blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 32
AUGLYSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU Samkvæmt l.mgr 21.gr. skipulags-og byggingar- laga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athuga- semdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1 Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi. Blönduð byggð. Tillaga aö breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. í breytingunni felst eftirfarandi: • Á um 18 ha svæði á norðvesturhluta Borgarsvæðisins breytist svæði sem nú er að hluta íbúðarsvæði og að hluta opið svæði til sérstakra nota í blandaða landnotkun athafnasvæöis, opið svæði til sérstakra nota og íbúðarsvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir stórum lóðum fyrir léttan iðnað og verður jafnframt heimilt að vera með íbúðarhús og hesthús. • Um 1 ha svæði sem liggur upp að Biskupstungnabraut verður að svæði fyrir þjónustustarfsemi í stað blandaðrar landnotkunar verslunar- og þjónustu og svæði fyrir þjónustustarfsemi. 2 Borg í Grímsnes- og Grafningshreppis. Hreinsistöð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 innan þéttbýlisins á Borg. í breytingunni felst að gert er ráð fyrir 1.600 fm iðnaðarsvæði fyrir hreinsistöð vestan við félagsheimilið. Að auki er gert ráð fyrir 560 m frárennslislögn til vesturs frá hreinsistöðinni. 3 Syðri-Brú í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Frístundabyggð. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002-2014 í landi Syðri-Brúar í Grímsnesi. í breytingunni felst að svæði fyrir frístundabyggð stækkar um 45 ha austan þjóðvegar nr. 36 (Sogsvegar) á kostnað landbúnaðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Einnig er gert ráð fyrir að efnistökusvæði falli út auk þess sem landbúnaðarsvæði næst þjóðvegi verður að opnu svæði til sérstakra nota. 4 Blesastaðir III í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Blesastaða III á Skeiðum. í breytingunnu felst að við bætist reitur fyrir íbúðarsvæði en gert er ráð fyrir 6 íbúðar- húsalóðum á svæðinu, auk þess sem afmörkun svæða fyrir frístundabyggð, þjónustustofnanir, og verslunar- og þjónustusvæðis breytist í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi svæðisins. 5 Réttarholt í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 í landi Réttarholts í landi sveitarfélagsins sunnan þjóðvegar. í breytingunni felst eftirfarandi: • Þéttbýlið Árnes (þéttbýlisupþdráttur) stækkar til austurs sunnan þjóðvegar. • Núverandi athafnasvæði (merkt A2) stækkar til austurs. • Nýtt svæði fyrir frístundabyggð (merkt F43) rétt vestan við Árnes á svæði sem áður var blönduð landnotkun íbúðar- svæðis og landbúnaðarsvæðis. • Nýtt opið svæði til sérstakra nota (merkt 022) þar sem gert er ráð fyrir golfvelli. • Svæði vestan og suðvestan við Árnes skilgreint sem blönduð landnotkun íbúðarsvæðis og opins svæðis til sérstakra nota. Tillaga að deiliskipulagi samsvarandi svæðis er auglýst samhliða. 6 Vestra-Geldingaholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Krókur í Grafningi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Nýtt lögbýli. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á landspildu úr Vestra-Geldingaholti. í breytingunni felst að um 31 ha svæði fyrir frístundabyggð, merkt F38, breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er austan Háholtsvegar og liggur upp að lækjarfarvegi milli Vestra-Geldingaholts og Háholts. Gert er ráð fyrir nýju lögbýli á svæðinu. Samkvæmt l.mgr. 25.gr. skipulags-og byggin- garlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstil- lögur: 7 Klausturhólar í Grímsnesi. Frístundabyggð. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á um 20 ha landsspildu úr landi Klausturhóla. Skipu- lagssvæðið er norðan Biskupstungnabrautar og nær upp að frístundabyggðasvæði í Kerhrauni. í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 28 lóðum á bilinu 0,5 - 0,7 ha þar sem heimilt verður að reisa allt að 150 m2 frístundahús og allt að 25 m2 aukahús, en nýtingarhlutfall lóða má þó að hámarki vera 0.03. 8 Öndverðarnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabygð við Selvík Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, við Selvík. Gert ráð fyrir 11 byggingarreitum fyrir frístundahús á landi Landsbankans við Selvík, vestan og suð- vestan við núverandi sumarhús. Heimilt verður að reisa allt að 200 m2 frístundahús með 6 metra mænishæð og 4,5 m vegghæð að hámarki. Heimilt er að vera með kjallara og svefnloft þar sem aðstæður leyfa. 9 Flúðir í Hrunamannahreppi. Grund. Tillaga að deiliskipulagi fimm lóða við við Grund á Flúðum. Svæðið afmarkast af Skeiðavegi til vesturs, Hrunamannavegi til suðurs, Akurgerði 2 og 3 til austurs og opnu svæði til norðurs. Þrjár lóðirnar eru fyrir verslun- og þjónustu og eru þegar byggðar. Tvær lóðir eru íbúðarlóðir og er ein þeirra þegar byggð og er hún við Akurgerði 1. Hin íbúðarhúsalóðin er óbyggð og er þar gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu. 10 Heiðarvatn í Hrunamannahreppi. Veiðihús. Tillaga að deiliskipulagi 3 ha lóðar fyrir veiðihús við Heiðarvatn í Hrunamannahreppi. í tillögunni felst að heimilt verður að reisa eitt nýtt veiðihús og eitt gestahús, en fyrir er eldra veiðihús. Hámarksstærð veiðihúss er 70 fm og má mænishæð vera allt að 5,5 m en gestahús má vera allt að 15 fm með 4 m mænishæð. 11 Blesastaðir III í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Frístundabyggð, íbúðarsvæði og þjónusta. Tillaga að deiliskipulagi fyrir Blesastaði III á Skeiðum. Skipulagssvæðið er rúmir 16 ha og nær frá lóð dvalarheimilis við Blesastaði III til norðaustur sað landamerkjagirðingu við Votamýri. í tillögunni er gert ráð fyrir 10 nýjum um 1 ha frístundalóðum auk einnar sem fyrir er, 6 nýjum íbúðarhúsalóðum, lóð fyrir gróðurhús og pökkunarhús, og lóð fyrir þjónustustarfsemi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins er auglýst samhliða. VANTAR ÞIG RETTA STARFSFÓLKIÐ? Höfum milligöngu um að útvega innlenda sem erlenda starfsmenn fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins Er starfsmannaleiga rétta lausnin fyrir þig? VOOT STARFSMANNAMIÐLUN VOOT STARFSMANNAMIÐLUN • HAFNARGATA 90 230 REYKJANESBÆR • SÍMI 581 2222 • WWW.VOOT .IS J

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.