blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 12
12
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007
blaðið
Reyknesingar safna
fyrir mæður í Namibíu
M Barnshafandi konur leita oft skjóls undir trjám vikum saman M Sofa á pappaspjöldum við bágborið hreinlæti
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Safnað verður fyrir byggingu
mæðraskýlis í bænum Engela í norð-
urhlutaNamibíu á Ljósanótt í Reykja-
nesbæ. 1 þessum bæ hafa barnshaf-
andi konur leitað athvarfs undir
þremur trjám sem standa gegnt spít-
ala bæjarins, hinum megin við þjóð-
veginn, á síðustu vikum meðgöngu
en fæðingardeildin getur ekki tekið
við verðandi mæðrum fyrr en hríðir
hefjast. Halda konurnar sig undir
trjánum oft vikum saman því eng-
inn annar staður er til að hýsa þær.
Góðverk á Ljósanótt
Söfnunin ber heitið Góðverk á
Ljósanótt. Búið er að koma upp níu
söfnunarkerjum fyrir tómar dósir
og flöskur á hátíðarsvæðinu. Verður
andvirði þeirra síðan notað til bygg-
ingar skýlisins. Ásmundur Friðriks-
son, verkefnisstjóri Ljósanætur,
segir að einnig geti einstaklingar og
fyrirtæki stutt málefnið sérstaklega
og sent upplýsingar um framlag sitt
á póstfang Ljósanætur, ljosanott@
reykjanesbaer.is.
„Þetta er í fyrsta skipti sem við
höldum úti söfnun á Ljósanótt“,
segir Ásmundur. „Við erum að vona
að þetta geti orðið árviss viðburður.
Hvetjum við einstaklinga og fyrir-
NAMIBÍA
Þróunarsamstarf íslands og
Namibfu hófst árið 1990.
Landið er í sunnanverðri
Afríku og hlaut sjálfstæði
21. mars árið 1990. Svæðið
var áður undir stjórn Suður-
Afrfku.
Landamæri Namibíu liggja
að Angólu og Sambíu í
norðri, Botsvana í austri og
Suður-Afríku í suðri.
Höfuðborg Namibíu er Wind-
hoek
Flestir tala oshivambo eða
skyldar máilýskur en sam-
tals tala Namibíumenn 28
tungumál.
tæki til að leggja þessu góða málefni
lið og láta gott af sér leiða.“
15 til 30 konur undir trjánum
Smábærinn Engela er í Ohangwena-
sýslu en yfirvöld í sýslunni hafa í sam-
starfi við forsetafrú landsins komið af
stað átaki til að fjármagna byggingu
á mæðraskýh en að jafnaði eru milli
fimmtán og þrjátíu verðandi mæður
undir trjánum, allan ársins hring. 1
bænum er einn af ríkisspítölum Nami-
bíu og ferðast konur allt að 30 til 100
►
►
►
►
►
kílómetra til að fæða börnin sín á fæð-
ingardeildinni. Leggja konurnar af
stað til Engela um það bil tveimur til
fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðing-
ardag og koma sumar jafnvel fótgang-
andi eða í asnakerrum.
Við þjóðveginn, þar sem konurnar
bíða eftir þvf að hríðir hefjist, er
engin hreinlætisaðstaða fyrir utan
bárujárnsskilrúm sem þær geta
notað til að þvo sér á bak við í smá
næði. Salernisferðir fela í sér nokkur
hundruð metra göngutúr á bak við
runna og er töluverður spölur í vatn.
Konurnar sofa á pappaspjöldum
og eiga sumar þeirra ábreiður en á
þessum árstíma er frekar kalt á nótt-
unni og er hitastigið rétt fyrir ofan
frostmark þegar kaldast er.
Sýslustjórinn, Usko Nghaamwa,
sýndi Viíhjálmi Wiium, umdæmis-
stjóra Þróunarsamvinnustofnunar
í Namibíu, aðstæður kvennanna á
dögunum. í mæðraskýlinu er ráð-
gert að verði um tuttugu rúm, eld-
unaraðstaða, handavinnuherbergi,
salernisaðstaða og viðtalsherbergi
fyrir ljósmæður. Áætlað er að fjórar
til fimm milljónir íslenskra króna
þurfi til að byggja skýlið en þegar
hafa safnast um ein og hálf milljón.
Vonast er til að byggingarfram-
kvæmdir geti hafist í september.
2
Gildirút 31.12.07
* á tilboði 17.900 kr. eða
aðeins um
Sjá nánar um allar stöðvar ISF á www.isf.is
lceland Spa & Fitness »>Avísun á vellíðan
LÍÚ segir*308.000 tonna loðnukvóta lítinn
Gleðilegt að
mælingar tókust
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
að tillögu Hafrannsóknastofnunar
ákveðið að bráðbirgðakvóti fyrir
komandi vertíð, sem hefst 1. nóv-
ember, verði 205 þúsund lestir. Þar
af koma rúmar 145 þúsund lestir
í hlut íslenskra loðnuskipa sam-
kvæmt ákvæðum samninga um
nýtingu loðnustofnsins. í tilkynn-
ingu frá ráðuneytinu segir að við
þessa ákvörðun sé miðað við að
heildarkvóti á komandi vertíð verði
308 þúsund lestir og gangi það eftir
eykst heildarkvóti íslensku loðnu-
skipanna um ca. 100 þúsund lestir
frá síðustu vertíð.
Friðrik Jón Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segir að þó
að þetta sé lítið magn af loðnu þá
sé það mjög gleðilegt að mælingin á
loðnu í fyrrahaust skuli hafa tekist.
„Við höfum átt í brasi með að mæla
Loðnuveiðar Vertíðin hefst 1. nóvember
næstkomandi
loðnustofninn á undanförnum
árum og það hefur ekki tekist fyrr
en seint og um síðir þegar langt er
liðið á vetrarvertíð.“ Hann bendir
þó á að þetta sé ekki endanlegur
kvóti sem hafi verið ákveðinn þar
sem loðnan verði aftur mæld í haust
og eftir áramót.
atlii@bladid.net
Japanir vilja engan samanburð við ísland
Hvalkjöt enn vinsælt
Japanska hvalrannsóknastofn-
unin hafnar því að sú ákvörðun ís-
lenskra stjórnvalda að gefa ekki út
ný leyfi til hvalveiða í atvinnuskyni,
bendi til þess að neytendur vilji
ekki lengur hvalkjöt, líkt og Chris
Carter, ráðherra náttúruverndar-
mála á Nýja-Sjálandi, og fleiri hafa
sagt í vikunni.
Glen Inwood, talsmaður stofnun-
arinnar, segir að eftirspurn eftir
hvalkjöti í Japan sé enn mikil og
ekki sé hægt að bera japanska mark-
aðinn saman við þann íslenska. I
samtali við Japan Today segir In-
wood að íslendingar eigi enn í við-
ræðum við Japana um útflutning á
hvalkjöti. atlii@bladid.net