blaðið - 04.07.2007, Page 16

blaðið - 04.07.2007, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 4. JUtl 2007 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Eilíf hamingja. Enginn lifandi maður gæti afborið slíkt, það yrði helvíti á jörð. George Bernard Shaw Wt IV? Súkkulaðifjöll Brynhildar Hvernig á að baka virkt eldfjall og hvernig bragðast súkkulaðifjöll eru spurningar sem Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður mun svara á hádegisstefnumóti á Kjarvals- stöðum fimmtudaginn júlí Súkkulaðifjöll Brynhildar eru byggð á einskonar jarðfræði: Kvikuhólfin eru úr karamellu, bólstrabergið er hnetufylling, snjóalög verða hvítt súkkulaði, svartir hamrar dökkt súkku- laði. Súkkulaðifjöllin hannaði Brynhildur í samstarfi við Hafliða Ragnarsson, súkkulaði- sérfræðing og bakara. Súkkulaðimolana er hægt að kaupa í safnverslun Kjarvals- staða ásamt fjölbreyttu úrvali af hönnunarmunum. Harpa Pórsdottir „Gestir safnsins, bæði (slendingar og útlendingar, eru greinilega mjög ánægðir að sjá verk Svavars á þessari sýningu, staldra við, horfa á þau og spá og spekúlera.” Mynd/Eyþór Myndir frá Norðurlandi Jón Ingi Sigurmundsson hefur opnað málverkasýningu í veit- ingahúsinu Kaffi Lísa á Hjalt- eyri. Á sýningunni eru vatns- lita-, olíu- og pastelmyndir og er myndefnið aðallega frá Hjalteyri, Akureyri og víðar að á Norðurlandi. Þetta er 32. sýning Jóns Inga, en hann , hefur sýnt víða á Suðurlandi og á Norðurlandi. Sýning störf um Huldu í tilefni af því að nú eru liðin 50 ár frá því að Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri í Kópavogi, fyrst kvenna á íslandi, verður opnuð sýning um störf hennar í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6 a, í dag, mið- vikudaginn 4. júlí klukkan 17. Sýningin samanstendur afmunum í eigu afkom- enda Huldu Jakobsdóttur auk opinberra skjala sem geymd eru í Héraðsskjalasafni Kópavogs. Að sýningunni standa auk jafnréttisnefndar af- komendur Huldu. Að dagskrá lokinni fer fram afhending árlegrar jafnréttisviðurkenn- ingar nefndarinnar sem nú er veitt í sjötta sinn. Hulda Jakobsdóttir AFMÆLI í DAG Nathaniel Hawthorne rithöfundur, 1804 Louis B. Mayer kvikmyndaframleiðandi, 1885 Calvin Coolidge forseti, 1872 Síðasta sýningarvika á Cobra Reykjavík ■I. Svavar settur í samhengi Sýningunni Cobra Reykja- vík í Listasafni íslands fer senn að Ijúka. Harpa Þórs- dóttir deildarstjóri segir að með sýningunni hafi Svavar Guðnason verið stimplaður rækilega inn í Cobra-hópinn. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Þessa dagana er síðasta sýningar- vika Cobra Reykjavík i Listasafni fslands. Á sýningunni eru um 120 listaverk eftir 29 listamenn. Verkin koma úr einkasöfnum, einkaeign og opinberum söfnum á Norður- löndum. Héðan fer sýningin til Silkiborgar í Danmörku og þaðan til Þrándheims í Noregi. Spáð og spekúlerað „Stóri viðburðurinn í sambandi við þessa sýningu er að þar er Svavar Guðnason stimplaður rækilega inn í Cobra-hópinn,“ segir Harpa Þórs- dóttir, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns íslands. „Hlutur Svavars í Cobra-samhenginu hefur aldrei Ofstækismaður eftir Svavar Guðnason. verið nógu mikið ræddur. Þeir sér- fræðingar sem skrifa um Cobra eru á einu máli um að telja beri Svavar til Cobra-hópsins. Hann sýndi með þessum listamönnum fyrir og eftir hið eiginlega Cobra-tímabil sem var á árunum kringum 1950, fjallað var um hann í Cobra-blöðunum sem gefin voru út og Svavar var í miklu vinfengi við flesta úr þessum hópi. Það er engin spurning að verk hans kallast á við það sem þeir voru að gera á ákveðnum tíma. Ég held að þáttur Svavars í hinu alþjóðlega myndlistarsamhengi eigi eftir að aukast. Það gerist einmitt með sýn- ingu eins og þessari og hún er því stórviðburður hvað þetta varðar. Gestir safnsins, bæði fslendingar og útlendingar, eru greinilega mjög ánægðir að sjá verk Svarars á þess- ari sýningu, staldra við, horfa á þau og spá og spekúlera.” Málverki hleypt úr landi Á Cobra-sýningunni er að finna fyrsta abstrakt-expressjóníska mál- verkið sem málað var í Danmörku og er oft vísað til þessa verks sem fyrsta Cobra-málverksins. Það nefn- ist Ophobning, frá árinu 1937 eftir Egil Jacobsen. Verkið hefur ekki fyrr verið sýnt utan Danmerkur í marga áratugi. „Mörg listasöfn hafa beðið um að fá myndina lánaða á Cobra-sýningar og aðrar sýningar um abstraktlist. Þeim beiðnum hefur alltaf verið hafnað sökum list- sögulegs mikilvægis en í ljósi þess að Listasafn íslands var að leggja út í mikla og stóra sýningu með verkum frá Norðurlöndunum ákvað safnstjóri Statens Museum, þar sem myndin er varðveitt, að leyfa í þetta HREYFINGIN Cobra-hópurinn var alþjóð- ieg hreyfing listamanna sem starfaði á árunum1948- 1951. Hreyfingin var stofnuð af myndlistarmönnum frá Dan- mörku, Belgíu og Hollandi. Cobra-nafnið er samsett úr upphafsstöfum höfuðborga landanna þriggja. eina skipti að myndin færi úr landi. Við áttum ekki von á þessu og það er mjög ánægjulegt að hafa myndina á sýningunni," segir Harpa. „í mynd- inni endurspeglast margt af ein- kennum Cobra-málverksins, verið er að brjótast úr ákveðnum viðjum og óheftri tjáningu er hleypt að.“ Síðasti sýningardagur Cobra-sýn- ingarinnar er á sunnudag. Harpa segir aðsóknina hafa verið mjög góða en frítt er inn á safnið. „Hingað kemur fólk aftur og aftur og mikið er um að fjölskyldur geri sér ferð í safnið. Á þessu rúma ári eftir að að- gangseyrir var felldur niður hefur aðsóknin tvöfaldast sem er mikið fagnaðarefni fyrir safnið." ► ► ► MENNINGARMOLINN Sjálfstæðisyfirlýs- ingin undirrituð Á þessum degi árið 1776 var sjálf- stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð. Forsagan er sú að íbúar nýlendna í norðurríkjunum sættu sig illa við stjórnunarhætti Breta og háa tollastefnu þeirra. Árið 1775 braust út stríð milli Breta og ný- lendubúanna. Hinn 4. júlí 1776 lýstu þrettán breskar nýlendur yfir sjálf- stæði og sjálfstæðisyfirlýsing var undirrituð. Frelsisstríðinu lauk ekki fyrr en 1783. Stjórnarskrá Bandaríkj- anna tók gildi árið 1789. George Washington, sem var yfir- maður í her uppreisnarmanna, varð fyrsti forseti Bandaríkjanna. Hann var einkar ástsæll forseti og þegar hann lést árið 1799 var hann sárt syrgður af þjóð sinni. 4. júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.