blaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 21
blaðiö
FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 29
menning
Nýstárlegur gjörningur
Listahátíðin List án landamæra
hefst í dag, fimmtudaginn 26. apríl,
við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykj a-
víkur. Hátíðin stendur til 16. maí og
verður fjölbreytt dagskrá í boði, en
að hátíðinni standa Fjölmennt, full-
orðinsfræðsla fatlaðra, Átak, félag
fólks með þroskahömlun, Hitt hús-
ið, Þroskahjálp og Öryrkjabanda-
lag íslands. Þátttakendur hyggjast
gefa góða mynd af því fjölbreytta
og kröftuga listalífi sem hér þrífst,
en fólk með fötlun eða þroskaskerð-
ingu hefur hingað til ekki þótt nógu
áberandi í „almennu“ menningar-
umhverfi.
Einn fjölmargra viðburða á hátíð-
inni verður gjörningurinn „Tökum
höndum saman“ sem framinn verð-
ur næstkomandi laugardag klukkan
13. Höfundur hans er Kolbrún Dögg
Kristjánsdóttir, fulltrúi Öryrkja-
bandalagsins í stjórn hátíðarinnar,
og ætlunin er að safna saman fólki
af öllum stærðum og gerðum til að
taka höndum saman og leiðast í
kringum Tjörnina í Reykjavík.
„Hugmyndin er að horfast í augu
við sjálfan sig og aðra og vonandi
sigrast á fordómum í garð náunga
síns. Það er staðreynd að við þurfum
hvert á öðru að halda og verðum að
geta tekið þátt í samfélaginu á okkar
eigin forsendum. Við erum alltaf að
setja okkur í mismunandi bása, bæði
meðvitað og ómeðvitað. Þess vegna
finnst mér sniðugt ef við myndum
öll saman hring óháð stétt og stöðu,
augnlit og útlitsgerð. Allir geta tekið
þátt í þessum gjörningi og eru jafn
mikilvægir,“ útskýrir Kolbrún.
Hún segist hafa fengið þessa hug-
mynd árið 2004 og að nú sé komið
að því að koma henni í framkvæmd.
„Við ætlum að leiðast í kringum tjörn-
ina og ganga einn hring. Á tjörninni
verða tveir árabátar og Sigursteinn
Másson, formaður Oryrkjabanda-
lagsins, ætlar að róa öðrum þeirra
þar sem einnig verða harmóníkuleik-
ari og stúlka sem ætlar að flytja ljóð-
ið Draumalandið á táknmáli. Það
skilja þá þeir sem kunna táknmál en
aðrir verða í minnihluta. Hugsanlega
verður sungið eða flutt ljóð á erlendu
tungumáli á hinum bátnum, en bát-
arnir ætla í öfugan hring við göng-
una. Þannig verður upplifun hvers
og eins þátttakanda mismunandi
eftir því hvar þeir eru staddir," segir
hún að lokum.
Félag íslenskra fornleifafræðinga
og Fornleifafræðingafélag Islands
halda ráðstefnu í samvinnu við
Þjóðminjasafn Islands laugar-
daginn 28. apríl klukkan 13 í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Óvenjumikið hefur verið um forn-
leifauppgröft um allt land á síðast-
liðnum árum og er það helst Kristni-
hátíðarsjóði að þakka en sjóðurinn
var stofnaður í tilefni af því að 1000
ár voru liðin frá því að kristinn siður
var lögtekinn á Islandi.
Nú eru síðustu forvöð að sjá
sýningu alþýöulistakonunnar
Guðlaugar I. Sveinsdóttur, Óður til
íslenskrar náttúru, sem var opnuð
í Boganum í Gerðubergi, 10. mars
síðastliðinn. Á sýningunni má sjá
abstrakt, landslags- og blóma-
myndir auk ofinna veggteppa sem
unnin eru á síðustu árum. Guð-
laug hefur komið víða við (sköpun
sinni, fengist við textíl, leirvinnslu,
glerskurð, vatnsliti og olíumálun,
en það eru einmitt olíumálverk og
ofin veggteppi sem gestir fá að
njóta þess að sjá á sýningunni í
Gerðubergi.
Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir
byggðar á sögum Astrid Lindgren
nú um helgina. Margir kannast við
sögur Astrid Lindgren sem eru
sívinsælar hjá börnum jafnt sem
fullorðnum. Þær hafa allar verið
gefnar út á íslensku og sumar
hverjar settar upp sem leiksýn-
ingar. Kvikyndirnar, sem sýndar
verða um helgina, Ronja Ræn-
ingjadóttir, Börnin f Ólátagarði og
Bróðir minn Ijónshjarta, hafa auk
þess verið talsettar á íslensku
fyrir myndbandsmarkaðinn en nú
gefst áhorfendum tækifæri til að
sjá þær með upprunalegri talsetn-
ingu í gamaldags bíóstemningu.
Allar nánari upplýsingar má nálg-
ast á slóðinni www.filmfest.is.
fyrií^u^singmaþínafviðeigandisérbíaðri
blaði
Auglýsingasfmar:
Magnús Gauti 510-3723
Kolbrún Dröfn 510-3722