blaðið - 28.08.2007, Síða 12

blaðið - 28.08.2007, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 blaóið FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Það er nú þannig með íslendinga að þegar þeir eru að gera eitthvað í viðskiptum, þá fæ ég oft að heyra að þetta sé í fyrsta skipti sem það er gert í heiminum. M5 opnaöur Verðbréfavefurinn M5 var opn- aður í Færeyium á vefslóðinni m5.fo í gær. I tilkynningu segir að vefsíðan sé sú fyrsta sinnar tegundar í Færeyjum sem fjallar eingöngu um færeyska verðbréfa- markaðinn. Aðstandendur M5 segja mikinn metnað vera lagðan í vefinn og að vonir standi til að hann muni nýtast Færeyingum vel ásamt erlendum fjárfestum sem hafi áhuga á að fjárfesta í Færeyjum. aí í Færeyjum Áminning og févíti verði afturkölluð Mál Atorku Group hf. gegn Kauphöll fslands var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Atorka fer fram á að ákvörðun Kauphallar- innar um að áminna félagið og beita það févíti upp á 2,5 miiljónir króna verði afturkölluð. Kauphöllin beitti þessum viðurlögum þar sem hún taldi að Atorka hefði sent frá sér villandi tilkynningu í tengslum við sex mánaða uppgjör félagsins í fyrra. í fyrirsögn tilkynn- ingarinnar var sagt að hagnaður Atorku Group hefði verið tæplega 4,9 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins. Við lestur uppgjörsins kom hins vegar í ljós að hagnaður samstæðu Atorku var 187 milljónir króna. Þær lykiltölur sem komu fram í tilkynningunni voru aðeins lykiltölur móðurfélagsins en engar lykiltölur voru um samstæðuna. Þetta taldi Kauphöllin að hefði verið gert til að villa um fyrir fjárfestum og því um brot á reglum að ræða. mge Marel vill eignast Stork Marel hefur áhuga á að eignast hollenska fyrirtækið Stork að fullu. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir Maarten Muller, lög- fræðingi LME-eignarhaldsfélags, sem er í eigu Marels, Landsbank- ans og Eyris. Marel er stærsti einstaki hluthafi Stork, en áður hafði komið fram að Marel hefði áhuga á að eignast Stork Food Systems, dótturfélag Stork. Aðspurður sagði Muller að allir möguleikar væru opnir, þar á meðal að gera yfirtökutilboð í allt hlutafé Stork. Selja sement til Grænlands Forsvarsmenn Sementsverk- smiðjunnar hf. hafa samið um að afhenda um 1200 tonn af Port- Jandssementi vegna byggingar 15 megavatta virkjunar á Vestur- Grænlandi. fstak vinnur að verkinu á Grænlandi fyrir Orku- stofnun Grænlands. Virkjunin verður í byggingu næstu þrjú árin og er við Sisimut, annan stærsta þéttbýliskjarnann á Vestur-Græn- landi. Fyrsti farmurinn, 200 tonn, hefur þegar verið afhentur og á næstu mánuðum verða um 400 tonn afhent í viðbót, en 650 tonn næsta vor. skessuhorn.is I urinn 'be.r - iqv1 jfi 5 Kári Eyþórsson MPNLP Viltu læra aðferðir sem að raunverulega breyta lífi þínu? Námskeið í KjQJP tækni NLP Námskeið verður haldið 21.-23. og 28.-30.september 2007 OCopyright cKari.com í www.ckari.com: Mail: rosa@ckari.com; Sími:894-2992 Fyrir alla Sveinn segir að nemend- ur í raunvísindum hafi verið fljótari að tileinka sér rafræn gagnasöfn en nemendur í félags- og hugvísindum. liSHSSliliM&liMW \ \i T*. 0* 5 & , S VN r' I al! 1 11 \ i r/ Hafsjór upplýsinga fyrir atvinnulífið ■ Aðgangur að tímaritum tengdum viðskiptum og stjórnun hefur stóraukist á hvar.is ■ Miklir möguleikar eru fólgnir í gagnasöfnun Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Frá því að byrjað var að bjóða upp á landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum árið 1999 hefur aðgengi almennings að hvers kyns upplýsingum aukist til muna. Þetta á ekki síst við um tíma- rit á sviði viðskipta og stjórnunar, en nemendur í þessum greinum eru um 3 þúsund talsins í dag. Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður landsað- gangs, segir að miklir möguleikar séu fólgnir í gagnasöfnunum, bæði fyrir nemendur og atvinnulífið. Úr tveimur í tvö hundruð Til marks um hversu miklar breytingar hafa orðið, þá voru ein- ungis tvö rit á sviði markaðsfræði í áskrift á íslenskum bókasöfnum fyrir 10 árum. Nú eru tæplega 200 rit á þessu sviði í landsaðgangi og fer þeim fjölgandi. Tímaritum á öðrum sviðum viðskipta og stjórn- unar hefur einnig fjölgað til muna, ekki síst með tilkomu Ebsco-gagna- safnsins sem bættist við mikið safn viðskiptatímarita sem fyrir voru í ProQuest 5000. HVAR.IS ► Á heimasíöunní er hægt að nálgast yfir 14 þúsund tíma- rit án endurgjalds. ► Hægt er að leita í MIT Sloan Management Review eða Economist frá árinu 1990 til dagsins í dag. ► Hægt er að lesa allan texta Harvard Business Review frá fyrsta tölublaðinu í okt- óber 1922. Sveinn segir að helsta kostinn við gagnasafnið þann að allt efnið sé leitarbært. Það spari bæði ómældan tíma og fyrirhöfn. „Þetta er miklu einfaldara fyrir notandann og ég tel að við höfum sparað ófáar bílferðir. Að því leyti erum við umhverfisvæn. Fólk sem er í fjarnámi notar þetta mjög mikið og þetta gerir fólki kleift að vinna mun meira heima hjá sér en ella.“ Umhverfisvæn gagnaöflun Notkun á rafrænumgagnasöfnum á borð við hvar.is er töluvert meiri hér á landi en í nágrannalöndunum og vill Sveinn þakka það ókeypis landsaðgangi. Háskólanemar og starfsmenn rannsóknarstofnana eru algengustu notendurnir, en Sveinn telur að atvinnulífið geti fært sér safnið meira í nyt en það gerir. „Það er nú þannig með Islendinga að þegar þeir eru að gera eitthvað í viðskiptum, þá fæ ég oft að heyra að þetta sé í fyrsta skipti sem það er gert í heiminum. Svo þegar maður fer að kíkja á það kemur oft í ljós að viðlíka hlutir hafa verið gerðir ann- ars staðar. Ég held að fólk geti lært heilmikið á því að kynna sér þetta.“ Aðgangur að gagnasafninu kostar um 100 milljónir á ári og er þriðj- ungur þess greiddur af ríkinu. Af- gangurinn dreifist niður á tæplega 200 bókasöfn, stofnanir og fyrir- tæki sem taka þátt í áskriftarkostn- aðinum. Sveinn segir að enn sem komið er hafi einkageirinn ekki lagt jafnmikið til og vonir stóðu til. „Við erum með þessu að þjóna honum að mörgu leyti og það var hugmyndin með að binda þetta ekki við stofnan- irnar. Ég sé ekki annað fyrir mér en að fólk á markaði verði að kynna sér á einhvern hátt það sem er að gerast annars staðar.“ MARKAÐURINN ÍGÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 27. ágúst 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlulfallsl. Dagsetning Fjöldi viöskipti Tilboö í lok dags: Félög í úrvalsvísítölu verð breytmg viösk.verðs viðskipta dagsins Kaup Sala ▼ Atorka Group hf. 9,25 -1,60% 27.8.2007 11 154.992.233 9,25 9,35 ▼ Bakkavör Group hf. 67,60 -0,15% 27.8.2007 15 83.943.548 67,30 67,60 a Exista hf. 34,10 0,29% 27.8.2007 74 473.689.256 34,05 34,15 a FL Group hf. 26,35 0,57% 27.8.2007 13 74.086.623 26,25 26,55 4 Glítnir banki hf. 28,45 0,53% 27.8.2007 53 482.257.951 28,45 28,55 Hf. Eimskipafélag íslands 42,25 - 27.8.2007 28 115.717.729 42,25 42,65 lcelandair Group hf. 27,00 - 27.8.2007 10 34.631.920 26,80 27,00 ▼ Kaupþing banki hf. 1167,00 -0,26% 27.8.2007 132 1.601.193.793 1167,00 1168,00 4 Landsbanki Islands hf. 40,75 0,74% 27.8.2007 57 1.756.747.511 40,55 40,80 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 17.8.2007 - - - 17,50 ♦ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 20,60 0,00% 27.8.2007 49 360.188.466 20,45 20,60 a Teymi hf. 6,16 6,02% 27.8.2007 35 156.578.030 6,12 6,20 a össur hf. 108,00 0,93% 27.8.2007 4 20.890.971 106,50 108,00 Onnur bréf á Aðallista ♦ 365 hf. 2,83 0,00% 24.8.2007 - - 2,81 2,84 Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - - - : 4 Affesca hf. 5,88 0,17% 27.8.2007 3 12.772.562 5,86 5,92 ▼ Atlantic Petroleum P/F 1105,00 -0,18% 27.8.2007 10 4.395.101 1095,00 1110,00 v Eik Banki 695,00 -0,14% 27.8.2007 4 1.190.211 693,00 696,00 4 Flaga Group hf. 1,62 0,00% 27.8.2007 1 129.600 1,61 1,63 ♦ Foroya Bank 233,00 0,00% 27.8.2007 3 339.548 232,00 240,00 lcelandic Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 a Marel hf. 92,80 0,87% 27.8.2007 6 52.202.500 92,50 93,00 Nýherji hf. 21,50 - 21.8.2007 - * 21,50 4 TryggingamiSstöðin hf. 39,05 0,00% 24.8.2007 - - 39,10 39,80 Vinnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - 12,00 First North á fslandi a Century Aluminium Co. 3070,00 0,85% 27.8.2007 4 18.765.510 3050,00 3070,00 HB Grandi hf. 11,00 - 18.7.2007 - - - 11,00 Hampiðjan hf. 6,50 - 20.6.2007 - - - 6,65 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Landsbank- ans, fyrir um 1,8 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Kaupþings, fyrir 1,6 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Teymis, eða 6,02%. Bréf Össurar hækkuðu um 0,93% og bréf Mar- els um 0,87%. • Mesta lækkunin var á bréfum Atorku, eða 1,60%. Bréf Kaupþings lækkuðu um 0,26%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,26% í gær og stóð i 8.304 stigum i lok dags. • fslenska krónan styrktist um 0,72% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan lækkaði um 0,22% og þýska DAX- vísitalan um 0,3% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,4%.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.