blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 17
blaöið
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 17
Atvinnuréttindi
I aðdraganda alþingiskosninga
er ástæða til að vekja athygli á,
að vinstrisinnaðir stjórnmála-
foringjar hafa gerst hallir undir
ofstækisfull viðhorf þrýstihópa,
sem skerða vilja tiltekna löglega
og hagkvæma atvinnustarfsemi.
Stjórnmálamenn, sem þannig
fjandskapast við einstök fyrirtæki
og atvinnustarfsemi, gera sig seka
um forsjárhyggju af versta tagi, því
að með undirróðri sínum kunna
þeir að draga úr atvinnufrelsi hér-
lendis og stríða gegn jafnræðis-
reglu (65. og 75. gr.) stjórnarskrár-
innar. Að setja á atkvæðagreiðslu
í sveitarfélagi (Hafnarfirði) um
framtíðarþróun fyrirtækis (ISAL),
sem aflað hefur sér starfsleyfis á
nýrri lóð, vekur spurningar um
ólögmæta skerðingu eignarréttar
og atvinnufrelsis hjá fyrirtæki,
sem á í samkeppni um aðföng inn-
anlands, orku, fólk og þjónustu, og
sölu afurða erlendis.
(búalýðræði
Almennar atkvæðagreiðslur um
deiliskipulag sveitarfélaga eiga sér
ekki hefð hérlendis og orka mjög
tvímælis, þegar þær snúast að
stofni til um, hvort íbúarnir sam-
þykkja eða hafna áformum fyrir-
tækis um að auka starfsemi sína
með takmörkunum og skilyrðum,
sem lög og reglugerðir setja. Sér-
staklega á þetta við, þegar und-
irbúningur hefur farið fram um
árabil með vitund og vilja sveit-
arstjórnar og komið er að fyrstu
skóflustungu. Stjórnmálamenn
eru kosnir til að móta stefnu og
stjórna og þá er í anda lýðræðis, að
þeir hafi opinbera skoðun. Stjórn-
málaflokkarnir eiga að gera kjós-
endum grein fyrir afstöðu sinni
til helstu mála fyrir kosningar. Ef
þeir, oft fyrir tilverknað ábyrgð-
arlausra þrýstihópa, treysta sér
ekki til að taka af skarið, geta
þeir við vissar aðstæður boðað til
almennrar atkvæðagreiðslu. Slík
kosning ætti þá að varða almenna
stefnumörkun, en ekki tæknilega
útfærslu, t.d. deiliskipulag, sem
fyrirtæki eða einstaklingar hafa
varið fé til undirbúnings á. íbúa-
lýðræði er vandmeðfarið, ef gæta
skal réttlætis og jafnréttis gagn-
vart einstaklingum og lögaðilum.
Alþingismenn ættu þess vegna að
hugleiða á næsta þingi að setja lög,
þar sem m.a. verði tilgreint, hvers
konar mál og við hvaða aðstæður
mismunandi yfirvöld mega stofna
til almennrar atkvæðagreiðslu, og
hvaða skilyrði hún þarf að uppfylla
til að geta talist bindandi. Það eru
fjölmörg réttarfarsleg atriði, sem
þarfnast rýni í þessu sambandi,
t.d. eignarréttur, réttur til athafna
og síðast en ekki síst rétturinn til
atvinnu.
1
Þóknanleg atvinna
Nú grassera í landinu þrýsti-
hópar, sem berjast gegn virkj-
unum orkulinda fslands. Stjórn-
málamenn, sem ginnkeyptir eru
fyrir áróðri þessara hópa, stuðla
að því, að þúsundir manna verði
rændir atvinnutækifærum í iðn-
aði. Verkafólk fær hvergi öruggari
og betur launuð störf en í álverum.
Vinstri flokkarnir á íslandi berj-
ast nú með oddi og egg gegn hags-
munum þessa verkafólks undir
merkjum umhverfisverndar. Þeir
hafa í a.m.k. áratug verið krafðir
um, hvers konar störf væru þeim
fremur þóknanleg, en vafist tunga
um tönn. Þessi spurning er hins
vegar úrelt. Nú á tímum á það alls
ekki að vera í verkahring stjórn-
málamanna að ákveða, hvað þegn-
arnir vinna við. Þannig var það
þó löngum á nýliðinni öld, að
stjórnmálamenn forræðishyggju
ginu yfir atvinnulífinu. Nú er
það hins vegar tímaskekkja, að
stjórnmálamenn berjist fyrir eða
gegn tiltekinni atvinnustarfsemi.
Kjósendur verða að koma vinstri-
sinnuðum stjórnmálamönnum
og þrýstihópum í skilning um
þetta í vor. Stjórnmálamenn leggja
stein í götu erlendra fjárfestinga á
íslandi með því að berjast gegn ál-
iðnaði. Alls staðar eru erlendar fjár-
festingar taldar nauðsynlegar fyrir
blómlegt atvinnulíf og þær eru
tiltölulega litlar á íslandi. Forræðis-
hyggjuflokkarnir gera sig, með úr-
eltum viðhorfum sínum, seka um
að stuðla að einhæfara atvinnulífi
og minna vinnuframboði í land-
inu, sem leiðir til lægri kaupmáttar
og meira atvinnuleysis. Vinstri
flokkarnir á fslandi vinna þannig
Aðeins einn
stjórnmálaflokkur
í landinu er í takt
við nútímann
Umrœðan
Bjarni Jónsson
gegn hagsmunum hinna vinnandi
stétta, ekki síst verkalýðsstéttanna,
og er þetta enn ein birtingarmynd
afstæðishyggjunnar („postmod-
ernism”). Aðeins einn stjórnmála-
flokkur í landinu er í takt við nú-
tímann; vinnur ekki gegn neinni
löglegri starfsemi í landinu, en vill
gera öllum viðurkenndum atvinnu-
greinum jafnhátt undir höfði með
því að draga hið opinbera sem mest
út úr atvinnulífinu. Þessi flokkur er
Sjálfstæðisflokkurinn.
Eignarrétturinn
Adam Smith setti fram kenn-
ingu sína um séreignarréttinn árið
^776 sem grundvöll hagkvæmrar
auðlindanýtingar. Á íslandi ver
72. gr. stjórnarskrárinnar eignar-
rétt, og um auðlindir gildir, að þær
fylgja eignarrétti á landi, og á sjó
fylgir aflamark eignarrétti skips.
Þjóðareign er merkingarlaust hug-
tak í eignarréttarlegum skilningi.
Fundið hefur verið að því, að ríkið
reki stóriðjustefnu með eignarhlut
í virkjanafyrirtækjum. Sala ríkis-
eigna hefur leyst fjármagn úr læð-
ingi. Eðlilegt er þess vegna að setja
lög um sölu á hlutdeild ríkisins í
orkufyrirtækjum til lögaðila, sem
verði að vera skráðir á íslandi. Með
því er tryggt, að arður af nýtingu
fallvatna og jarðvarma rennur til
ríkisins i þeim mæli, sem lög mæla
fyrir um í formi tekjuskatts.
Höfundur er rafmagnsverkfræðingur
PRECISION B-URNER
Light
Fitubrennsla • Orka • Einbeiting
tmw,
&Mma:
Hámarks fitubrennsla í flösku!
Precision Burner Light er fáanlegur í öllum betri heilsuræktarstöðvum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Nánari upplýsingar um Precision Burner Light fást í síma 555-2866 eða á www.eas.is.
Freyja Sigurðardóttir
Margfaldur íslandsmeistari í Fitness
Tvær frábærar bragðtegundir!
Nú fáanlegar í næstu verslun