blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 30.08.2007, Blaðsíða 20
4 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2007 blaöið KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@bladid.net Besta leiðin til að fá viðurkenningu er að þurfa ekki á henni að halda. Hugh Macleod Frumflutningur á Dvorak-verki Trio Nordica með þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðiuleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sel- lóleikara og Monu Sandström píanóleikara flytur Dumky- tríóið eftir Dvorak, tvö tríó eftir Piazzolla og píanótríó eftir Elfrida Andrée á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns næstkomandi þriðjudag, 4. september, kl. 20:30. Er þetta frumflutningur verksins hér á landi. Trio Nordica var stofnað árið 1993 og hefur leikið víðs vegar í Evrópu og Bandaríkjunum þar á meðal í Skandinavíu, Eng- landi, Frakklandi, Ítalíu og á Is- landi. Auk þess að leika helstu verk fyrir píanótríó ieitast Trio Nordica við að flytja verk eftir kventónskáld og tónskáld samtímans. AFMÆLI í DAG Mary Shelley skáldkona, 1797 Jacques-Louis David málari, 1748 Cameron Diaz leikkona, 1972 METSÖLULISTI íslenskar bækur 1. Leyndarmálið Rhonda Byrne 2. Ensk islensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan 3. Dönsk íslensk orðabók - gul Orðabókaútgáfan 4. Made in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 5. íslensk dönsk/Dönsk íslensk vasa- orðabók Halldóra Jónsdóttir 6. Blóðberg - kilja Ævar Örn Jósepsson 7. Lost in lceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson 8. Galdrastelpur skóladagbók Walt Disney 9. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 10. Konungsbók - kilja Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.08 - 28.08 í Pennanum Eymundsson og Bóka- búð Máls og menningar. Tryggvi Ólafsson hyggst snúa heim til íslands Hormonarnir vita alltaf hvað beir vi Tryggvi Ólafsson listmál- ari er að jafna sig eftir alvarlegt slys. Listaverka- bók með úrvali verka eftir hann er væntanleg og myndlistarsafn í Neskaup- stað sem kennt er við hann hefur verið gert að sjálfseignarstofnun. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Tryggvi Ólafsson myndlistar- maður, sem búið hefur í Danmörku síðustu áratugi, hefur hug á að flytj- ast aftur til íslands. í janúar síðast- liðnum varð Tryggvi fyrir alvarlegu slysi þegar hann féll aftur fyrir sig á svölum og fékk högg á mænuna. „Ég lá á gjörgæslu, var ( öndun- arvél, var tvisvar skorinn upp en braggaðist fljótt,“ segir Tryggvi sem er staddur hér á landi og fer ferða sinna í hjólastól. „í dag er ég heilsu- hraustur fyrir utan illan krampa í fótunum. Ég get gengið með stuðn- ingi og mjakað mér áfram en ekki gengið hratt eða eðlilega því þá er eins og fimmtíu gúmmíteygjur séu að toga mig hina leiðina. Ef ég losna ekki við krampann þá verð ég bara að samþykkja að mála í hjólastól. Ég trúi því þó enn að ég nái fullri heilsu og ég veit að besta æfingin í því að ganga er að ganga. Það er nægur vilji fyrir hendi og þetta kemur. Ég hef ekki fyllst neinu þunglyndi vegna þessa slyss. Ég grínast bara við hjúkrunarkonurnar sem eru bæði góðar við mig og harðhentar - eins og þær eiga að vera. Það stendur til að flytja til lands- ins. Ég hef alltaf ætlað mér að flytja hingað áður en ég yrði elliær því það er ekkert vit í því að enda á dönsku elliheimili þegar maður á tíu barna- börn á íslandi. Slysið flýtir fyrir heimkomunni sem ég geri ráð fyrir að verði innan árs ef allt gengur að óskum.“ Gat ekki afþakkað að búa til safn I Neskaupstað hefur frá árinu 2001 verið rekið Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar sem fyrir ör- fáum dögum var gert að sjálfseign- arstofnun. Markmiðið með stofnun safnsins er að safna myndum eftir Tryggva, varðveita þær og halda á þeim sýningar í húsnæði safnsins í Neskaupstað en þar ólst Tryggvi upp til sextán ára aldurs. Safneignin er nú 210 myndir. Æskuvinur Tryggva, Magni Kristjánsson, fékk hugmyndina að safninu. „Fyrir nokkrum árum skrifaði Magni mér bréf, eins og feiminn strákur, og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka þátt í að koma hugmyndinni í framkvæmd. Hann bætti því svo við, sem mér finnst sýna hvað hann er góður maður, að ef ég segði nei myndi það ekki breyta neinu um vinskap okkar. Ég hugsaði með mér að ég væri nú meiri hrokagikkurinn ef afþakk- aði að búa til safn. Vitanlega er ég afar ánægður með þetta frumkvæði vinar míns og það er gaman að sjá safnið vaxa,“ segir Tryggvi. Mikilvægi ástríðunnar Væntanleg er á markað lista- verkabók sem geymir úrval af myndum Tryggva frá síðustu tutt- ugu árum. Bókin verður á þremur tungumálum, íslensku, dönsku og ensku. Bókin verður prentuð á Jótlandi í september og kemur út í október. „Þegar ég komst að því hversu mörgum myndum var úr að velja þá fann ég að ég þurfti ekki að hafa neitt óskaplega vonda samvisku af því að missa úr eitt ár vegna slyssins," segir Tryggvi. „Ég hef verið mjög iðinn síðustu tutt- ugu árin.“ Hann gerir sér vonir um að byrja aftur að mála eftir áramót. „Að geta ekki málað er eins og að vera trúlofaður og langa í kærust- una. Mig er farið að dreyma að ég sé að mála nýjar myndir á nýjum stað. Mér dettur ýmislegt í hug og það verður matur úr því seinna. Mikilvægast er að það sé ástríða MAÐURINN Tryggvi Ólafsson er fæddur í Neskaupstað árið 1940. ► Tryggvi stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands veturinn 1960-1961 og við Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1961-1966. ► Hann hefur skreytt bygging- ar á íslandi og í Danmörku og eru verk hans í eigu tólf listasafna á Norðurlöndum. í því sem maður gerir, hvort sem maður er að mála eða spila á fiðlu. Náttúrulausir menn þurfa ekkert að spila á fiðlu, þeir sleppa því bara. Það sama á við í myndlist- inni. Svo er þetta bara eins og með hormónana, þeir vita alltaf hvað þeir vilja, það þarf ekkert að setja þá í nefnd." METSÖLULISTI Erlendar bækur 1. Harry Potter & the Deathly Hallows J.K. Rowling 2. TheSecret Rhonda Byrne 3. The Innocent Man John Grisham 4. The Bourne Ultimatum Robert Ludlum 6. The Moomin Book 1 Tove Jansson 7. A Thousand Splendid Suns Khaled Hosseini 8. The Afghan Frederick Forsyth 8. Galdrastelpur skóladagbók Walt Disney 9. Stardust Neil Gaiman 10. The God Delusion Richard Dawkins Listinn er gerður út frá sölu dagana 21.08.07 - 27.08.071 Pennanum Eymunds- son og Bókabúö Máls og menningar MENNINGARMOLINN Kleópatra fyrirfer sér Á þessum degi árið 30 fyrir Krist fyrirfór Kleópatra Egypta- landsdrottning sér eftir að herir hennar biðu ósigur fyrir Oktav- íusi, sem síðar varð fyrsti keisari Rómaborgar. Kleópatra fæddist árið 69 fyrir Krist og varð drottning átján ára gömul eftir dauða föður hennar. Hún átti í ástarævintýri með Júlíusi Sesar og eignaðist með honum son. Sesar var myrtur og Kleópatra tók upp samband við Markús Antóníus herforingja og átti með honum þrjú börn. Rómverski herforinginn Okt- avíus fór með her gegn Egyptum, þegar honum þóttu umsvif elsk- endanna vera orðin helst til mikil, og hafði sigur. Markús Antóníus svipti sig lífi og það gerði Kleópatra sömuleiðis, að sögn með því að láta slöngu bíta sig.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.