blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 33

blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 33
blaöió FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 33 Grafa stríðsöxina Ef fram fer sem horfir gaeti það farið svo að leik- konan Lindsay Lohan og faðir hennar, Michael Lohan, græfu stríðsöxina og tækju upp samband á ný. Eins og alheimur veit kastaðist allverulega í kekki milli feðginanna fyrir fáeinum árum og hafa þau ekki talað saman síðan, en nú virðist einhver breyting ætla að verða á því. Faðir Lindsay, sem átti við alkóhól- isma og skapgerðarbresti að stríða, er nú betri maður og hefur hann farið þess á leit við móður Lindsay að hann fái að heimsækja dóttur sína þar sem hún dvelur í áfengis- og fíkniefnameðferð „Þetta var reyndar hugmynd eldri bróður Lindsay. Þetta er allt liður í átt að bata,“ sagði vinur Lindsay við NY Post. „Lindsay ætlar að hitta hann síðar í vikunni en hún mun hafa ráðgjafa með sér. Þau verða ekki ein.“ Dina Lohan, móðir Lindsay, hefur einnig skipt um skoðun hvað fyrrverandi eiginmanninn varðar og hefur nálgunarbanni á Michael verið aflétt. „Dinu finnst þetta góð hugmynd. Lindsay þarf að vinna í þessu og klára þetta mál," bætti vinurinn við. Af Lindsay er það annars að frétta að starfs- fólk meðferðarheimilisins kvartar sáran yfir hátterni Lindsay og nú síðast varð uppi fótur og fit þegar getgátur um mögulega neyslu leikkonunnar á stofnuninni fóru að gera vart við sig. Enda þótt leikkonan sé komin í stranga meðferð virðist hún greinilega ekki hafa sagt sitt síðasta þegar kemur að misheppn- uðum glappaskotum og lítur allt út fyrir að hún muni halda ótrauð áfram við að koma sér í slúðurfréttirnar fyrir skrílshátt. Fær heimsókn frá föður sínum í meðferðina Eftir margra ára rifrildi við föður sinn virðast siendur- tekin vandamál í lífi Lindsay ætla að verða til þess að hún hitti föður sinn á ný. ■HHiaH Miður sín vegna Wilson Leikkonan Kate Hudson er sögð í öngum sínum eftir að fregnir bárust af sjálfsvígstilraun fyrr- verandi kærastan hennar, Owens Wilsons. Leikkonan, sem sleit sambandinu við Wilson í júní vegna óheilbrigðs lífernis þess síð- arnefnda, var í Boston við tökur á nýjustu mynd sinni þegar frétt- irnar bárust stjörnunni. Að sögn vitna brást hún illa við og flúði af tökustaðnum hið snarasta. „Hún var miður sín. Hún var í símanum endalaust, gangandi fram og til baka, en svo komu að- stoðarmenn hennar og henni var ekið í burtu í flýti,“ sagði vitni á tökustað. Ættleiðir annað barn Söngkonan Madonna hyggst ættleiða stúlkubarn frá Malasíu á næstunni. Poppdrottningin hefur fengið grænt ljós á ættleið- ingu hinnar þrettán mánaða Mercy og má því fastlega gera ráð fyrir fjölgun í fjölskyldunni innan tíðar. Vinur fjölskyld- unnar segir Madonnu himinlif- andi yfir fregnunum, en eins og kunnugt er stóð hún í stórræðum við ættleiðingu 22 mánaða drengs- ins David Banda. „Madonna er í skýjunum eftir að hún fékk að vita að hún fengi að ættleiða Mercy. Hún vildi ekki fleiri ætt- leiðingarvandræði eins og voru með David. Mercy er virkilega fal- legt og hamingjusamt stúlkubarn og hún hlær alltaf þegar hún er tekin upp. Madonna kallar hana brosandi engil.“ 21yrir 1 á Gretti! VÍS býður viðskiptavinum sínum tvo miða á verði eins á söngleikinn Gretti í Borgarleikhúsinu í september. Söngleikurinn fjallar um hinn lánlausa Gretti. Hann lendir í fangelsi eftir misheppnaðan glæp og þar hellir hann sér af krafti í lyftingar og vaxtarrækt. Eftir fangelsisvistina nær hann skjótum frama fyrir hlutverk í sjónvarpsseríu byggðri á íslendingasögunni um Gretti sterka. Frægðin færir honum peninga og ástir kvenna (ríkum mæli og framtíðin virðist blasa við björt og fögur. Viðskiptavinir geta nálgast tilboðsmiða á þjónustuskrifstofum VÍS. Tryggið ykkur miða í tíma á þessa frábæru fjölskylduskemmtun. Vátryggingafélag íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 www.vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.