blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007
blaðió
ORÐLAUSBÍÓ
bio@bladid.net
Laugardagurinn á Menningarnótt
er alveg skelfilegur, þá eru bara
skrúbbaðir veggir og skúruð gólf.
Heitar kynlífssenur í kvikmyndaheiminum
Kynlífssenur kvikmyndanna
eru eins fjölbreyttar og þær eru
margar. Til er ógrynni mynda sem
eftirminnilegar eru vegna kynngi-
magnaðra atriða þar sem tveir ein-
staklingar fara mikinn í rekkjunni,
á stofugólfinu, í bílnum, nú eða
á öðrum vettvangi. Gjarnan eru
þetta nafntogaðar þokkadísir í kvik-
myndaheiminum ásamt flottasta
sjarmatröllinu og ósjaldan vekja
senurnar sérstaka athygli vegna
þess að líkami leikaranna sést í öllu
sínu veldi.
Hér eru fjórar kvikmyndir sem
komist hafa á kortið vegna flottra
og krassandi kynlífssena.
1
The Piano Þeir sem ekki sáu
kvikmyndina The Piano frá ár-
inu 1993 ættu að skella sér strax
á næstu myndbandaleigu. Hin
undurfagra Holly Hunter og hinn
gráspengdi súpersjarmör Harvey
Keitei taka sig vel út í hlutverkum
sínum og í einni senunni tekur
annars furðulegt samband þeirra
á sig nýja og mjög svo opinskáa
mynd.
The End of the Affair Leikkonan
Julianne Moore fer mikinn í kvik-
myndinni The End of the Affair,
sem snýst að öllu leyti um fram-
hjáhald Söruh Miles og leynilega
ástarfundi hennar og Maurice
Bendrix, sem leikinn er af leikar-
anum Ralph Fiennes. Parið rúllar
upp hverri ástarsenunni á fætur
annarri og ná þau svo sannarlega
að fanga athygli áhorfandans.
2
3
Unfaithful Þau Olivier Martinez
og Diane Lane eru í góðu formi í
myndinni Unfaithful, sem fjallar
um spennuþrungið framhjáhald
giftrar konu. Snemma í mynd-
inni stunda þessir myndarlegu
einstaklingar, sem vart þekkjast,
magnþrungið kynlíf eins og
enginn sé morgundagurinn, en
senan hefur fengið mikið lof fyrir
trúverðugleika og flottheit.
History of Violence fslands-
vinurinn Viggo Mortensen og
Maria Bello slá algerlega í gegn í
hlutverkum sínum sem Tom og
Edie. Þegar maður hélt að sjarma-
tröllið Viggo gæti ekki toppað
sig gerir hann sér lítið fyrir og al-
gjörlega rúllar upp áhorfendum
í ástarsenunni frægu í stiganum.
Margfalt þess virði að sjá fyrir þá
sem kunna ekki að skammast sín.
4
0
CtuiznosSuB
...GLOÐAOUR
Lambakjöt með
Bearnaise eða BBQ sósu
Suðurlandsbraut 32 • 577 5775
Lækjargata 8 • 577 5774 • Nybýlavegur 32 • 577 5773
Þœgilegir, mjúkir óreimaðir
leðurskór með innleggjum í
stærðum 41-46 á kr. 6.885,-
Misty, Laugavegi 178
Sími 551 2070
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
blaðiÓH
SMAAUQLYSINGAR@BLADtD.NET
íslendingar hafa farið mikið í bíó í sumar þrátt fyrir veðursæld
Bíósumarið það
stærsta á öldinni
Rúm hálf milljón gesta
hefur sótt íslensku bíóin í
sumar. Stórmyndunum er
þakkaður árangurinn.
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@bladid.net
„Þeir sögðu mér þeir eldri hérna
að þetta væri örugglega stærsta
sumarið á öldinni,“ segir Ingi Úlfar
Helgason hjá Sambíóunum, en rúm-
lega 510.000 gestir sóttu bíóhúsin
yfir sumartímann í ár. Það er sex
prósenta aukning frá þvi í fyrra
þegar aðsóknin var 484.000 gestir.
„Það er alltaf aukning, en það voru
náttúrlega stórar myndir í ár. Spi-
derman rétt kom inn í tímabilið,
Harry Potter var líka mjög stór.“
Sumaraðsókn í Bandaríkjunum
er sú sjötta besta í sögunni, en
miðasala hefur skilað yfir 250
milljörðum íslenskra króna, sem er
met. Aðsóknin á íslandi sló engin
met, enda hefur veðrið verið með
eindæmum gott í sumar og fólk
því haldið frekar til á Austurvelli
í stað þess að fara í bíó. „Menn
voru hræddir við veðrið [á íslandi],“
segir Ingi. „Aðsóknin hefði
kannski verið miklu betri ef veðrið
hefði ekki verið svona gott.“
Niðurhal hefur áhrif
Ólöglegt niðurhal á kvik-
myndum hefur mikið verið rætt
undanfarin ár. Margir efast nú um
áhrif þess á aðsókn kvikmynda-
húsanna, enda hefur hún aukist
síðustu ár.
„Ég held að stóru karlarnir finni
minna fyrir þessu, en auðvitað
finna þeir fyrir þessu líka,“ segir
Ingi. Hann telur að minni myndir
líði meira fyrir ólöglegt niðurhal,
enda séu sumar stórmyndir þannig
að fólk telji sig verða að sjá þær í
bíó. „Það eru til myndir eins og til
dæmis 300 seni þú verður að sjá
í bió. Það voru 6000 manns sem
sóttu hana fyrstu helgina sem hún
var í bíó - auðvitað var samt eitt-
hvert hlutfall sem fór ekki á hana
í bíó.“
Ágúst hefur bjagast
„Sumarið er búið að vera mjög
gott og mjög sterkt,“ segir jón Ey-
þór Jóhannsson, rekstrarstjóri kvik-
myndahúsa Senu, sem rekur meðal
annars Smárabíó og Regnbogann.
„Aðsóknin er í takt við Bandaríkin,
án þess að slá þessi met.“
Jón er ánægður með bíósumarið
sem er að líða. „Þetta er betra
sumar en í fyrra. Júlí er allavega
virkilega góður og ágúst stefnir í að
vera mUn betri,“ segir hann. „Ágúst
hjá okkur hefur bjagast vegna þess
að þá er svo mikið af viðburðum
sem eru erfiðir fyrir okkur. Verslun-
armannahelgin, Gay Pride og Menn-
ingarnótt - þetta eru þrjár helgar
í röð sem eru erfiðar fyrir okkur.
Laugardagurinn á Menningarnótt
er alveg skelfilegur, þá eru bara
skrúbbaðir veggir og skúruð gólf.“
He s Just Not That
Into You á hvíta tjaldið
Kvikmyndafyrirtækið New Line Cinema hyggst ráð-
ast í tökur kvikmyndar sem byggð er á bókinni „He's
Just Not That Into You“ sem sló eftirminnilega í gegn
í fyrra. Að sögn tímaritsins Variety verður aðalhlut-
verkið að líkindum í höndum leikarans og sjarmatrölls-
ins Ben Affleck og mun hann þar leiða einstaklinga
í ástarsorg í sannleikann um blákaldan raunveruleik-
ann þegar kemur að samskiptum kynjanna. Affleck
hefur ekki staðfest þátttöku sína endanlega, en ef hann
tekur þátt í verkefninu mun hann leika ásamt þokkadís-
unum Jennifer Aniston, Jennifer Connelly og Scarlett
Johansson. Miðað við mótleikkonurnar má eflaust gera
því skóna að Affleck hoppi á hlutverkið, en það hlýtur
óneitanlega að vera erfitt að afþakka hlutverk í kvik-
mynd þar sem þessar leikkonur eru innanborðs.
Bíódagar
framlengdir
Sicko er meðal
mynda sem sýndar
verðaáfram
Bíódögum Græna Ijóssins lauk í
gærkvöldi og að sögn aðstandenda
kvikmyndaveislunnar tókst afar vel
til. Yfir 10.000 manns sóttu kvik-
myndirnar 18 sem sýndar hafa verið
í Regnboganum og vegna fjölda
áskorana hefur verið afráðið að sýna
nokkrar af vinsælustu myndum há-
tíðarinnar áfram. Myndirnar sem
sýndar verða áfram eru Sicko, Away
From Her, Shortbus, The Bridge,
Deliver Us From Evil, Cocaine Cow-
boýs, Goodbye Vafana, Hallam Foe,
Die Fálscher, Zoo og No Nody is
Perfect. Myndirnar verða sýndar
til 3. september næstkomandi og er
hægt að nálgast dagskrá myndanna
á midi.is.
Leikstýrir
klámmynd
Fyrrum gítarleikari hljómsveit-
arinnar Jane's Addiction, Dave
Navarro, hefur afráðið að venda
sínu kvæði í kross og róa á mið
klámmyndanna. Rokkarinn
góðkunni samdi við framleiðslu-
fyrirtækið Teravision, þar sem
fremst fara klámstjarnan Tera
Patrick og Evan Seinfeld, um að
leikstýra klámmynd í fullri lengd
og segist Navarro hinn ánægðasti
með verkefnið. „Ég hef alltaf
haft áhuga á kvikmyndagerð og
sjónrænni list, svo að ég tók því
fegins hendi þegar Teravision
hafði samband við mig. Ég hef
þekkt Teru og Evan í mörg ár og
á marga vini í fullorðinsmynda-
bransanum, þannig að ég lít á
þetta sem gott tækifæri til þess
að vinna að stóru verkefni með
fólki sem ég þekki.“