjárhagsleg velgengni hefur skilað sér í kvikmyndagerð,“ segir Laufey og viðurkennir að það sé sjaldgæft að framleiðendur íslenskra mynda græði á þeim. „Sem betur fer græða þeir á myndum sem ganga vel og það hefur undantekningarlaust skilað sér beint inn í greinina aft- ur. Kvikmyndagerð er fyrsta útrás- argreinin og við höfum alltaf verið háð góðri samvinnu við erlenda framleiðendur sem hafa flutt fjár- magn og þekkingu með sér.“ Innréttingar í öll herbergi heimilisins. Fagleg ráðgjöf og glæsilegur sýningarsalur. JKE DESIGN Óteljandi möguleikar Mörkinni 1 108 Reykjavík simi 515 0700 www.jke-design.is Veldu möguleika

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.