blaðið - 04.07.2007, Side 8

blaðið - 04.07.2007, Side 8
8 FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 blaðiö "I Dæmd i 12 ára fangelsi Bergþóra ■ Guðmundsdóttir segir deildaskipt I fangelsi nauðsynleg til að hægt sé að leiða kvenfanga hægt og rólega I út i samfélagið. Biaöið/Ásdís Óviðunandi aðstaða fyrir kvenfangana ■ Alltof þröngt í Kópavogsfangelsinu fyrir kvenfanga sem þurfa að dvelja þar lengi H Tíminn lengi að líða þegar verkefni skortir, segir Guðmundur Gíslason forstöðumaður Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net I garðinum við Kópavogsbraut 17 erusólstólaroggrillsemaðsjálfsögðu hefur verið notað af íbúum hússins í blíðunni að undanförnu. Ekki hafa þó allir íbúar hússins viljað nýta sér góðviðrið því að garðurinn er 200 fermetra fangelsisgarður sem allir sem leið eiga hjá geta séð inn í. Útivistin er þó algjör nauðsyn því að það er þröngt innandyra. I fangelsinu að Kópavogsbraut 17, sem tók til starfa 1989, hafa undanfarið ár verið 8 til 9 konur að jafnaði af þeim 12 föngum sem rými er fyrir. Nú dvelja þar 7 konur og 4 karlar. „Þetta hefur alltaf verið rekið sem blandað fangelsi þótt þetta hafi verið kallað kvennafangelsi vegna þeirra kvenfanga sem hér hafa dvalið,“ segir Guðmundur Gíslason sem verið hefur forstöðumaður fangelsisins frá því að það var opnað. Þá var Kópavogshælið næsti nágranninn og töluvert langt í burtu en nú hefur byggðin færst nær. „Fangelsið er nú inni í miðju hverfi og hér er dagheimili við hliðina,“ bendir Guðmundur á en tekur um leið fram að nágrannar hafi ekkert haft út á fangelsið að setja. Hann segir kvenföngum á íslandi hafa fjölgað, einkum útlendum, þótt hlutfall kvenna sé enn aðeins 5 prósent af heildarfjölda fanga. Áður hafi kvenfangarnir verið 2 til 4 að jafnaði. Brotin sem konur fremja eru af öllum toga, eins og til dæmis brot tengd fíkniefnaneyslu, gróft ofbeldi og manndráp. Alltof þröngt „Aðstaðan hér er viðunandi fyrir fanga sem þurfa einungis að dvelja hér í stuttan tíma en fyrir fanga sem þurfa að vera hér lengi er hér alltof þröngt. Karlfangar geta flust á milli fangelsa en konur sem dæmdar eru til langrar fangelsisvistar sjá ekki fram á neitt annað en að vera um kyrrt hér. Með góðri hegðun og með þvi að nýta sér fangavistina á markvissan hátt geta karlfangar flust milli fangelsa og fengið tilbreytingu en það geta konurnar ekki eins og staðan er í dag.“ Guðmundur kveðst binda vonir við að hægt verði að koma upp aðstöðu fyrir litlar kvennadeildir í einhverjum hinna fangelsanna sem áætlað er að breyta og stækka og sérstaklega þegar Hólmsheiðarfangelsið verður komið í gagnið . „Fjöldi kvenfanga er svo sveiflukenndur að menn hafa ekki séð fram á að sérstakt kvennafangelsi sé góður kostur, hvorki rekstrarlega né út frá samskiptalegu sjónarmiði." Sérvaldlr karlfangar í Kópavogsfangelsinu er sérstakur gangur fyrir konur og annar fyrir karla en ekki hefur alltaf verið hægt að fara alveg eftir þvi. „Reglan er sú að karlar mega ekki vera inni á klefum kvenna og öfugt. Karlar og konur ganga saman til vinnu, matast saman og eru saman í útivist. Það er reynt að hafa umgengnina sem eðlilegasta. Það er hins vegar ekki leyfilegt að stofna til sambanda. Við höfum þann varnagla á að karlmenn séu hér svolítið upp á náð og miskunn því að ef þeir gerast brotlegir eru þeir sendir í annað fangelsi." Karlarnir sem afplána fangavist í Kópavogsfangelsinu eru sérvaldir, að sögn forstöðumannsins. „Við tökum ekki hingað inn fanga sem hafa gerst sekir um gróft ofbeldi gegn konum og börnum. Til að fá að vera hér þurfa fangar jafnframt að hafa sannað sig með góðri umgengni.“ Mæður með börn Frá því að fangelsið tók til starfa hafa um 10 konur verið með ung börn hjá sér í töluvert langan tíma en þó ekki lengur en tvö ár, að sögn Guðmundar. „Þau hafa dvalið hér með mæðrum sínum ef þau hafa verið mjög ung þegar afplánun hófst eða ef þau hafa fæðst á meðan á afplánun stóð.“ Brýnastþykirforstöðumanninum að tryggja stöðuga vinnu fyrir fangana. „Hér er ágætis aðstaða fyrir smáverkefni. Við höfum fengið verkefni frá einkaaðilum, eins og til dæmis bönkum, tryggingafélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. Stundum er engin vinna og þetta mætti vera stöðugra. Fangarnir eru þá látnir sinna viðhaldi og garðvinnu en það dugir skammt. Þeir horfa þá á sjónvarp og þá er tíminn ansi lengi að líða.“ Förum varlega í akstri um ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim. www.ferdalag.is Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um (siand. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu Ijósmyndum og sendu inn í Ijósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.