blaðið - 28.08.2007, Page 8

blaðið - 28.08.2007, Page 8
8 FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaðió STUTT • Kosningar Herstjórnin í Taílandi hefur boðað til þing- kosninga þann 23. desember næstkomandi, þeirra fyrstu frá því að fyrrum forsætisráðherra, Thaksin Shinawatra, var hrak- inn frá völdum á síðasta ári. • Umferðarslys Rúmlega sjötíu manns létust og tugir slösuðust þegar fólksflutninga- bíll valt í fjalllendi í austur- hluta Úganda í gær. Flestir hinna látnu voru hermenn á leið til herstöðvar við kenísku landamærin. VIM.IK Eltak sérhæfir sig ■ sölu og þjónustu á vogum Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu santhand Grikkland logar B Flestir skógareldarnir loga á Pelópsskaga og á eyjunni Evia ■ Aðstoð við slökkvistarf hefur borist erlendis frá ■ Á fjórða tug manna handteknir vegna gruns um íkveikju Eftir Atla Isleifsson atlii@bladid.net Lögregla á Grikklandi hefur hand- tekið á fjórða tug manna, grunaða um að bera ábyrgð á þeim miklu skógareldum sem nú geisa í Grikk- landi. Eldarnir hafa þegar kostað tæplega sjötiu mannslíf síðustu þrjá daga og hafa grískir saksóknarar nú til skoðunar hvort íkveikjurnar geti verið teknar til meðferðar sem hryðjuverk. Slíkt myndi veita grískumy firvöldum víðtækari heim- ildir við rannsókn málsins og björg- unarstörf. Flugvélar og þyrlur hafa borist Grikkjum frá öðrum ríkjum til að aðstoða við að ná tökum á eld- unum sem hafa logað viðs vegar um landið frá því fyrir helgi. Skipulögð glæpastarfsemi Fordæmalaus eyðilegging í Grikkiandi Um 250 skóg- areldar hafa blossað upp i landinu frá því á föstudaginn. Þurrt og vindasamt hefur verið í Grikklandi síðustu daga og hefur það gert slökkviliðsmönnum sér- staklega erfitt fyrir. Lögregla hefur boðið 87 milljónir króna í verðlaun til þeirra sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku brennuvarga. Hinir handteknu eru margir taldir tengjast skipulögðum glæpasam- tökum, sem vilja eyða skógum til að þar megi rísa byggingar. Spyros Flogaitis, innanríkisráðherra Grikk- lands, segir eyðilegginguna í Grikk- landi vera hrikalega og fordæmis- lausa. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða fólk og bjarga mannslífum." Eldarnir hafa flestir brotist út á Pelópsskaga, en einnig í kringum SKÓGARELDAR W. Talsmaður grískra yfirvalda ^ segir að 89 nýir skógareldar hafi blossað upp á sunnu- daginn. ► Grunur leikur á að skipu- lögð glæpasamtök beri ábyrgð á skógareldunum, þar sem þau vilji reisa bygg- ingar þar sem nú stendur skógur. ► Grískir stjórnarandstæðing- ar hafa sakað stjórnarflokk- ana um vanhæfni í málinu. Þingkosningar eru fyrirhug- aðar í Grikklandi í næsta mánuði. höfuðborgina Aþenu og á eyjunni Evia í norðri. Fleiri hundruð bygg- ingar hafa orðið eldunum að bráð og þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín. Nýir eldar við jaðar höfuðborgarinnar Aþenu brutust út í gær, þar sem skógar í hlíðum Ymittos-fjalls loguðu og ógnuðu úthverfi höfuðborgarinnar. 1 frétt Guardian segir að mikinn eldstrók hafi lagt frá fjallinu, auk þess sem brunalykt lagðist yfir höfuðborgina. Aðstoð erlendis frá Yfirvöldum í Grikklandi barst í gær aðstoð meðal annars frá Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Noregi og Spáni, en stöðgt erfiðara reynist að slökkva eldana. Forsætisráðherr- ann, Costas Karamanlis, lýsti yfir neyðarástandi í landinu um helgina. Hann bað um aðstoð Evrópusam- bandsins og sagði umfang skógar- eldanna einfaldlega vera of mikið til að Grikkir gætu ráðið við þá. Talsmaður slökkviliðsins sagði elda nú loga um meira en hálft landið. Hann er svartsýnn á að takast muni að ná tökum á eldunum á næstunni, þrátt fyrir aðstoð erlendis frá og að vind hafi nokkuð lægt. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net TILBOÐ Gildir út 31.12.07 ^ á tilboði 17.900 kr. eða aðeins um í rÁ *§I 5 < I ICELAND SPA & FITNESS Gonzales Alberto Gonzales hefur sagt af sér embætti dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna. Heimildarmenn CNN segja að Bush forseti muni skipa Micheal Chertoff, ráðherra heima- varna, sem arftaka Gonzales. Hart hefur verið sótt að Gonzales að undanförnu og hafa margir kraf- ist afsagnar hans. Andstæðingar Gonzales segja þá ákvörðun hans að reka átta ríkissaksóknara úr starfi á síðasta ári hafa verið af pólitískum ástæðum og hann hafi svo logið til um ástæður uppsagnanna. Gonza- les bar vitni fyrir þingnefndum í báðum deildum Bandaríkjaþings vegna málsins, og sökuðu ýmsir öld- Rússland Tíu manns handteknir Tíu manns hafa verið handteknir vegna morðsins á rússnesku rann- sóknarblaðakonunni Önnu Pol- itkovskaya sem ráðinn var bani á síðasta ári. Rússneskir fjölmiðlar sýndu myndir af saksóknara í gær sem gekk á fund Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta til að greina honum frá handtökunum og að hinir grunuðu yrðu brátt ákærðir. Morðið vakti víða mikla reiði og voru rússnesk stjórnvöld mikið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi í kjölfarið, en Politkovskaya var harður gagnrýnandi stefnu Pú- tíns forseta. aí hættir Alberto Gonzales Tók við embætti dóms- málaráðherra fyrir tveimur og hálfu ári. ungadeildarþingmenn hann um að hafa logið eiðsvarinn. Gonzales tók við embætti fyrir tveimur og hálfu ári, en hann á að hafa skilað inn afsagnarbréfi sínu síðasta föstudag. atlii@bladid.net Afganistan Framleiðsla á ópíum eykst Ópíumframleiðsla í Afgan- istan hefur aukist um þriðjung síðastliðið ár og aldrei verið meiri, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. í skýrsl- unni segir að framleiðslan í Helmand-héraði í suðurhluta landsins hafi aukist gríðarlega að undanförnu og er héraðið nú stærsta framleiðslusvæði ópíums í heimi. Þrátt fyrir veru tugþúsunda erlendra hermanna í landinu eru um 193 þúsund hektarar lands nýttir til ræktunar á valmúajurt- inni, sem ópíuni er unnið úr. aí

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.