blaðið - 08.05.2007, Síða 16
32 • KOSNINGAR 2007
ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2007 blaöiö
Mikil uppstokkun 1 þéttbýliskjördæmunum:
Reynsluboltar og ráðherrar af þingi
Rúmur þriðjungur þeirra 33 þing-
manna sem koma úr Reykjavíkur-
kjördæmunum og Suðvesturkjör-
dæmi hefur hætt á kjörtímabilinu
eða hættir þingmennsku eftir kosn-
ingarnar 12. maí. Þar af eru sjö ráð-
herrar eða fyrrverandi ráðherrar
með samanlagt rúmlega hundrað
ára reynslu af þingi.
Reykjavíkurkjördæmi
norður:
Davtð Odds-
son, fyrrverandi
formaðurSjálfstæð-
isflokksins og for-
sætisráðherra, lét
af þingmennsku í
lok september 2005
eftir 14 ára þingmennsku. Davíð var
fyrst kjörinn á þing vorið 1991 og
myndaði þá sína fyrstu ríkisstjórn
með Alþýðuflokki. Að loknu kjör-
tímabilinu myndaði Davíð þrisvar
sinnum ríkisstjórn með Framsókn-
arflokki áður en hann sagði af sér
og tók við stöðu seðlabankastjóra.
Ásta Möller settist á þing við brott-
hvarfDavíðs.
Halldór Ás-
grímsson, fyrr-.
verandi formaður
Framsóknarflokks-
ins og forsætis-
ráðherra, lét af
þingmennsku í
september í fyrra eftir 22 ára setu
á þingi. Halldór settist fyrst á þing
í október 1974 og var meðal annars
sjávarútvegsráðherra, utanríkisráð-
herra og síðast forsætisráðherra.
loknum kosningum, eftir rúmlega
16 ára setu á þingi. Sólveig tók fyrst
sæti á þingi haustið 1987 sem vara-
þingmaður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
Guðmundur
Hallvarðsson,
Sjálfstæðisflokki
hættir þing-
mennsku eftir
kosningar en hann
á að baki fjögur
kjörtímabil á þingi, samtals 16 ár.
Suðvesturkjördæmi:
Guðmundur
Árni Stefáns-
son, Samfylk-
ingunni, lét af
þingmennsku í
september 2005
eftir rúmlega
12 ára setu á þingi. Guðmundur
Árni var um tíma heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra og síðar
félagsmálaráðherra. Guðmundur
Árni tók við embætti sendiherra í
Svíþjóð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti
varaþingmaður Samfylkingar-
innar í Suðvesturkjördæmi, sagði
sig frá þingsætinu og tók Valdimar
Leó Friðriksson því sæti á þingi í
stað Guðmundar Árna. Valdimar
Leó gekk rúmu ári síðar til liðs
við Frjálslynda
flokkinn.
Gunnar Ingi
Birgisson, Sjálf-
stæðisflokki,
sagði af sér þing-
Árni Magnús-
son, fyrrverandi
félagsmálaráð-
herra lét af emb-
ætti í fyrravor eftir
þriggja ára þing-
setu fyrir Fram-
sóknarflokkinn.
Guðjón Ólafur Jónsson og Sæ-
unn Stefánsdóttir tóku sæti þeirra
Halldórs og Árna á þingi.
Guðrún Ög-
mundsdóttir,Sam-
fylkingunni, lætur
af þingmennsku
að loknum kosn-
ingum. Guðrún
hefur setið á þingi
síðustu tvö kjörtímabil.
Bryndís Hlöð- \
versdóttir, Sam-
fylkingunni,
sagði af sér þing-
mennsku i ágúst
2005 eftir tíu ára
setu á Alþingi.
Bryndís er nú aðstoðarrektor og for-
seti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók
sæti á Alþingi í stað Bryndísar.
Reykjavíkurkjördæmi
suour:
Sólveig Pét-
ursdóttir, forseti
Alþingis og fyrr-
verandi dóms- og
kirkjumálaráð-
herra, lætur af
þingmennsku að
mennsku í október 2005 og settist í
stól bæjarstjóra í Kópavogi. Gunnar
hafði þá setið á þingi í sex og hálft
ár. Sigurrós Þorgrímsdóttir tók sæti
Gunnars á Alþingi. Sigurrós situr
hins vegar það neðarlega á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest-
urkjördæmi að hún tekur ekki sæti
á þingi að loknum kosningunum.
Rannveig Guð-
mundsdóttir, Sam-
fylkingunni.hættir
þingmennsku eftir
12. maí. Rannveig á
að baki tæplega 18
ára þingsetu. Hún
tók sæti á Alþingi
1989 eftir að hafa setið þrjú kjör-
tímabil í bæjarstjórn Kópavogs. Pól-
itiskur ferill hennar spannar fjóra
áratugi.
Sigríður Anna
Þórðardóttir,
Sjálfstæðisflokki,
lætur af þing-
mennsku eftir 16
ára setu. Sigríður
Anna var um skeið
umhverfisráðherra.
GunnarÖrn Ör-
lygsson, Sjálfstæð-
isflokki, sest ekki
á þing að loknum
kosningum á laug-
ardag. Gunnar var
kjörinn á þing fyrir
Frjálslynda flokkinn í Suðvesturkjör-
dæmi en gekk til liðs við Sjálfstæð-
isflokkinn á miðju kjörtímabilinu.
Gunnar situr í 10. sæti framboðslista
Sjálfstæðisflokksins i Suðurkjördæmi
og nær því trauðla kosningu 12. maí.
wmmmmmmm
Samfylklngln
ISLANDS
HREYFINGIN
U^xjuLíLmuí
ATKVÆÐI
VINSTRI GRÆNIR
|] Framsókn
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
FRJÁLSLYNDI
FLOKKURINN
ir á sáttmálaaðgerð
irs sjá www.framtidarlandid.is
KYST ÞU GRÆNT?
VILJUM VIÐ LÁTA NÁTTÚRÚNA NJÓTA VAFANS NÆ5TU 4 ÁR?
KYST ÞU GRATT?
EÐA VILJUM VIÐ FULLVIRKJA ISLAND OG UTILOKA AÐRA FRAMTIÐARMOGULEIKA?
FRAMTIÐARLANDIÐ
Framtíðarlandið er þverpólitískt félag sem
styður alla stjórnmálaflokka til góðra verka.