blaðið - 04.07.2007, Síða 11

blaðið - 04.07.2007, Síða 11
blaóiö MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2007 FRETTIR 11 Geir H. Haarde forsætisráðherra Stýrir samráðshópi Ákveðið var á ríkis- stjórnarfundi í gær að koma á fót samráðsvett- vangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnahags-, atvinnu- og félagsmála. Fyrsti fundurinn verður í vik- unni en Geir H. Haarde forsætisráðherra mun stýra samráðsfundunum. Aðilar að þessum vettvangi verða Samtök atvinnulífsins, Alþýðusam- band Islands, Samband íslenskra sveitarfélaga, BSRB og BHM. Er búið að senda þeim bréf og óska eftir tilnefningum á fundina, að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, sérfræðings hjá forsætisráðuneytinu. Auk forsætisráðherra verða fulltrúar ríkisstjórn- arinnar utanríkisráð- herra, félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar eftir þörfum. Gert er ráð fyrir að ann- ars vegar verði samráðsfundir ráð- herra og forystumanna félaganna og hins vegar sérfræðingahópur sem undirbýr fundi ráðherranna. heida@bladid.net Brakandi þurrkur og dræm laxveiði Góð silungsveiði Það er ekkert lát á blíðunni, ekkert hefur rignt í margar vikur og veiði- árnar margar hverjar eru að þorna upp. „Við vorum að byrja í Hrútafjarð- ará og Skíká og árnar eru orðnar ansi vatnslitlar, fiskurinn á erfitt með að komast á milli veiðistaða,” sagði Gunnar Sigurgeirsson en hann var við veiðar í ánum í gærdag. „Við höfum séð laxa en þeir hafa ekki tekið ennþá. Laxinn er allavega kominn á svæðið,” sagði Gunnar ennfremur. Veiðimenn við Álftá á Mýrum voru að gera sig klára fyrir veiðina í gærkvöld en þar hefur aðeins einn lax veiðst. Litlar sem engar veiðisögur hafa orðið til í Laxá á Ásum en nokkrir laxar hafa veiðst í ánni, sem er sæmi- lega vatnsmikil þessa dagana. Straumfjarðará er ekki komin með lax ennþá og aðeins hafa veiðst tveir laxar í Laxá í Leirársveit, nokkrir dag- ar hafa ekki gefið neitt í Laxá í Kjós. Eitthvað hefur togast upp úr ánni af fiski. Það er ef til vill lýsandi fyrir ástandið að síðdegis í gær birtist frétt á vefsíðunni Agninu um „skot” í Miðfjarðará. Skotið reynd- ist vera 4 laxar. Fyrir nokkrum árum, hefði „skot” verið talið 40-50 laxar. Þrátt fyrir að laxveiðin gangi illa er silungsveiðin víða feiknagóð eins og á Skagaheiði, víða í vötnum lands- ins og á Arnarvatnsheiði. Veiðimenn sem voru að koma af Skagaheiði veiddu 150 fiska annar hópurinn og hinn fékk 100 fiska. Þar skiptir vatnið ekki eins miklu máli og í laxveiðinni, þar sem það skiptir öllu fyrir fiskinn að komast upp í árnar og veiðimennina líka. STUTT • Hálendið Vegagerðin hefur opnað alla hálendisvegi en biður vegfarendur að sýna varúð við akstur um hálendið, sérstaklega við óbrúaðar ár. Kanna þarf straum, dýpt og botngerð áður en farið er yfir vatnsföll. • Aðstoðarmaður Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráð- herra. Hann tekur til starfa 1. ágúst. Jón Þór er fæddur árið 1970 og var um árabil sérfræð- ingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla íslands ásamt því að sinna stundakennslu þar. Þá var hann dósent hjá Viðskipta- háskólanum á Bifröst. • Neyðarhjálp Sólveig Þor- valdsdóttir jarðskjálftaverk- fræðingur hélt til Pakistans í gær til neyðarstarfa á vegum Rauða kross íslands vegna flóða í suðurhluta landsins. Er Sólveig i níu manna neyðar- teymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem mun aðstoða pak- istanska Rauða hálfmánann við neyðaraðstoðina. • Sundlaugarverðir Hækka þarf lágmarkslaun sundlaug- arvarða við næstu kjarasamn- inga. Þetta ritar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness, á heimasíðu félagsins. „Hjá sundlaugarverði eru grunn- laun hjá byrjanda 130.719 plús 6000 krónur í mánaðarlegum eingreiðslum. Á þessu sést að laun sundlaugarvarða eru til skammar sé tekið tillit til þeirrar miklu ábyrgðar sem fylgir starfi þeirra.“ • Hraðakstur Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar var einungis einn þeirra ferðamaður á bíla- leigubíl en átak mun hafa verið gert í að láta bílaleigur gera ferðamönnum grein fyrir hraða- takmörkunum hér á landi. • Gjaldþrot Héraðsdómur Vestfjarða kvað upp úrskurð í gær þar sem samþykkt var beiðni stjórnar rækjuverk- smiðjunnar Miðfells á ísafirði um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fjörutíu starfsmenn missa vinnuna. PICANTO DISIL LÆKKAÐ VERÐ 1.450.000 KR. KIA Picanto er einkar lipur, fallegur og sparneytinn smábíll meö skynsamlegri rýmisnýtingu. Nú getum viö boðið glœsilegan fimm dyra Picanto dísil meö fjarstýröum samlœsingum og álfelgum á lœkkuöu veröi, 1.450.000 kr. (verö áöur 1.560.000 kr.). Picanto er einnig fáanlegur sjálfskiptur, einn fárra smábíla. Engin útborgun, 21.257 kr . á mánuði* #M.v. 100% lán og 84 mánaöa gengistryggt bílalán frá AVANT. ©AVANT Í3ES KIA umboðið á Islandi er í eigu HEKLU KIA • Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 • www.kia.is KIA MOTORS The Power to Surprise■"

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.